Lífið

Meghan Trainor sendir villandi skilaboð til stúlkna

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Meghan Trainor syngur um að strákar vilji stóra rassa.
Meghan Trainor syngur um að strákar vilji stóra rassa. Mynd/Getty
Söngkonan unga, Meghan Trainor, hefur fengið á sig mikla gagnrýni undanfarið, þar sem hún er sökuð um að misnota hugmyndir um jákvæða líkamsímynd til þess að koma sér á framfæri.

Trainor sjálf segist flokkast undir að vera „curvy“ og vill breiða út boðskap jákvæðrar líkamsímyndar, en er gagnrýnd fyrir að aðferðir hennar til þess að koma boðskapnum til skila séu ekki réttar.

Í einu þekktasta lagi Trainor, All About the Bass, syngur hún um að strákum finnist betra að hafa stelpurnar með stóran rass, sem gefi til kynna að það sé álit karlmanna á líkamanum sem skipti öllu máli.

Einnig kallar hún grannar konur horaðar, sílikonfylltar Barbí-dúkkur, og gerir þar með lítið úr þeim konum sem eru grannar eða þjást af átröskun.

Trainor sagði í viðtali í nóvember í fyrra að hún væri ekki nógu sterk til þess að vera með átröskunarsjúkdóm, og var harðlega gagnrýnd fyrir þau ummæli sín, sem þóttu gera lítið úr þessum alvarlega sjúkdómi sem 10 milljónir kvenna og 1 milljón karla um allan heim glíma við.

Að auki sendi hún þau skilaboð að grannar konur væru þar af leiðandi ekki aðlaðandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×