Lífið

Stuttgart fór illa með Atla

Guðrún Ansnes skrifar
Atla Þór var meinaður aðgangur að skemmtistöðum í Stuttgart.
Atla Þór var meinaður aðgangur að skemmtistöðum í Stuttgart. Vísir/Pjetur
Atli Þór Albertsson, leikari og markaðsmógúll, segir farir sínar ekki sléttar varðandi ferðalag sitt til Stuttgart, þar sem hann sinnti hlutverki veislustjóra.

Kauða var þrívegis meinaður aðgangur að skemmtistöðum þessarar þýsku borgar. Ástæðan ku vera sú að hann þótti helst til of roskinn.

Hremmingarnar vöktu mikla kátínu meðal ferðafélaga Atla, en hann er síður en svo farinn að nálgast síðasta söludag, rétt þrjátíu og fimm ára. „Ég djamma þá bara í Berlín,“ sagði Atli aðspurður um hrakfarirnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×