„Það kunna að vera þúsund sjúklingar sem eiga einnig rétt á lyfinu“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. september 2015 16:48 Kristján Þór Júlíusson hefur talað fyrir norrænu samstarfi í þessum efnum. vísir/pjetur Vinna er hafin um samstarf Norðurlandaþjóða um hvernig beri að innleiða ný lyf. Þetta kom fram í máli Kristjáns Þórs Júlíussonar, heilbrigðisráðherra, í sérstakri umræðu um rétt til lyfjameðferðar í heilbrigðisþjónustu. Málshefjandi var Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, nefndi hún tvö dæmi sem hafa verið í umræðunni að undanförnu. Annars vegar mál Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur, en henni hefur verið synjað um lyf sem gætu læknað hana af lifrarbólgu C, og hins vegar mál eldri borgara en lyf sem getur komið í veg fyrir ótímabæra blindu er aðeins veitt sumum en ekki öðrum þar sem það er skammtað. „Ráðherra hefur komið fram og varið þetta með þeim rökum að það verði að standa vörð um fjárhagsrammann og hann megi ekki sveigja til,“ sagði Katrín. Lyf á borð við þessi, svokölluð S-lyf, eru undir sérstökum lið á fjárlögum. „Á síðasta kjörtímabili stóðum við einnig frammi fyrir þessum vanda og fórum stundum talsvert fram yfir í þessum lækningum. Það liggur í hlutarins eðli.“ Hún benti á að þó að eitthvað sparist nú þá er líklegt að kostnaðurinn muni koma fram annars staðar vegna þessa. Þegar upp sé staðið muni ekkert sparast. „Á öðrum stað í fjárlögum þolum við að það sé óvissa upp á marga milljarða, nefnilega í endurgreiðslu vegna kvikmynda. Því er það ekki þarna? Við verðum að horfa fram á veginn. Þegar ný lyf koma fram þá verðum við að búa við sveigjanleika og geta kippt þeim inn ef við viljum búa við heimsklassa heilbrigðiskerfi,“ sagði Katrín.Ekki séríslenskt vandamál Kristján Þór Júlíusson hóf svar sitt á því að benda á að Ísland væri alls ekki eina landið sem stæði frammi fyrir þessum áskorunum að velja hvaða lyf skuli innleiða og með hvaða hætti. Í flestum heilbrigðiskerfum heimsins sé þessi staða komin upp vegna aukins framboðs nýrra og yfirleitt dýrra líftæknilyfja. „Þegar sú krafa er sett fram að ráðherra útvegi tíu milljóna króna lyf þá verður að hugsa út í það að það geta verið þúsund aðrir sjúklingar sem gætu átt rétt á þessu lyfi,“ sagði Kristján. Hann benti á að í ár sé gert ráð fyrir að 3,6 milljarðar muni fara í S-lyfin og að öll sjú fjárheimild myndi ekki duga til að skaffa lyf fyrir þennan hóp. Nauðsynlegt sé að forgangsraða innan þeirra fjárheimilda sem séu settar og láta þá sem veikastir eru hafa féð. Kristján upplýsti einnig um að hann hefði ítrekað talað fyrir því á fundum heilbrigðisráðherra Norðurlandanna að löndin myndu vera með samstillta stefnu í þessum efnum og myndu vinna saman. Vinnuhópar hafi verið skipaðir í þeim efnum og landlæknar landanna hafi fundað til að komast að niðurstöðu og enn sé unnið að því marki.Þarft að gera kostnaðar- og ábatagreiningu vegna málsins „Óháð því hvort við höfum ráð á því að veita lyf eður ei þá má það ekki líta út fyrir að vera tilviljanakennt hverjir fá lyf og hverjir ekki. Það má ekki ráðast af fjárlögum eða fjárhag ákveðinna stofnanna,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon en hann var meðal þingmanna sem tók til máls í umræðunum. Þegar ráðherra var til andsvara á ný benti hann á að hér væru starfandi kostnaðarnefndir og lyfjanefndir sem störfuðu síður en svo á tilviljanakenndum grundvelli heldur tækju ákvarðanir eftir faglegum og þjóðhagslegum forsendum. „Þessi framsetning ráðherra er í besta falli villandi. Að lyfin kosti tíu milljónir og það séu þúsund sem geti fengið þau. Lyfjunum yrði aldrei dembt á alla,“ sagði Guðmundur Steingrímsson, Bjartri framtíð. „Að auki tel ég að það verði að gera kostnaðar og ábatagreiningu. Er betra, bæði fyrir sjúklinga og kerfið, að fólk hafi sjúkdóminn áfram og þurfi jafn vel lifrarskipti að endingu?“ Birgitta Jónsdóttir, Pírati, tók undir orð Guðmundar. „Okkur vantar upplýsingar um hvað það kostar að vera veikt. Ekki eingöngu út frá lyfjameðferðum heldur einnig hvað það kostar að hafa í kerfinu sjúkt fólk sem gæti svo auðveldlega verið heilbrigt.“ Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, fagnaði því að undirbúningur að norrænu samstarfi í þessum efnum væri hafinn. Hún vildi einnig taka það fram að lægri útgjöld í S-lyf í fjárlögum þessa árs stöfuðu af hagstæðri stöðu krónunnar gagnvart evru. Ekki væri í raun um niðurskurð að ræða. Alþingi Tengdar fréttir Slæmt að sjúklingar þurfi að leita réttar síns fyrir dómstólum Fanney Björk Ásbjörnsdóttir fær flýtimeðferð en hún stefndi ríkinu sem synjar henni um nauðsynlega lyfjameðferð við lifrarbólgu C. 11. júlí 2015 15:39 Þingmaður vill breytingar í lyfjamálum VIlhjálmur Árnason vill hagræðingu í ríkisrekstri svo hægt sé að tryggja sjúklingum nýjustu lyfin. 6. ágúst 2015 11:15 „Ég vil fá að njóta lífsins“ Fanney Björk Ásgeirsdóttir er í málaferlum við ríkið og vill fá lyf gegn lifrabólgu C. 21. ágúst 2015 14:15 Fanney Björk um dóminn: „Dauðadómur yfir mér“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir á ekki rétt á nýjustu lyfjum við lifrarbólgu C samkvæmt dómi héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 18. september 2015 18:52 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sjá meira
Vinna er hafin um samstarf Norðurlandaþjóða um hvernig beri að innleiða ný lyf. Þetta kom fram í máli Kristjáns Þórs Júlíussonar, heilbrigðisráðherra, í sérstakri umræðu um rétt til lyfjameðferðar í heilbrigðisþjónustu. Málshefjandi var Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, nefndi hún tvö dæmi sem hafa verið í umræðunni að undanförnu. Annars vegar mál Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur, en henni hefur verið synjað um lyf sem gætu læknað hana af lifrarbólgu C, og hins vegar mál eldri borgara en lyf sem getur komið í veg fyrir ótímabæra blindu er aðeins veitt sumum en ekki öðrum þar sem það er skammtað. „Ráðherra hefur komið fram og varið þetta með þeim rökum að það verði að standa vörð um fjárhagsrammann og hann megi ekki sveigja til,“ sagði Katrín. Lyf á borð við þessi, svokölluð S-lyf, eru undir sérstökum lið á fjárlögum. „Á síðasta kjörtímabili stóðum við einnig frammi fyrir þessum vanda og fórum stundum talsvert fram yfir í þessum lækningum. Það liggur í hlutarins eðli.“ Hún benti á að þó að eitthvað sparist nú þá er líklegt að kostnaðurinn muni koma fram annars staðar vegna þessa. Þegar upp sé staðið muni ekkert sparast. „Á öðrum stað í fjárlögum þolum við að það sé óvissa upp á marga milljarða, nefnilega í endurgreiðslu vegna kvikmynda. Því er það ekki þarna? Við verðum að horfa fram á veginn. Þegar ný lyf koma fram þá verðum við að búa við sveigjanleika og geta kippt þeim inn ef við viljum búa við heimsklassa heilbrigðiskerfi,“ sagði Katrín.Ekki séríslenskt vandamál Kristján Þór Júlíusson hóf svar sitt á því að benda á að Ísland væri alls ekki eina landið sem stæði frammi fyrir þessum áskorunum að velja hvaða lyf skuli innleiða og með hvaða hætti. Í flestum heilbrigðiskerfum heimsins sé þessi staða komin upp vegna aukins framboðs nýrra og yfirleitt dýrra líftæknilyfja. „Þegar sú krafa er sett fram að ráðherra útvegi tíu milljóna króna lyf þá verður að hugsa út í það að það geta verið þúsund aðrir sjúklingar sem gætu átt rétt á þessu lyfi,“ sagði Kristján. Hann benti á að í ár sé gert ráð fyrir að 3,6 milljarðar muni fara í S-lyfin og að öll sjú fjárheimild myndi ekki duga til að skaffa lyf fyrir þennan hóp. Nauðsynlegt sé að forgangsraða innan þeirra fjárheimilda sem séu settar og láta þá sem veikastir eru hafa féð. Kristján upplýsti einnig um að hann hefði ítrekað talað fyrir því á fundum heilbrigðisráðherra Norðurlandanna að löndin myndu vera með samstillta stefnu í þessum efnum og myndu vinna saman. Vinnuhópar hafi verið skipaðir í þeim efnum og landlæknar landanna hafi fundað til að komast að niðurstöðu og enn sé unnið að því marki.Þarft að gera kostnaðar- og ábatagreiningu vegna málsins „Óháð því hvort við höfum ráð á því að veita lyf eður ei þá má það ekki líta út fyrir að vera tilviljanakennt hverjir fá lyf og hverjir ekki. Það má ekki ráðast af fjárlögum eða fjárhag ákveðinna stofnanna,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon en hann var meðal þingmanna sem tók til máls í umræðunum. Þegar ráðherra var til andsvara á ný benti hann á að hér væru starfandi kostnaðarnefndir og lyfjanefndir sem störfuðu síður en svo á tilviljanakenndum grundvelli heldur tækju ákvarðanir eftir faglegum og þjóðhagslegum forsendum. „Þessi framsetning ráðherra er í besta falli villandi. Að lyfin kosti tíu milljónir og það séu þúsund sem geti fengið þau. Lyfjunum yrði aldrei dembt á alla,“ sagði Guðmundur Steingrímsson, Bjartri framtíð. „Að auki tel ég að það verði að gera kostnaðar og ábatagreiningu. Er betra, bæði fyrir sjúklinga og kerfið, að fólk hafi sjúkdóminn áfram og þurfi jafn vel lifrarskipti að endingu?“ Birgitta Jónsdóttir, Pírati, tók undir orð Guðmundar. „Okkur vantar upplýsingar um hvað það kostar að vera veikt. Ekki eingöngu út frá lyfjameðferðum heldur einnig hvað það kostar að hafa í kerfinu sjúkt fólk sem gæti svo auðveldlega verið heilbrigt.“ Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, fagnaði því að undirbúningur að norrænu samstarfi í þessum efnum væri hafinn. Hún vildi einnig taka það fram að lægri útgjöld í S-lyf í fjárlögum þessa árs stöfuðu af hagstæðri stöðu krónunnar gagnvart evru. Ekki væri í raun um niðurskurð að ræða.
Alþingi Tengdar fréttir Slæmt að sjúklingar þurfi að leita réttar síns fyrir dómstólum Fanney Björk Ásbjörnsdóttir fær flýtimeðferð en hún stefndi ríkinu sem synjar henni um nauðsynlega lyfjameðferð við lifrarbólgu C. 11. júlí 2015 15:39 Þingmaður vill breytingar í lyfjamálum VIlhjálmur Árnason vill hagræðingu í ríkisrekstri svo hægt sé að tryggja sjúklingum nýjustu lyfin. 6. ágúst 2015 11:15 „Ég vil fá að njóta lífsins“ Fanney Björk Ásgeirsdóttir er í málaferlum við ríkið og vill fá lyf gegn lifrabólgu C. 21. ágúst 2015 14:15 Fanney Björk um dóminn: „Dauðadómur yfir mér“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir á ekki rétt á nýjustu lyfjum við lifrarbólgu C samkvæmt dómi héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 18. september 2015 18:52 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sjá meira
Slæmt að sjúklingar þurfi að leita réttar síns fyrir dómstólum Fanney Björk Ásbjörnsdóttir fær flýtimeðferð en hún stefndi ríkinu sem synjar henni um nauðsynlega lyfjameðferð við lifrarbólgu C. 11. júlí 2015 15:39
Þingmaður vill breytingar í lyfjamálum VIlhjálmur Árnason vill hagræðingu í ríkisrekstri svo hægt sé að tryggja sjúklingum nýjustu lyfin. 6. ágúst 2015 11:15
„Ég vil fá að njóta lífsins“ Fanney Björk Ásgeirsdóttir er í málaferlum við ríkið og vill fá lyf gegn lifrabólgu C. 21. ágúst 2015 14:15
Fanney Björk um dóminn: „Dauðadómur yfir mér“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir á ekki rétt á nýjustu lyfjum við lifrarbólgu C samkvæmt dómi héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 18. september 2015 18:52