Íslendingur vill komast í framkvæmdastjórn evrópska golfsambandsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2015 12:00 Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands. Mynd/Golfsamband Íslands Forseti Golfsambands Íslands ætlar að reyna að komast í áhrifastarf hjá evrópska golfsambandinu en hann er í framboði á ársþingi sambandsins um næstu helgi. Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, hefur ákveðið að gefa kost á sér í stjórn evrópska golfsambandsins á ársþinginu sem fer fram í fæðingarbæ golfíþróttarinnar, St. Andrews í Skotlandi. Verði Haukur Örn kosinn þá verður hann fulltrúi Norðurlandanna og austur Evrópu í framkvæmdastjórninni. „Undanfarin fjögur ár hef ég setið í mótsstjórn EGA og á þeim tíma hefur Ísland tvívegis verið valið sem keppnisstaður fyrir Evrópumót í golfi. Á næsta ári mun fara fram Evrópumót kvennalandsliða á Urriðavelli og það verður stærsta verkefni okkar til þessa," sagði Haukur Örn í fréttatilkynningu frá Golfsamandi Íslands. „Það er mikill heiður fyrir mig að vera valinn af hinum Norðurlandaþjóðunum til að vera fulltrúi þeirra í framkvæmdastjórn EGA og heiðurinn yrði enn meiri verði ég kosinn. Það yrði virkilega spennandi en við sjáum til hvernig kosningarnar fara“, sagði Haukur Örn ennfremur. Þetta yrði söguleg kosning gangi allt upp hjá forseti Golfsambands Íslands. Haukur Örn yrði nefnilega fyrsti Íslendingurinn til að taka sæti í framkvæmdastjórn EGA. Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Forseti Golfsambands Íslands ætlar að reyna að komast í áhrifastarf hjá evrópska golfsambandinu en hann er í framboði á ársþingi sambandsins um næstu helgi. Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, hefur ákveðið að gefa kost á sér í stjórn evrópska golfsambandsins á ársþinginu sem fer fram í fæðingarbæ golfíþróttarinnar, St. Andrews í Skotlandi. Verði Haukur Örn kosinn þá verður hann fulltrúi Norðurlandanna og austur Evrópu í framkvæmdastjórninni. „Undanfarin fjögur ár hef ég setið í mótsstjórn EGA og á þeim tíma hefur Ísland tvívegis verið valið sem keppnisstaður fyrir Evrópumót í golfi. Á næsta ári mun fara fram Evrópumót kvennalandsliða á Urriðavelli og það verður stærsta verkefni okkar til þessa," sagði Haukur Örn í fréttatilkynningu frá Golfsamandi Íslands. „Það er mikill heiður fyrir mig að vera valinn af hinum Norðurlandaþjóðunum til að vera fulltrúi þeirra í framkvæmdastjórn EGA og heiðurinn yrði enn meiri verði ég kosinn. Það yrði virkilega spennandi en við sjáum til hvernig kosningarnar fara“, sagði Haukur Örn ennfremur. Þetta yrði söguleg kosning gangi allt upp hjá forseti Golfsambands Íslands. Haukur Örn yrði nefnilega fyrsti Íslendingurinn til að taka sæti í framkvæmdastjórn EGA.
Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira