Menning

Himnesk heiðríkja

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Hulda Björk er klassísk í hádeginu eins og í aðra tíma.
Fréttablaðið/GVA
Hulda Björk er klassísk í hádeginu eins og í aðra tíma. Fréttablaðið/GVA
Tónlist innblásin af himneskri heiðríkju og því fagra sem henni tengist mun hljóma í menningarhúsinu Gerðubergi á morgun, 27. febrúar, milli klukkan 12.15 og 13.

Þar verða þær Hulda Björk Garðarsdóttir sópran- söngkona og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari að flytja tónlist eftir Brahms, Schubert, Schumann og Strauss.

Tónleikarnir tilheyra röðinni Klassík í hádeginu sem Nína Margrét sér um og þeir verða endurteknir sunnudaginn 1. mars milli klukkan 13.15 og 14.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.