Leika Mozart við kertaljós víða í kirkjum nú fyrir jólin Magnús Guðmundsson skrifar 16. desember 2015 13:00 Kammerhópurinn Camerarctica heldur víða tónleika á næstunni. Kammerhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin. Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart við kertaljós í tuttugu og þrjú ár og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu. Hópinn skipa að þessu sinni þau Ármann Helgason klarinettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari ásamt góðum gesti, Einari Jóhannessyni sem leikur á eitt af uppáhaldshljóðfærum Mozarts, bassetthornið. Á efnisskránni í ár eru Kvintettar fyrir klarinettu, bassetthorn og strengi, Allegro úr Divertimento fyrir strengi og Kvartett fyrir klarinettu og strengi. Einnig syngja tveir ungir söngvarar, þeir Björn Ari Örvarsson og Tryggvi Pétur Ármannsson, Ave Maria úr Cosi fan tutte. Að venju lýkur tónleikunum á því að Camerarctica leikur jólasálminn góða, Í dag er glatt í döprum hjörtum, sem er úr Töfraflautunni eftir Mozart. Tónleikarnir verða í Hafnarfjarðarkirkju laugardagskvöldið 19. desember, í Kópavogskirkju, sunnudagskvöldið 20. desember, í Garðakirkju mánudagskvöldið 21. desember og loks í Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudagskvöldið 22. desember.Tónleikarnir eru klukkustundarlangir og hefjast þeir allir klukkan 21.00. Aðgangseyrir er 2.500 krónur og 1.500 krónur fyrir nemendur og eldri borgara. Frítt er inn fyrir börn. Miðasala við innganginn. Menning Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Kammerhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin. Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart við kertaljós í tuttugu og þrjú ár og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu. Hópinn skipa að þessu sinni þau Ármann Helgason klarinettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari ásamt góðum gesti, Einari Jóhannessyni sem leikur á eitt af uppáhaldshljóðfærum Mozarts, bassetthornið. Á efnisskránni í ár eru Kvintettar fyrir klarinettu, bassetthorn og strengi, Allegro úr Divertimento fyrir strengi og Kvartett fyrir klarinettu og strengi. Einnig syngja tveir ungir söngvarar, þeir Björn Ari Örvarsson og Tryggvi Pétur Ármannsson, Ave Maria úr Cosi fan tutte. Að venju lýkur tónleikunum á því að Camerarctica leikur jólasálminn góða, Í dag er glatt í döprum hjörtum, sem er úr Töfraflautunni eftir Mozart. Tónleikarnir verða í Hafnarfjarðarkirkju laugardagskvöldið 19. desember, í Kópavogskirkju, sunnudagskvöldið 20. desember, í Garðakirkju mánudagskvöldið 21. desember og loks í Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudagskvöldið 22. desember.Tónleikarnir eru klukkustundarlangir og hefjast þeir allir klukkan 21.00. Aðgangseyrir er 2.500 krónur og 1.500 krónur fyrir nemendur og eldri borgara. Frítt er inn fyrir börn. Miðasala við innganginn.
Menning Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira