Tollalækkun til neytenda? Skjóðan skrifar 23. september 2015 12:00 Nýtt samkomulag milli Íslands og ESB um gagnkvæma lækkun og niðurfellingu tolla á landbúnaðarvörur gefur von um nýja tíma fyrir íslenska neytendur og framleiðendur. Ísland fellir niður tolla á 340 nýjum tollskrárnúmerum og lækkar tolla á 20 til viðbótar. Þetta þýðir að tollar á unnar landbúnaðarvörur, aðrar en jógúrt, falla niður. ESB fellir líka niður tolla á íslenskar landbúnaðarvörur. Þessu til viðbótar er samkomulag um að báðir aðilar auka verulega tollfrjálsa innflutningskvóta m.a. fyrir ýmsar kjöttegundir og osta. Þetta kemur til framkvæmda á tilteknum aðlögunartíma fram til ársins 2020. ESB eykur verulega tollfrjálsa innflutningskvóta fyrir íslenskt skyr, smjör og lambakjöt auk þess sem það opnar nýja kvóta fyrir alifugla- og svínakjöt og ost frá Íslandi. Ljóst er að tollalækkunin á unnum landbúnaðarvörum mun skila sér í vasa íslenskra neytenda. Súkkulaði, pitsur, pasta, bökunarvörur og fleiri unnar landbúnaðarvörur munu lækka í verði. Þá er einnig ljóst að opnunin inn á ESB-markað skapar spennandi tækifæri fyrir íslenska framleiðendur. Það vekur athygli að Ísland skuli fella niður tolla á allar unnar landbúnaðarvörur aðrar en jógúrt. Vart verður það skilið á annan hátt en að hugur íslenskra stjórnvalda standi nær framleiðendum en neytendum. Mjólkursamsalan og KEA eiga mikilla hagsmuna að gæta á innanlandsmarkaði með skyr, jógúrt og fleiri vörur, sem myndu mæta aukinni samkeppni ef tollar á innfluttri jógúrt yrðu aflagðir. Ekki er víst að neytendur njóti stækkunar á tollfrjálsum innflutningskvótum ýmissa kjöttegunda og osta. Með samningnum eru slíkir kvótar auknir stórlega en ná samt ekki nema rétt að skríða upp í 10-15 prósent af heildarneyslu þessara vara hér á landi miðað við neysluna árið 2011. Heildarneyslan hefur þegar aukist verulega frá þeim tíma, m.a. vegna fjölgunar ferðamanna, og mun fyrirsjáanlega aukast enn fram til 2020 þegar stækkun innflutningskvóta verður að fullu komin til framkvæmda. Þá hræða sporin þegar kemur að innflutningskvótum á landbúnaðarvörur. Í orði kveðnu eiga slíkir kvótar að stuðla að lægra vöruverði til neytenda en íslensk stjórnvöld hafa undantekningalítið boðið kvótana upp og selt hæstbjóðanda. Iðulega hafa hæstbjóðendur verið íslenskir framleiðendur sem hagsmuni hafa af því að innflutningur lækki ekki vöruverð til neytenda. Einnig hafa verið brögð að því að framleiðendur kaupi innflutningskvóta dýrum dómum til þess eins að koma í veg fyrir innflutning. Neytendur hafa setið eftir með sárt ennið og goldið fyrir kvótakaup framleiðenda með hærra vöruverði og takmörkuðu vöruúrvali. Stjórnvöld gefa útgerðinni kvótann í sjónum en sá kvóti sem getur lækkað vöruverð til neytenda er boðinn upp og seldur hæstbjóðanda.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira
Nýtt samkomulag milli Íslands og ESB um gagnkvæma lækkun og niðurfellingu tolla á landbúnaðarvörur gefur von um nýja tíma fyrir íslenska neytendur og framleiðendur. Ísland fellir niður tolla á 340 nýjum tollskrárnúmerum og lækkar tolla á 20 til viðbótar. Þetta þýðir að tollar á unnar landbúnaðarvörur, aðrar en jógúrt, falla niður. ESB fellir líka niður tolla á íslenskar landbúnaðarvörur. Þessu til viðbótar er samkomulag um að báðir aðilar auka verulega tollfrjálsa innflutningskvóta m.a. fyrir ýmsar kjöttegundir og osta. Þetta kemur til framkvæmda á tilteknum aðlögunartíma fram til ársins 2020. ESB eykur verulega tollfrjálsa innflutningskvóta fyrir íslenskt skyr, smjör og lambakjöt auk þess sem það opnar nýja kvóta fyrir alifugla- og svínakjöt og ost frá Íslandi. Ljóst er að tollalækkunin á unnum landbúnaðarvörum mun skila sér í vasa íslenskra neytenda. Súkkulaði, pitsur, pasta, bökunarvörur og fleiri unnar landbúnaðarvörur munu lækka í verði. Þá er einnig ljóst að opnunin inn á ESB-markað skapar spennandi tækifæri fyrir íslenska framleiðendur. Það vekur athygli að Ísland skuli fella niður tolla á allar unnar landbúnaðarvörur aðrar en jógúrt. Vart verður það skilið á annan hátt en að hugur íslenskra stjórnvalda standi nær framleiðendum en neytendum. Mjólkursamsalan og KEA eiga mikilla hagsmuna að gæta á innanlandsmarkaði með skyr, jógúrt og fleiri vörur, sem myndu mæta aukinni samkeppni ef tollar á innfluttri jógúrt yrðu aflagðir. Ekki er víst að neytendur njóti stækkunar á tollfrjálsum innflutningskvótum ýmissa kjöttegunda og osta. Með samningnum eru slíkir kvótar auknir stórlega en ná samt ekki nema rétt að skríða upp í 10-15 prósent af heildarneyslu þessara vara hér á landi miðað við neysluna árið 2011. Heildarneyslan hefur þegar aukist verulega frá þeim tíma, m.a. vegna fjölgunar ferðamanna, og mun fyrirsjáanlega aukast enn fram til 2020 þegar stækkun innflutningskvóta verður að fullu komin til framkvæmda. Þá hræða sporin þegar kemur að innflutningskvótum á landbúnaðarvörur. Í orði kveðnu eiga slíkir kvótar að stuðla að lægra vöruverði til neytenda en íslensk stjórnvöld hafa undantekningalítið boðið kvótana upp og selt hæstbjóðanda. Iðulega hafa hæstbjóðendur verið íslenskir framleiðendur sem hagsmuni hafa af því að innflutningur lækki ekki vöruverð til neytenda. Einnig hafa verið brögð að því að framleiðendur kaupi innflutningskvóta dýrum dómum til þess eins að koma í veg fyrir innflutning. Neytendur hafa setið eftir með sárt ennið og goldið fyrir kvótakaup framleiðenda með hærra vöruverði og takmörkuðu vöruúrvali. Stjórnvöld gefa útgerðinni kvótann í sjónum en sá kvóti sem getur lækkað vöruverð til neytenda er boðinn upp og seldur hæstbjóðanda.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira