Lífið

Ricky Gervais gefst upp á skrifum, drekkur vín og hlustar á íslenska tónlist

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ricky Gervais bregður á leik með Will Arnett á Golden Globe verðlaunahátíðinni.
Ricky Gervais bregður á leik með Will Arnett á Golden Globe verðlaunahátíðinni. Vísir/Getty
Íslenska hljómsveitin Low Roar er í miklu uppáhaldi hjá enska grínistanum Ricky Gervais ef marka má færslur hans á Twitter í nótt.

Hljómsveitin er skipuð þeim Ryan Karazija og Andrew Scheps auk Loga Guðmundssonar trommara og Leifs Björnssonar sem spilar á hljómborð.

Gervais segir á Twitter að Low Roar sé nýja uppáhaldshljómsveitin hans. Þá segist hann vera búinn að gefast upp á skrifum, sé kominn með vínglas í hönd og hlusti á sveitina.

Ekki leiðist strákunum í Low Roar Twitter-færslur Ricky.

Oh hi Ricky ;)

Posted by Low Roar on Monday, April 6, 2015
Low Roar var í fyrstu eins manns verkefni Karazija sem flutti frá Oakland á vesturströnd Bandaríkjanna til Íslands árið 2010. Hann sendi frá sér plötuna Low Roar árið 2011 og síðar gengu Logi og Leifur í hljómsveitina.

Strákateymið spilaði meðal annars fyrir hlustendur KEXP í nóvember síðastliðnum og má hlusta á útkomuna hér að neðan.


Tengdar fréttir

Melódísk og tregafull

Low Roar er listamannsnafn Ryans Karazija frá Kaliforníu. Ryan var áður meðlimur í hljómsveitinni Audrye Sessions sem gaf út samnefnda plötu árið 2009. Í dag er Ryan hins vegar búinn að vera búsettur á Íslandi í tvö ár og er giftur íslenskri konu. Hann vann Low Roar-plötuna bæði í Reykjavík og Los Angeles en bandaríska plötuútgáfan Tonequake Records gaf hana út í nóvember síðastliðnum. Ryan semur lög og texta, syngur og spilar á flest hljóðfærin, en á meðal aðstoðarhljóðfæraleikara eru tveir Íslendingar.

Tók upp plötu heima í stofu

Low Roar er listamannsnafn bandaríska tónlistarmannsins Ryans Karazija. Ryan flutti til Íslands fyrir ári og tók upp plötu heima í stofu hjá sér í vaktafríum frá erfiðisvinnu. Platan hefur fengið frábærar viðtökur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.