Sigmundur Davíð: Mikið áhyggjuefni kæmust Píratar til valda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júní 2015 09:06 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur engar líkur á að Píratar komist til valda. Það yrði mikið áhyggjuefni fyrir land og þjóð. vísir/vilhelm „Ef almenn óánægja yrði til þess að byltingarflokkar og flokkar með mjög óljósar hugmyndir um lýðræði og flokkar sem vilja umbylta grunnstoðum samfélagsins nái áhrifum þá væri það mikið áhyggjuefni fyrir samfélagið allt og yrði stærri breyting en svo að staða einstakra stjórnmálamanna skipti máli.“ Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í viðtali við DV í dag. Hann segist þó ekki telja að svo muni fara þrátt fyrir að Píratar séu iðulega stærsti flokkur landsins sé miðað við skoðanakannanir undanfarinna vikna. Sigmundur Davíð prýðir forsíðu DV sem dreift er ókeypis í hús í dag. Hann segir engar líkur á að kosningar fari eins og kannanir sýni nú. Færi svo, að fylgi Pírata fengi yfir 30% fylgi, „þá myndi taka við allt annars konar stefna í samfélaginu þar sem erfitt gæti verið að viðhalda þeim gildum sem við höfum þó verið að sækjast eftir og byggja upp um áratuga skeið.“ Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, minnir ráðherrann á að flokkurinn sé í raun og veru til þótt vafalítið sé um óþolandi flugu að ræða í tjaldinu. Kvittar hún undir sem Birgitta Moskító.Hey, Silfurskeiðardrengir, þetta suð sem Píratar eru að mælast með, það er óþolandi flugan í tjaldinu, við erum í alvörunni til. Kær kveðja Birgitta Moskító.Posted by Birgitta Jónsdóttir on Thursday, June 25, 2015Þá vill ráðherrann ekki spá fyrir um hvort fylgi Framsóknar muni batna áður en kosið verður á nýjan leik eftir tæp tvö ár. Hann vill sömuleiðis ekki svara spurningunni hvort hann myndi hætta sem formaður yrðu úrslit í takt við spár. Fyrir því séu tvær ástæður. „Í fyrsta lagi vegna þess, eins og ég nefndi áðan, að ég tel engar líkur á að kosningar fari eins og kannanir nú. Í öðru lagi vegna þess að ef þær gerðu það og Píratar fengju 30–40 prósenta fylgi þá myndi taka við allt annars konar stefna í samfélaginu þar sem erfitt gæti verið að viðhalda þeim gildum sem við höfum þó verið að sækjast eftir og byggja upp um áratuga skeið.“ Ráðherrann segir áhyggjuefni hve langt til vinstri Samfylkingin hafi haldið sig undir stjórn síðustu tveggja formanna. Vöntun sé á borgaralegum krataflokki með sterk tengsl við verkalýðshreyfinguna. „Samfylkingin breyttist á einhverjum tímapunkti frá því að vera jafnaðarmannaflokkur í að verða flokkur sem ætlaði að reka sig fyrst og fremst út á það að fylgja skoðanasveiflum frá degi til dags. Það gekk ekki nógu vel og með innkomu Jóhönnu Sigurðardóttur var flokkurinn færður mjög hart til vinstri. Ég hélt að Árni Páll myndi færa flokkinn aftur inn á borgaralegu hliðina. Hann gerði það ekki, en samt virðast vinstri sinnuðustu öflin í flokknum hafa ætlað að setja hann af.“ Alþingi Tengdar fréttir Segir Framsókn hafa staðið við stóru kosningarloforðin Piratar þurfa tímarúm til að meta stöðuna. 23. júní 2015 16:15 Píratar langstærsti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi Píratar er stærsta stjórnmálaaflið á Íslandi ef marka má könnun MMR sem kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu 16. til 21. apríl 2015. 4. maí 2015 10:47 Píratar stærri en stjórnarflokkarnir til samans Fylgi Pírata mælist nú um 34,1 prósent. Ef kosið yrði í dag fengju Píratar 24 þingmenn kjörna en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hlytu samanlegt 20 þingmenn. 1. júní 2015 22:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
„Ef almenn óánægja yrði til þess að byltingarflokkar og flokkar með mjög óljósar hugmyndir um lýðræði og flokkar sem vilja umbylta grunnstoðum samfélagsins nái áhrifum þá væri það mikið áhyggjuefni fyrir samfélagið allt og yrði stærri breyting en svo að staða einstakra stjórnmálamanna skipti máli.“ Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í viðtali við DV í dag. Hann segist þó ekki telja að svo muni fara þrátt fyrir að Píratar séu iðulega stærsti flokkur landsins sé miðað við skoðanakannanir undanfarinna vikna. Sigmundur Davíð prýðir forsíðu DV sem dreift er ókeypis í hús í dag. Hann segir engar líkur á að kosningar fari eins og kannanir sýni nú. Færi svo, að fylgi Pírata fengi yfir 30% fylgi, „þá myndi taka við allt annars konar stefna í samfélaginu þar sem erfitt gæti verið að viðhalda þeim gildum sem við höfum þó verið að sækjast eftir og byggja upp um áratuga skeið.“ Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, minnir ráðherrann á að flokkurinn sé í raun og veru til þótt vafalítið sé um óþolandi flugu að ræða í tjaldinu. Kvittar hún undir sem Birgitta Moskító.Hey, Silfurskeiðardrengir, þetta suð sem Píratar eru að mælast með, það er óþolandi flugan í tjaldinu, við erum í alvörunni til. Kær kveðja Birgitta Moskító.Posted by Birgitta Jónsdóttir on Thursday, June 25, 2015Þá vill ráðherrann ekki spá fyrir um hvort fylgi Framsóknar muni batna áður en kosið verður á nýjan leik eftir tæp tvö ár. Hann vill sömuleiðis ekki svara spurningunni hvort hann myndi hætta sem formaður yrðu úrslit í takt við spár. Fyrir því séu tvær ástæður. „Í fyrsta lagi vegna þess, eins og ég nefndi áðan, að ég tel engar líkur á að kosningar fari eins og kannanir nú. Í öðru lagi vegna þess að ef þær gerðu það og Píratar fengju 30–40 prósenta fylgi þá myndi taka við allt annars konar stefna í samfélaginu þar sem erfitt gæti verið að viðhalda þeim gildum sem við höfum þó verið að sækjast eftir og byggja upp um áratuga skeið.“ Ráðherrann segir áhyggjuefni hve langt til vinstri Samfylkingin hafi haldið sig undir stjórn síðustu tveggja formanna. Vöntun sé á borgaralegum krataflokki með sterk tengsl við verkalýðshreyfinguna. „Samfylkingin breyttist á einhverjum tímapunkti frá því að vera jafnaðarmannaflokkur í að verða flokkur sem ætlaði að reka sig fyrst og fremst út á það að fylgja skoðanasveiflum frá degi til dags. Það gekk ekki nógu vel og með innkomu Jóhönnu Sigurðardóttur var flokkurinn færður mjög hart til vinstri. Ég hélt að Árni Páll myndi færa flokkinn aftur inn á borgaralegu hliðina. Hann gerði það ekki, en samt virðast vinstri sinnuðustu öflin í flokknum hafa ætlað að setja hann af.“
Alþingi Tengdar fréttir Segir Framsókn hafa staðið við stóru kosningarloforðin Piratar þurfa tímarúm til að meta stöðuna. 23. júní 2015 16:15 Píratar langstærsti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi Píratar er stærsta stjórnmálaaflið á Íslandi ef marka má könnun MMR sem kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu 16. til 21. apríl 2015. 4. maí 2015 10:47 Píratar stærri en stjórnarflokkarnir til samans Fylgi Pírata mælist nú um 34,1 prósent. Ef kosið yrði í dag fengju Píratar 24 þingmenn kjörna en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hlytu samanlegt 20 þingmenn. 1. júní 2015 22:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Segir Framsókn hafa staðið við stóru kosningarloforðin Piratar þurfa tímarúm til að meta stöðuna. 23. júní 2015 16:15
Píratar langstærsti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi Píratar er stærsta stjórnmálaaflið á Íslandi ef marka má könnun MMR sem kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu 16. til 21. apríl 2015. 4. maí 2015 10:47
Píratar stærri en stjórnarflokkarnir til samans Fylgi Pírata mælist nú um 34,1 prósent. Ef kosið yrði í dag fengju Píratar 24 þingmenn kjörna en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hlytu samanlegt 20 þingmenn. 1. júní 2015 22:28