Menning

Verk um misskilning og vandræðagang

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
„Við kunnum best að tjá tilfinningar okkar með hreyfingum. Okkur finnst það auðveldasta tjáningarformið,“ segir Unnur Elísabet sem hér er til hægri og Berglind til vinstri.
„Við kunnum best að tjá tilfinningar okkar með hreyfingum. Okkur finnst það auðveldasta tjáningarformið,“ segir Unnur Elísabet sem hér er til hægri og Berglind til vinstri. Vísir/GVA
„Þetta er glænýtt dansverk. Við Berglind erum búnar að vinna að því í hálft ár og getum varla beðið eftir að sýna afraksturinn,“ segir Unnur Elísabet Gunnarsdóttir, dansari og danshöfundur, um verkið This conversation is missing a point – eða Þetta samtal vantar punkt, sem verður frumsýnt í Tjarnarbíói í kvöld klukkan 20.30.

„This conversation is missing a point er kómískt dansverk, ekkert drama heldur létt og skemmtilegt, enda erum við Berglind báðar algerir trúðar í okkur,“ segir Unnur Elísabet og tekur fram að bullmál sé notað í sýningunni og því henti hún jafn vel fyrir útlendinga og Íslendinga.

„This conversation is missing a point er kómískt dansverk, ekkert drama heldur létt og skemmtilegt, enda erum við Berglind báðar algerir trúðar í okkur,“ segir Unnur Elísabet.
„Það ættu allir að tengja við þetta verk, að minnsta kosti þeir sem hafa lent í því að eiga erfitt með að tjá sig með orðum. Oft eru stór málefni sem erfitt er að tala um og koma frá sér, þá fer fólk að tafsa og bulla þannig að allt misskilst. Þetta er svolítið þannig. En á sama tíma er mikil vinna lögð í smáatriði í dansinum.“

Unnur Elísabet telur víst að fólk skilji það í hreyfingum þeirra Berglindar sem þær vilja segja með orðum.

„Við kunnum best að tjá tilfinningar okkar með hreyfingum. Okkur finnst það auðveldasta tjáningarformið. Við erum búnar að fá nokkra leikara á æfingar og þeir hafa hlegið þvílíkt og skemmt sér. Þetta verk er um fólk af báðum kynjum sem til dæmis á erfitt með að halda ræður, byrjar að stama í míkrafóninn og allt fer í rugl, þannig að þetta er bara algerlega „missing a point“.“

Þær Unnur Elísabet og Berglind hafa báðar verið í Íslenska dansflokknum. Nú eru þær bæði sjálfstætt starfandi og að vinna hjá öðrum, Unnur Elísabet er til dæmis í Borgarleikhúsinu í Billy Elliot og Berglind er að kenna. Báðar verða þær svo líka í Mamma mía.

Aðrar sýningar á This conversation is missing a point eru 11. og 17. nóvember. Aðeins er um þessar þrjár sýningar að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.