Skartgriparánið í Hafnarfirði: Aðeins lítill hluti þýfisins fundinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2015 14:15 Ræningjarnir flúðu á hvítum Nissan jepplingi sem þeir skildu eftir við Grindavíkurafleggjarann. mynd/loftmyndir.is Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að verðmæti þýfis sem tekið var í skartgriparáni í Gullsmiðjunni í Hafnarfirði þann 22. október sé á bilinu 1,5 til 2 milljónir króna. Rannsókn málsins miðar vel og vonast er til þess að henni ljúki á næstu vikum. Aðeins lítill hluti þess hefur fundist og segir Margeir lögreglu í raun ekki vita hvað hafi orðið um restina af þýfinu. Eitt af því sem lögreglan skoðar meðal annars er hvort að þýfið hafi verið sent úr landi en að sögn Margeirs gerir lögreglan sér ekki miklar vonir um að finna það. Einn maður er í gæsluvarðhaldi vegna málsins á grundvelli almannahagsmuna en tveir aðrir eru grunaðir í málinu en þeir sitja ekki lengur í gæsluvarðhaldi. Mennirnir eru íslenskir og hafa allir komið við sögu lögreglu áður. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir þeim sem enn er í haldi að hinir tveir sem einnig eru grunaðir í málinu haldi því fram að hann hafi skipulagt ránið.Gullsmiðjan stendur við Lækjargötu 34 í Hafnarfirði.Vísir/VilhelmSkipulagt og hrottafengið rán Margeir segir það liggja ljóst fyrir að ránið var skipulagt. Greint var frá því á Vísi að ránið hafi verið hrottafengið eins og sjá mætti á upptökum úr öryggismyndavélum verslunarinnar. Mennirnir tveir sem réðust inn í verslunina voru grímuklæddir, með öxi á lofti og ógnuðu starfsmanni á sextugsaldri sem komst undan á flótta. Starfsmanninn sakaði ekki en var mjög brugðið. Lögregla sagði myndbandið sláandi. Að ráninu loknu stukku mennirnir í hvítan Nissan jeppling, brunuðu yfir grasbala og yfir á Hringbrautina.Ekki fleiri grunaðir um aðild að ráninu Hámarkshraði í götunni er 30 kílómetrar á klukkustund en vitni segja að um ofsaakstur hafi verið að ræða. Mildi var að ekki varð líkamstjón þegar jepplingurinn ók á aðra bifreið með fólk innanborðs.Um hálftíma síðar fannst jepplingurinn mannlaus á bílastæði við gatnamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar. Aðspurður um hvort fleiri en þremenningarnir séu grunaðir um aðild að því segir Margeir lögregluna ekki hafa sannanir þess efnis enn sem komið er í höndunum. Nokkrir aðilar voru handteknir í upphafi málsins og yfirheyrðir vegna þess en hvort það skili sér í því að þeir fái stöðu sakborninga sé ótímabært að segja. Tengdar fréttir Skartgriparán í Hafnarfirði: Annar maður handtekinn með afbrotaferil og fíkniefnatengda sögu Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum sem skaut að lögreglu með loftbyssu í Keflavík í gærkvöldi. 23. október 2015 14:35 Tveir til viðbótar teknir vegna skartgriparáns Tveir menn voru handteknir í gær grunaðir um aðild að vopnuðu ráni sem framið var í Gullsmiðju í Hafnarfirði þann 22. september síðastliðinn. 30. október 2015 07:00 Lögregla biðlar til almennings: Ofsaakstur og árekstur eftir hrottalegt skartgriparán í Lækjargötu Tjónið hleypur á milljónum en starfsmaður á sextugsaldri flúði grímuklædda ræningja vopnaða exi. Einn var handtekinn í gærkvöldi eftir að hafa skotið af stuttu færi á lögreglumenn úr loftbyssu. 23. október 2015 11:15 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Sjá meira
Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að verðmæti þýfis sem tekið var í skartgriparáni í Gullsmiðjunni í Hafnarfirði þann 22. október sé á bilinu 1,5 til 2 milljónir króna. Rannsókn málsins miðar vel og vonast er til þess að henni ljúki á næstu vikum. Aðeins lítill hluti þess hefur fundist og segir Margeir lögreglu í raun ekki vita hvað hafi orðið um restina af þýfinu. Eitt af því sem lögreglan skoðar meðal annars er hvort að þýfið hafi verið sent úr landi en að sögn Margeirs gerir lögreglan sér ekki miklar vonir um að finna það. Einn maður er í gæsluvarðhaldi vegna málsins á grundvelli almannahagsmuna en tveir aðrir eru grunaðir í málinu en þeir sitja ekki lengur í gæsluvarðhaldi. Mennirnir eru íslenskir og hafa allir komið við sögu lögreglu áður. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir þeim sem enn er í haldi að hinir tveir sem einnig eru grunaðir í málinu haldi því fram að hann hafi skipulagt ránið.Gullsmiðjan stendur við Lækjargötu 34 í Hafnarfirði.Vísir/VilhelmSkipulagt og hrottafengið rán Margeir segir það liggja ljóst fyrir að ránið var skipulagt. Greint var frá því á Vísi að ránið hafi verið hrottafengið eins og sjá mætti á upptökum úr öryggismyndavélum verslunarinnar. Mennirnir tveir sem réðust inn í verslunina voru grímuklæddir, með öxi á lofti og ógnuðu starfsmanni á sextugsaldri sem komst undan á flótta. Starfsmanninn sakaði ekki en var mjög brugðið. Lögregla sagði myndbandið sláandi. Að ráninu loknu stukku mennirnir í hvítan Nissan jeppling, brunuðu yfir grasbala og yfir á Hringbrautina.Ekki fleiri grunaðir um aðild að ráninu Hámarkshraði í götunni er 30 kílómetrar á klukkustund en vitni segja að um ofsaakstur hafi verið að ræða. Mildi var að ekki varð líkamstjón þegar jepplingurinn ók á aðra bifreið með fólk innanborðs.Um hálftíma síðar fannst jepplingurinn mannlaus á bílastæði við gatnamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar. Aðspurður um hvort fleiri en þremenningarnir séu grunaðir um aðild að því segir Margeir lögregluna ekki hafa sannanir þess efnis enn sem komið er í höndunum. Nokkrir aðilar voru handteknir í upphafi málsins og yfirheyrðir vegna þess en hvort það skili sér í því að þeir fái stöðu sakborninga sé ótímabært að segja.
Tengdar fréttir Skartgriparán í Hafnarfirði: Annar maður handtekinn með afbrotaferil og fíkniefnatengda sögu Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum sem skaut að lögreglu með loftbyssu í Keflavík í gærkvöldi. 23. október 2015 14:35 Tveir til viðbótar teknir vegna skartgriparáns Tveir menn voru handteknir í gær grunaðir um aðild að vopnuðu ráni sem framið var í Gullsmiðju í Hafnarfirði þann 22. september síðastliðinn. 30. október 2015 07:00 Lögregla biðlar til almennings: Ofsaakstur og árekstur eftir hrottalegt skartgriparán í Lækjargötu Tjónið hleypur á milljónum en starfsmaður á sextugsaldri flúði grímuklædda ræningja vopnaða exi. Einn var handtekinn í gærkvöldi eftir að hafa skotið af stuttu færi á lögreglumenn úr loftbyssu. 23. október 2015 11:15 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Sjá meira
Skartgriparán í Hafnarfirði: Annar maður handtekinn með afbrotaferil og fíkniefnatengda sögu Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum sem skaut að lögreglu með loftbyssu í Keflavík í gærkvöldi. 23. október 2015 14:35
Tveir til viðbótar teknir vegna skartgriparáns Tveir menn voru handteknir í gær grunaðir um aðild að vopnuðu ráni sem framið var í Gullsmiðju í Hafnarfirði þann 22. september síðastliðinn. 30. október 2015 07:00
Lögregla biðlar til almennings: Ofsaakstur og árekstur eftir hrottalegt skartgriparán í Lækjargötu Tjónið hleypur á milljónum en starfsmaður á sextugsaldri flúði grímuklædda ræningja vopnaða exi. Einn var handtekinn í gærkvöldi eftir að hafa skotið af stuttu færi á lögreglumenn úr loftbyssu. 23. október 2015 11:15