Tugir látnir eftir árás á hótel í Túnis Atli Ísleifsson skrifar 26. júní 2015 12:32 Viðbúnaður hefur verið mikill í Túnis eftir að uppreisnarmenn bönuðu 22, aðallega erlendum ferðamönnum, í árás á safni í höfuðborg Túnis í mars síðastliðinn. Vísir/AFP Að minnsta kosti 27 eru látnir og fjölmargir eru særðir eftir að hópur manna réðst á ferðamenn á tveimur hótelum í túníska strandbænum Sousse í morgun. Óttast er að fleiri séu látnir.Annar árasarmannanna var drepinn á vettvangi en hinn hefur verið handsamaður og er nú í haldi lögreglu í Túnis.Viðbúnaður hefur verið mikill í Túnis eftir að uppreisnarmenn bönuðu 22 í árás í Túnisborg í mars síðastliðinn.Sjónarvottar segja að árásarmennirnir hafi hafið skothríð af bátum. Hótelin sem um ræðir eru Hotel Bellevue og Royal Kenz Hotel.15:29: Með riffil í sólhlíf Fjölmiðlarhafa greint frá því að annar árásarmannanna hafi mætt á ströndina með Kalishnikov-riffil faldan í sólhlíf. Hafi hann svo hafið skothríð innan um strandgesti. 15:10: 28 látnir, 36 særðir AP hefur eftir túníska ríkissjónvarpinu að 28 hafi látist og 36 særst í árásinni í Sousse. Að sögn talsmanns heilbrigðisráðuneytisins þá eru Belgar, Bretar og Þjóðverjar á meðal hinna látnu. 14:14: Túnískur námsmaður Talsmaður lögreglu segir að annar árásarmannanna sé túnískur námsmaður sem hafi ekki áður komið við sögu lögreglu. 14:12: Seinni árásarmaðurinn handtekinn Túnískir fjölmiðlar hafa greint frá því að seinni árásarmaðurinn hafi nú verið handtekinn. Var hann handtekinn eftir að hafa reynt að komast inn á hraðbrautina út úr bænum Sousse. 13:40: Sitja um hinn árásarmanninnTalsmaður túníska innanríkisráðherrans Mohammed Ali Aroui segir að lögregla sitji nú um seinni árásarmanninn og hafi verið skipst á skotum.13:38: Réðust inn á hótelin bakdyrameginTalsmaður túniskra lögregluyfirvalda segir að árásarmennirnir hafi ráðist bakdyramegin inn á hótelin.13:12: Ekki kunnugt um Íslendinga í Túnis Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytsins, segir að starfsmönnum ráðuneytisins sé ekki kunnugt um neina Íslendinga í Túnis. Enginn hafi haft samband það sem af er, en bendir hún á að enn sé skammt liðið frá árásinni.27 killed in gun attack on Tunisia hotel http://t.co/zxm3YfUE3t pic.twitter.com/VSZnxPVhgD— India Today (@IndiaToday) June 26, 2015 Beach massacre: Deadly attack on hotels in #Tunisia LIVE UPDATES http://t.co/KQd5FNwhch pic by @MedOmarTN pic.twitter.com/fRLUj1K2Cz— RT (@RT_com) June 26, 2015 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Að minnsta kosti 27 eru látnir og fjölmargir eru særðir eftir að hópur manna réðst á ferðamenn á tveimur hótelum í túníska strandbænum Sousse í morgun. Óttast er að fleiri séu látnir.Annar árasarmannanna var drepinn á vettvangi en hinn hefur verið handsamaður og er nú í haldi lögreglu í Túnis.Viðbúnaður hefur verið mikill í Túnis eftir að uppreisnarmenn bönuðu 22 í árás í Túnisborg í mars síðastliðinn.Sjónarvottar segja að árásarmennirnir hafi hafið skothríð af bátum. Hótelin sem um ræðir eru Hotel Bellevue og Royal Kenz Hotel.15:29: Með riffil í sólhlíf Fjölmiðlarhafa greint frá því að annar árásarmannanna hafi mætt á ströndina með Kalishnikov-riffil faldan í sólhlíf. Hafi hann svo hafið skothríð innan um strandgesti. 15:10: 28 látnir, 36 særðir AP hefur eftir túníska ríkissjónvarpinu að 28 hafi látist og 36 særst í árásinni í Sousse. Að sögn talsmanns heilbrigðisráðuneytisins þá eru Belgar, Bretar og Þjóðverjar á meðal hinna látnu. 14:14: Túnískur námsmaður Talsmaður lögreglu segir að annar árásarmannanna sé túnískur námsmaður sem hafi ekki áður komið við sögu lögreglu. 14:12: Seinni árásarmaðurinn handtekinn Túnískir fjölmiðlar hafa greint frá því að seinni árásarmaðurinn hafi nú verið handtekinn. Var hann handtekinn eftir að hafa reynt að komast inn á hraðbrautina út úr bænum Sousse. 13:40: Sitja um hinn árásarmanninnTalsmaður túníska innanríkisráðherrans Mohammed Ali Aroui segir að lögregla sitji nú um seinni árásarmanninn og hafi verið skipst á skotum.13:38: Réðust inn á hótelin bakdyrameginTalsmaður túniskra lögregluyfirvalda segir að árásarmennirnir hafi ráðist bakdyramegin inn á hótelin.13:12: Ekki kunnugt um Íslendinga í Túnis Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytsins, segir að starfsmönnum ráðuneytisins sé ekki kunnugt um neina Íslendinga í Túnis. Enginn hafi haft samband það sem af er, en bendir hún á að enn sé skammt liðið frá árásinni.27 killed in gun attack on Tunisia hotel http://t.co/zxm3YfUE3t pic.twitter.com/VSZnxPVhgD— India Today (@IndiaToday) June 26, 2015 Beach massacre: Deadly attack on hotels in #Tunisia LIVE UPDATES http://t.co/KQd5FNwhch pic by @MedOmarTN pic.twitter.com/fRLUj1K2Cz— RT (@RT_com) June 26, 2015
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira