Innlent

Þúsundir koma í heimsókn í gestastofurnar

Svavar Hávarðsson skrifar
Glæsileg sýning er í boði í Hellisheiðarvirkjun, hverja tæplega 100.000 manns heimsóttu í fyrra.
Glæsileg sýning er í boði í Hellisheiðarvirkjun, hverja tæplega 100.000 manns heimsóttu í fyrra. vísir/gva
Gestakomur í nokkrar af helstu gestastofum íslenskra orkufyrirtækja voru um 113.000 árið 2014. Þar af voru um 94.000 sem heimsóttu jarðhitasýninguna við Hellisheiðarvirkjun.

Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var af fræðimönnum við land- og ferðamálafræðideild Háskóla Íslands, en þar segir að hátt hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa hérlendis veki athygli ferðamanna. Skýrslan ber nafnið Áhrif vindmylla í Búrfellslundi á ferðaþjónustu og íbúa.

Um 12.500 heimsóttu gestastofur Landsvirkjunar við Búrfellsvirkjun og Kröfluvirkjun, tæplega 5.800 heimsóttu orkuverið á Reykjanesi og sýninguna Orkuverið Jörð og um 700 tóku þátt í skipulögðum gönguferðum um Reykjanes sem styrktar eru af Bláa lóninu, HS Orku og HS Veitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×