Viðskipti innlent

Dómur kveðinn upp yfir Kaupþingsmönnum í dag

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Ingólfur Helgason voru allir ákærðir í markaðsmisnotkunarmálinu.
Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Ingólfur Helgason voru allir ákærðir í markaðsmisnotkunarmálinu. vísir
Dómur verður kveðinn upp í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings klukkan 13:15 í dag. Alls voru níu fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur bankans ákærðir af sérstökum saksóknara fyrir annað hvort markaðsmisnotkun eða  umboðssvik, eða bæði.

Á meðal ákærðu voru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrum stjórnarformaður bankans, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Ingólfur Helgason, fyrrum forstjóri bankans á Íslandi.

Hreiðar, Sigurður og Magnús hlutu allir þunga fangelsisdóma í Al Thani-málinu. Verði þeir einnig sakfelldir í markaðsmisnotkunarmálinu mun sú refsing bætast við dómana sem þremenningarnir hlutu vegna Al Thani-viðskiptanna.

Samkvæmt hegningarlögum má bæta við refsinguna allt að helmingi hennar ef menn hafa lagt það í vana sinn að fremja brot. Það er því hægt að dæma Kaupþingstoppana í allt að níu ára fangelsi samtals. Fór saksóknari fram á það að refsiramminn yrði fullnýttur hvað þetta varðar í tilfelli Hreiðars og Sigurðar.

Þá fór saksóknari jafnframt fram á að dómurinn nýtti sér ákvæði um hegningarauka fyrir endurtekin brot Ingólfs Helgasonar, og að refsiramminn yrði fullnýttur í hans tilfelli, þrátt fyrir að hann hafi ekki hlotið dóm í Al Thani-málinu.


Tengdar fréttir

Meint mannréttindabrot, bankadrusla og Bubbaplötur

Einhverri lengstu aðalmeðferð sögunnar í sakamáli á Íslandi lauk síðastliðinn föstudag þegar punkturinn var settur aftan við fimm vikna löng réttarhöld í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings.

Hverjir eru hvar í Kaup­þings­réttar­höldunum?

Ingólfur Helgason er eini sakborningurinn sem setið hefur alla aðalmeðferðina. Sigurður Einarsson kom í hálfan dag og starfsmennirnir "á gólfinu” létu ekki sjá sig þegar topparnir gáfu skýrslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×