Nú hefur Steingrímur J allt í einu áhyggjur! Skjóðan skrifar 28. október 2015 09:00 Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, hefur lýst áhyggjum sínum af því að stöðugleikaframlag slitabúa gömlu bankanna sé of lágt. Sumpart má taka undir þessar áhyggjur leiðtoga ríkisstjórnarinnar, sem kenndi sig við norræna velferð. Einhvern veginn er samt Steingrímur J. Sigfússon ekki rétti maðurinn til að gagnrýna linkind gagnvart kröfuhöfum gömlu bankanna. Hann er maðurinn sem ásamt Gylfa Magnússyni, þáverandi viðskiptaráðherra, seldi Íslandsbanka og Arion banka í hendur kröfuhafa fyrir slikk og samdi um leið um skotleyfi á viðskiptavini bankanna til handa kröfuhöfum. Þeir félagarnir afhentu kröfuhöfum á þriðja hundrað milljarða með beinum gjafagjörningi á kostnað viðskiptavina bankanna tveggja. Síðan hefur skotleyfið skilað þessum bönkum um 50 milljarða hagnaði á ári hverju. Nú hefur slitastjórn Glitnis boðið gjöfina sem meginhluta af sínu stöðugleikaframlagi, bankann sem byggir verðmæti sitt á herför gegn viðskiptavinum sínum og eigum þeirra. Hví fór ríkið ekki sömu leið með Arion banka og Íslandsbanka og farin var með Landsbankann? Hví voru fyrrnefndu bankarnir gefnir slitabúum ásamt skotleyfi á viðskiptavini í stað þess að gefið væri út skuldabréf milli nýja bankans og þess gamla (í krónum en ekki gjaldeyri!) líkt og gert var með Landsbankann? Ekki verður séð að ráðherrarnir hafi haft umboð til að gefa eigur ríkisins og út frá nýlegu dómafordæmi Hæstaréttar getur vart leikið vafi á að um umboðssvik var að ræða. Raunar verður ekki betur séð en að þessi umboðssvik Steingríms J. og Gylfa gegn þjóðinni hafi verið mun alvarlegri en þau umboðssvik sem verið er að dæma menn í margra ára fangelsi fyrir í ýmsum hrunmálum. Þetta er sá sami Steingrímur og ætlaði að keyra í gegn um Alþingi óséðan samning í Icesave-deilu Íslands við Bretland og Holland – samning sem hefði kostað þjóðina 200 milljarða hið minnsta. Já, ekki skorti ráðherrann örlæti gagnvart kröfuhöfum, jafnvel þegar um ólögvarðar kröfur var að ræða. En nú lýsir hann áhyggjum sínum yfir fjárhæð stöðugleikaframlagsins, ráðherrann sem vildi gefa erlendum kröfuhöfum á fimmta hundrað milljarða þó að þjóðin hafi raunar náð að takmarka tjónið með því að hafna með öllu Icesave-samningum. Hafi einhvern tíma verið tilefni til að kalla saman Landsdóm þá er það vegna embættisfærslna Steingríms J. og Gylfa Magnússonar og gjafagjörninga þeirra í þágu erlendra kröfuhafa. Steingrímur getur í öllu falli varla ætlast til þess að menn trúi því að nú hafi hann allt í einu áhyggjur af því að ekki sé gengið nógu hart fram gegn kröfuhöfum bankanna.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, hefur lýst áhyggjum sínum af því að stöðugleikaframlag slitabúa gömlu bankanna sé of lágt. Sumpart má taka undir þessar áhyggjur leiðtoga ríkisstjórnarinnar, sem kenndi sig við norræna velferð. Einhvern veginn er samt Steingrímur J. Sigfússon ekki rétti maðurinn til að gagnrýna linkind gagnvart kröfuhöfum gömlu bankanna. Hann er maðurinn sem ásamt Gylfa Magnússyni, þáverandi viðskiptaráðherra, seldi Íslandsbanka og Arion banka í hendur kröfuhafa fyrir slikk og samdi um leið um skotleyfi á viðskiptavini bankanna til handa kröfuhöfum. Þeir félagarnir afhentu kröfuhöfum á þriðja hundrað milljarða með beinum gjafagjörningi á kostnað viðskiptavina bankanna tveggja. Síðan hefur skotleyfið skilað þessum bönkum um 50 milljarða hagnaði á ári hverju. Nú hefur slitastjórn Glitnis boðið gjöfina sem meginhluta af sínu stöðugleikaframlagi, bankann sem byggir verðmæti sitt á herför gegn viðskiptavinum sínum og eigum þeirra. Hví fór ríkið ekki sömu leið með Arion banka og Íslandsbanka og farin var með Landsbankann? Hví voru fyrrnefndu bankarnir gefnir slitabúum ásamt skotleyfi á viðskiptavini í stað þess að gefið væri út skuldabréf milli nýja bankans og þess gamla (í krónum en ekki gjaldeyri!) líkt og gert var með Landsbankann? Ekki verður séð að ráðherrarnir hafi haft umboð til að gefa eigur ríkisins og út frá nýlegu dómafordæmi Hæstaréttar getur vart leikið vafi á að um umboðssvik var að ræða. Raunar verður ekki betur séð en að þessi umboðssvik Steingríms J. og Gylfa gegn þjóðinni hafi verið mun alvarlegri en þau umboðssvik sem verið er að dæma menn í margra ára fangelsi fyrir í ýmsum hrunmálum. Þetta er sá sami Steingrímur og ætlaði að keyra í gegn um Alþingi óséðan samning í Icesave-deilu Íslands við Bretland og Holland – samning sem hefði kostað þjóðina 200 milljarða hið minnsta. Já, ekki skorti ráðherrann örlæti gagnvart kröfuhöfum, jafnvel þegar um ólögvarðar kröfur var að ræða. En nú lýsir hann áhyggjum sínum yfir fjárhæð stöðugleikaframlagsins, ráðherrann sem vildi gefa erlendum kröfuhöfum á fimmta hundrað milljarða þó að þjóðin hafi raunar náð að takmarka tjónið með því að hafna með öllu Icesave-samningum. Hafi einhvern tíma verið tilefni til að kalla saman Landsdóm þá er það vegna embættisfærslna Steingríms J. og Gylfa Magnússonar og gjafagjörninga þeirra í þágu erlendra kröfuhafa. Steingrímur getur í öllu falli varla ætlast til þess að menn trúi því að nú hafi hann allt í einu áhyggjur af því að ekki sé gengið nógu hart fram gegn kröfuhöfum bankanna.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira