Íslendingur vill komast í framkvæmdastjórn evrópska golfsambandsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2015 12:00 Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands. Mynd/Golfsamband Íslands Forseti Golfsambands Íslands ætlar að reyna að komast í áhrifastarf hjá evrópska golfsambandinu en hann er í framboði á ársþingi sambandsins um næstu helgi. Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, hefur ákveðið að gefa kost á sér í stjórn evrópska golfsambandsins á ársþinginu sem fer fram í fæðingarbæ golfíþróttarinnar, St. Andrews í Skotlandi. Verði Haukur Örn kosinn þá verður hann fulltrúi Norðurlandanna og austur Evrópu í framkvæmdastjórninni. „Undanfarin fjögur ár hef ég setið í mótsstjórn EGA og á þeim tíma hefur Ísland tvívegis verið valið sem keppnisstaður fyrir Evrópumót í golfi. Á næsta ári mun fara fram Evrópumót kvennalandsliða á Urriðavelli og það verður stærsta verkefni okkar til þessa," sagði Haukur Örn í fréttatilkynningu frá Golfsamandi Íslands. „Það er mikill heiður fyrir mig að vera valinn af hinum Norðurlandaþjóðunum til að vera fulltrúi þeirra í framkvæmdastjórn EGA og heiðurinn yrði enn meiri verði ég kosinn. Það yrði virkilega spennandi en við sjáum til hvernig kosningarnar fara“, sagði Haukur Örn ennfremur. Þetta yrði söguleg kosning gangi allt upp hjá forseti Golfsambands Íslands. Haukur Örn yrði nefnilega fyrsti Íslendingurinn til að taka sæti í framkvæmdastjórn EGA. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Forseti Golfsambands Íslands ætlar að reyna að komast í áhrifastarf hjá evrópska golfsambandinu en hann er í framboði á ársþingi sambandsins um næstu helgi. Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, hefur ákveðið að gefa kost á sér í stjórn evrópska golfsambandsins á ársþinginu sem fer fram í fæðingarbæ golfíþróttarinnar, St. Andrews í Skotlandi. Verði Haukur Örn kosinn þá verður hann fulltrúi Norðurlandanna og austur Evrópu í framkvæmdastjórninni. „Undanfarin fjögur ár hef ég setið í mótsstjórn EGA og á þeim tíma hefur Ísland tvívegis verið valið sem keppnisstaður fyrir Evrópumót í golfi. Á næsta ári mun fara fram Evrópumót kvennalandsliða á Urriðavelli og það verður stærsta verkefni okkar til þessa," sagði Haukur Örn í fréttatilkynningu frá Golfsamandi Íslands. „Það er mikill heiður fyrir mig að vera valinn af hinum Norðurlandaþjóðunum til að vera fulltrúi þeirra í framkvæmdastjórn EGA og heiðurinn yrði enn meiri verði ég kosinn. Það yrði virkilega spennandi en við sjáum til hvernig kosningarnar fara“, sagði Haukur Örn ennfremur. Þetta yrði söguleg kosning gangi allt upp hjá forseti Golfsambands Íslands. Haukur Örn yrði nefnilega fyrsti Íslendingurinn til að taka sæti í framkvæmdastjórn EGA.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira