Lífið

„Þú átt skilið meira en mat úr ruslinu“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Myndum af miðanum hefur verið dreift víða um netið, meðal annars á Instagram og Reddit.
Myndum af miðanum hefur verið dreift víða um netið, meðal annars á Instagram og Reddit. Mynd/Instagram
Ashley Jiron, eigandi kaffihúss í Oklahoma í Bandaríkjunum, varð miður sín þegar hún komst að því að heimilislaus maður var að leita í rusli kaffihússins eftir mat.

Hún skrifaði miða til mannsins og setti hann bæði í glugga kaffihússins og við gám þess.

Á miðanum stóð:

„Til manneskjunnar sem er að fara í gegnum ruslið okkar og leita að næstu máltíð: Þú ert manneskja og átt meira skilið en mat úr ruslinu.

Gjörðu svo vel að koma inn og fá samloku, ferskt grænmeti og vatnsglas frítt.

Án allra spurninga. Þinn vinur, eigandinn.“

Myndum af miðanum hefur dreift um netið, meðal annars á vefsíðunum Instagram og Reddit, og virðist fólk almennt ánægt með framtak Ashley og félaga á kaffihúsinu.

Warr Acres/Bethany friends: If you happen to see the person, please stop and tell them this for me. I will NOT take...

Posted by P.B. Jams on Monday, 6 April 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×