Erlent

Grunur um ebólusmit í Nígeríu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Vísir/AFP
Óttast er að ebóla sé farin að gera vart sig á nýjan leik í Nígeríu, tæpu ári eftir að heilbrigðisráðherra landsins lýsti því yfir að faraldrinum væri formlega lokið. Alls hafa tíu verið færðir í sóttkví, eftir að hafa komist í tæri við mann sem talinn er smitaður.

Ebólufaraldurinn lék Gíneu, Sierra Leone og Líberíu grátt í ár, en nú á miðvikudag lýsti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin því yfir að í síðustu viku hefið enginn greinst með veiruna í sjö daga, en það var í fyrsta skipti frá því í mars í fyrra sem heil vika líður án þess að nokkur smitist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×