Lífið

Bullandi í bílnum á blússandi ferð úr bænum

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Loji lætur gamlan draum rætast og gefur út rafpoppplötu.
Loji lætur gamlan draum rætast og gefur út rafpoppplötu. Vísir/Pjetur
Mynd- og tónlistarmaðurinn Loji Höskuldsson rær á ný mið og gefur út melódíska rafpoppplötu, Bullandi í bílnum, en fram til þessa hefur hann verið hvað þekktastur fyrir indí- og poppskotið rokk og ról.

„Fólk setur sig oft inn í svona „mood“. Sumir vilja bara vera að gera tónlist um veturinn eða þegar þeir eru glaðir. Ég hugsaði bara um hvernig tónlist ég myndi vilja hlusta á í bílnum,“ segir Loji hress þegar hann er spurður að því hvaðan nafnið á plötunni og hugmyndin komi.

„Þetta er svona tónlist sem ég persónulega væri til í að hlusta á keyrandi ógeðslega hratt upp í sveit á blasti,“ bætir hann við.

Það má segja að með útgáfunni sé hann að láta gamlan draum rætast. „Mig hefur alltaf langað til þess að gera þetta en aldrei haft búnað, kunnáttu eða þor til þess að demba mér alveg í þetta.“

Hann lét til skarar skríða og er hægt að nálgast Bullandi í bílnum fríkeypis á Loji.bandcamp.com og vonast Loji einnig til að gefa hana út á vínyl. Þrátt fyrir skref út fyrir þægindarammann er hann ekki stressaður fyrir viðtökunum og ánægður með plötuna.

„Ég er bara mjög sáttur, fyrir mér skiptir mestu máli að klára hlutina. Það gerist ekkert hræðilegt þegar þetta kemur út. Kannski verður einhver reiður, ég veit það ekki. En tilgangurinn er ekki að reyna að móðga neinn.“

Hér má hlusta á Bullandi í bílnum:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×