Lífið

Björk Guðmundsdóttir selur sumarhús sitt á Þingvöllum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Úr bústaðnum.
Úr bústaðnum.
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir hefur sett sumarhúsið sitt á Þingvöllum á sölu. Bústaðurinn er rúmir 94 fermetrar en að auki fylgja geymsla og bátaskýli. Lóðin sem bústaðurinn er á er í svonefndri Svínahlíð í landi Heiðarbæjar í Bláskógarbyggð og er tæpir 3750 fermetrar að stærð. Fréttanetið greindi fyrst frá.

Click here for an English version

Húsið skiptist í anddyri, snyrtingu, eldhús, barnaherbergi og hjónaherbergi. Úr hjónaherberginu er útgangur út á verönd. Í stofunni er arinn og úr henni er stórglæsilegt útsýni yfir Þingvallavatn. Eignin var sett á sölu í lok janúar og ásett verð er 28 milljónir króna.

Hægt er að skoða bústaðinn nánar inn á fasteignavef Vísis en Fasteignamiðstöðin sér um sölu hans.

Útsýnið er ásættanlegt.
Svona lítur stofan út.
Inn af elhúsinu er einnig matarbúr.
Bústaðurinn að utan.
Fasteignamiðstöðin sér um sölu á bústaðnum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×