Fylgist með uppgangi öfgahópa á Íslandi 11. nóvember 2015 07:00 Eyrún segir hatursglæpi í miklum mæli hafa beinst gegnt samkynhneigðum og transfólki í Evrópu. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég mun þróa þessa nýju stöðu og vera tengiliður til þeirra hópa í samfélaginu sem hatursglæpir beinast gegn,“ segir Eyrún Eyþórsdóttir sem tekur við nýrri stöðu innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir áramót og rannsakar hatursglæpi. „Þróunin í Evrópu er skýr, þar hafa þessir glæpir verið teknir föstum tökum og við fylgjum þeirri þróun hér á landi. Við tökum mið af nágrannalöndum okkar,“ segir Eyrún og nefnir sérstaklega starf lögreglunnar í Ósló sem hún hefur kynnt sér vel auk þess sem lögreglan í Stokkhólmi sé vel að sér í málaflokknum.Eyrún Eyþórsdóttir er nýr lögreglufulltrúi hatursglæpa hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Mynd/aðsend„Bara á þessu ári hafa yfir hundrað hatursglæpir verið skráðir í Ósló. Það er engin ástæða til að halda að ástandið sé öðruvísi hér. Það er búið að vera töluvert um ummæli gagnvart samkynhneigðum hér á landi í tengslum við Gay Pride í fyrra og hinsegin fræðslu í Hafnarfirði og þá er þekkt dæmið þegar moskulóðin var smánuð. Það þarf að rannsaka þess konar athæfi með tilliti til hvort um hatursglæp er að ræða. Eyrún segir fólk eiga almennt að gera sér grein fyrir því þegar það brýtur lög og sumir telji tjáningarfrelsi algilt. „Málið er bara það að það er hægt að takmarka tjáningarfrelsið, það er til dæmis rökstuðningur ríkissaksóknara þegar hann ákveður að fella úr gildi ákvörðun lögreglustjóra um að rannsaka ekki ummæli sem Samtökin '78 telja hatursummæli. Fólk þarf betur að gera sér grein fyrir að það má ekki segja allt og gera allt gagnvart fólki.“ Hluti af starfinu verður einnig að fylgjast með uppgangi öfgahópa. „Það hafa sprottið upp hópar sem hafa talað sterkt gegn múslimum og öðrum hópum. Það þarf ef til vill að skoða nánar hvort þarna sé eitthvað sem varðar við lög.“ Þeir sem fremja hatursglæpi segir Eyrún vera fólk sem fær útrás fyrir ofbeldishneigð sína með þessum hætti. „Almennt er talað um að gerendur í hatursbrotum sé fólk sem er fullt af hatri og telur fólk, sem er að einhverju leyti ólíkt því sjálfu, ógna sér.“Kristjana Guðbrandsdóttir Hinsegin Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira
„Ég mun þróa þessa nýju stöðu og vera tengiliður til þeirra hópa í samfélaginu sem hatursglæpir beinast gegn,“ segir Eyrún Eyþórsdóttir sem tekur við nýrri stöðu innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir áramót og rannsakar hatursglæpi. „Þróunin í Evrópu er skýr, þar hafa þessir glæpir verið teknir föstum tökum og við fylgjum þeirri þróun hér á landi. Við tökum mið af nágrannalöndum okkar,“ segir Eyrún og nefnir sérstaklega starf lögreglunnar í Ósló sem hún hefur kynnt sér vel auk þess sem lögreglan í Stokkhólmi sé vel að sér í málaflokknum.Eyrún Eyþórsdóttir er nýr lögreglufulltrúi hatursglæpa hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Mynd/aðsend„Bara á þessu ári hafa yfir hundrað hatursglæpir verið skráðir í Ósló. Það er engin ástæða til að halda að ástandið sé öðruvísi hér. Það er búið að vera töluvert um ummæli gagnvart samkynhneigðum hér á landi í tengslum við Gay Pride í fyrra og hinsegin fræðslu í Hafnarfirði og þá er þekkt dæmið þegar moskulóðin var smánuð. Það þarf að rannsaka þess konar athæfi með tilliti til hvort um hatursglæp er að ræða. Eyrún segir fólk eiga almennt að gera sér grein fyrir því þegar það brýtur lög og sumir telji tjáningarfrelsi algilt. „Málið er bara það að það er hægt að takmarka tjáningarfrelsið, það er til dæmis rökstuðningur ríkissaksóknara þegar hann ákveður að fella úr gildi ákvörðun lögreglustjóra um að rannsaka ekki ummæli sem Samtökin '78 telja hatursummæli. Fólk þarf betur að gera sér grein fyrir að það má ekki segja allt og gera allt gagnvart fólki.“ Hluti af starfinu verður einnig að fylgjast með uppgangi öfgahópa. „Það hafa sprottið upp hópar sem hafa talað sterkt gegn múslimum og öðrum hópum. Það þarf ef til vill að skoða nánar hvort þarna sé eitthvað sem varðar við lög.“ Þeir sem fremja hatursglæpi segir Eyrún vera fólk sem fær útrás fyrir ofbeldishneigð sína með þessum hætti. „Almennt er talað um að gerendur í hatursbrotum sé fólk sem er fullt af hatri og telur fólk, sem er að einhverju leyti ólíkt því sjálfu, ógna sér.“Kristjana Guðbrandsdóttir
Hinsegin Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira