Íslendingalið hefði getað selt leikmenn fyrir 800 milljónir króna í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2015 22:30 Hólmar Örn Eyjólfsson á æfingu með Rosenborg á KR-vellinum. Vísir/Valli Íslendingaliðið Rosenborg er með sjö stiga forskot á toppi norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og það bendir allt til þess að titilinn sé að koma aftur til Þrándheims. Með Rosenborg spila íslensku leikmennirnir Hólmar Örn Eyjólfsson og Matthías Vilhjálmsson og þá eru hjá liðinu einnig Alexander Söderlund og André Hansen sem spiluðu báðir á Íslandi. Verdens Gang segir frá því að forráðamenn Rosenborg hafi hafnað mörgum tilboðum í sína leikmenn í sumar en erlend félög höfðu áhuga á mönnum eins og Pål André Helland, Alexander Söderlund, Ole Selnæs og Jörgen Skjelvik. Rosenborg hefði getað fengið yfir 800 milljónir íslenskra króna í kassann hefði félagið samþykkt að selja þessa menn en þar á bæ leggja menn ofurkapp á að vinna fyrsta norska titil Rosenborgar í fimm ár. Rosenborg varð síðast Noregsmeistari 2010 en síðan hafa Molde (3 sinnum) og Strömsgodset unnið gullið. „Við hefðum getað grætt mikið. Það eru hinsvegar stuðningsmennirnir sem hafa fjölmennt á Lerkendal-völlinn okkar í sumar sem sjá til þess að við getum haldið þessum leikmönnum í okkar liði," sagði Kåre Ingebrigtsen, þjálfari Rosenborg, við Verdens Gang. Rosenborg varð sextán sinnum meistari í Noregi frá 1992 til 2010 og hefur unnið norsku deildina oftast allra félaga eða alls 22 sinum. Rosenborg er ekki bara með gott forskot á toppnum því liðið er einnig komið í undanúrslit bikarkeppninnar eftir 4-0 sigur á Mjöndalen í átta liða úrslitunum þar sem Matthías Vilhjálmsson skoraði eitt markanna. Rosenborg mætir Stabæk á heimavelli sínum í undanúrslitunum. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Sjá meira
Íslendingaliðið Rosenborg er með sjö stiga forskot á toppi norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og það bendir allt til þess að titilinn sé að koma aftur til Þrándheims. Með Rosenborg spila íslensku leikmennirnir Hólmar Örn Eyjólfsson og Matthías Vilhjálmsson og þá eru hjá liðinu einnig Alexander Söderlund og André Hansen sem spiluðu báðir á Íslandi. Verdens Gang segir frá því að forráðamenn Rosenborg hafi hafnað mörgum tilboðum í sína leikmenn í sumar en erlend félög höfðu áhuga á mönnum eins og Pål André Helland, Alexander Söderlund, Ole Selnæs og Jörgen Skjelvik. Rosenborg hefði getað fengið yfir 800 milljónir íslenskra króna í kassann hefði félagið samþykkt að selja þessa menn en þar á bæ leggja menn ofurkapp á að vinna fyrsta norska titil Rosenborgar í fimm ár. Rosenborg varð síðast Noregsmeistari 2010 en síðan hafa Molde (3 sinnum) og Strömsgodset unnið gullið. „Við hefðum getað grætt mikið. Það eru hinsvegar stuðningsmennirnir sem hafa fjölmennt á Lerkendal-völlinn okkar í sumar sem sjá til þess að við getum haldið þessum leikmönnum í okkar liði," sagði Kåre Ingebrigtsen, þjálfari Rosenborg, við Verdens Gang. Rosenborg varð sextán sinnum meistari í Noregi frá 1992 til 2010 og hefur unnið norsku deildina oftast allra félaga eða alls 22 sinum. Rosenborg er ekki bara með gott forskot á toppnum því liðið er einnig komið í undanúrslit bikarkeppninnar eftir 4-0 sigur á Mjöndalen í átta liða úrslitunum þar sem Matthías Vilhjálmsson skoraði eitt markanna. Rosenborg mætir Stabæk á heimavelli sínum í undanúrslitunum.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Sjá meira