Lífið

Karlmennskan fest á filmu

Guðrún Ansnes skrifar
Sæbjörg segir karla nú til dags mun vanari ljósmyndun og það sjáist greinilega.
Sæbjörg segir karla nú til dags mun vanari ljósmyndun og það sjáist greinilega. Vísir/Sæbjörg
Á fyrstu tugum seinustu aldar þótti karlmannlegt að vera þráðbeinn í baki,þenja brjóstkassann dulítið og ekki verra ef menn voru útskeifir.Vísir/Skjalasafn
Sæbjörg Freyja Gísladóttir, meistaranemi í þjóðfræði, eyddi síðasta sumri í að grandskoða líkamsstöðu karla yfir heillar aldar tímabil. „Mig langaði til að skoða karlmennskuna út frá því hvernig menn stilltu sér upp fyrir framan myndavélarnar frá þarsíðustu aldamótum.“ Sæbjörg fór yfir myndir frá Skjalasafni Austfirðinga og Skjalasafninu á Ísafirði og bar saman við myndir sem hún tók sjálf það sumarið af samtímamönnum.





Kaninn skapaði afslappaða stemningu með komu sinni til landsins. Bíómyndir og kvikmyndastjörnur á borð James Dean og Marlon Brando voru erkitýpurnar sem mörkuðu karlmennskuna á þeim tíma. Þetta sést bersýnilega í hvernig menn höguðu sér fyrir framan myndavélarnar. Silkislakir og dálítið svalir.Vísir/Skjalasafn
Niðurstöðurnar voru gríðarlega skemmtilegar. „Í byrjun tuttugustu aldar voru karlarnir teinréttir, beinir í baki, jafnvel með brjóstkassann þaninn og svolítið útskeifir,“ segir Sæbjörg og bendir á að á þetta tímabil hafi stundum verið merkt hinni nýju gullöld Íslendinga og það sjáist bersýnilega í uppstillingunum.

Þegar leið á öldina og amerískir hermenn komu til landsins urðu miklar breytingar á menningu Íslendinga. Sæbjörg segir þá breytingu sjást vel í uppstillingum. „Kaninn hafði þau áhrif að það hætti að vera töff að vera beinn. Menn hölluðu sér og voru svolítið eins og James Dean. Baddi í Djöflaeyjunni nær þessu afar vel,“ segir hún og hlær.

Nútímamennirnir sem Sæbjörg myndaði síðasta sumar voru eins og kamelljón, hoknir sumir en aðrir spenntu vöðvana áður en smellt var af. Hún segir þá augljóslega vanari ljósmyndun en forverar þeirra.Vísir/Skjalasafn
Hún skoðaði svo karlmenn í dag, sem eru öllu myndavélarvanari en kynbræður þeirra fyrr á árum. „Mér fannst samtímamaðurinn misjafn eftir stað og stund. Algengast var að þeir hefðu hendur í vösum og væru hoknir. Horfðu kannski til hliðar á meðan smellt var af,“ útskýrir Sæbjörg.

Sæbjörg segir nokkuð hafa borið á að menn færu úr peysunum og spenntu vöðvana, og gerðu sig mikla.  Sé kannski um ágætis þjóðarspegil að ræða en dæmi auðvitað hver fyrir sig. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×