Unnið að því að koma öllum börnunum í grunnskóla sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 30. september 2015 14:37 Útlendingastofnun hefur í dag sótt um skólavist fyrir fimm börn í Reykjavík og vinnur nú að því að koma tólf börnum í Hafnarfirði í skóla. vísir/vilhelm Útlendingastofnun vinnur nú að því í samráði við Hafnarfjarðarbæ að koma tólf börnum, sem eru með stöðu hælisleitenda, í grunnskóla. Stofnunin sótti í dag um skólavist fyrir fimm börn í Reykjavík, og þar af hafa þrjú þeirra fengið samþykki og hefja skólagöngu sína í næstu viku. „Það eru tólf börn búsett í Hafnarfjarðarbæ en eru í þjónustu Útlendingastofnunar. Það standa yfir viðræður við Hafnarfjarðarbæ um hvernig staðið verði að skólagöngu þeirra, þannig að það er verið að vinna að því að koma málunum í samt lag. En þetta er eitthvað sem er að gerast í dag og á morgun,“ segir Skúli Á. Sigurðsson, verkefnastjóri hælissviðs hjá Útlendingastofnun. Fjallað var um systkinin þrjú, sem nú hafa fengið inni í grunnskóla, í Fréttablaðinu í dag. Þau hafa verið búsett hér á landi frá því í júní en Útlendingastofnun lét hjá líða að sækja fyrir þau um skólavist, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir umboðsmanns barna og lögmanns fjölskyldu þeirra.Sjá einnig: Systkinin komin inn í grunnskóla Skúli segir að unnið sé að því að koma málunum í eðlilegra horf. Mál sem þessi séu nú í fyrsta sinn á borði Útlendingastofnunar. „Slík mál hafa alltaf farið til sveitarfélaganna. Við teljum okkur ekki þurfa að breyta okkar verklagsreglum, því við erum að gera þetta í fyrsta skipti, heldur frekar koma upp þessu verklagi. Hingað til höfum við lagt áherslu á að finna fólki þak yfir höfuðið og koma því í grunnþjónustu,“ segir hann. Núna hins vegar sé fjöldi slíkra mála orðinn umtalsvert meiri en áður. „Það varð sprenging í ágúst mánuði og fram í september en núna vinnum við að koma hlutunum í betra ferli,“ segir Skúli.Sjá einnig: Fjölmargir vilja rétta fjölskyldunni hjálparhöndReglum breytt í fyrra Börn hælisleitenda hafa alltaf átt rétt á að ganga í grunnskóla landins, þrátt fyrir kennitöluleysi, samkvæmt mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Sú hefur hins vegar ekki alltaf verið raunin með börn á leikskólaaldri, en í nóvember í fyrra varð sú breyting að öll börn ættu rétt á að ganga í leikskóla; með kennitölu eða ekki. Alls eru sjö leikskólabörn í Reykjavík án kennitölu, fjögur þeirra eru komin inn í leikskóla, en skólavist hinna þriggja í ferli, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Flóttamenn Tengdar fréttir Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52 Fjölmargir vilja rétta albönsku fjölskyldunni hjálparhönd Íbúð fjölskyldunnar er nánast tóm. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda. 30. september 2015 11:45 Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. 30. september 2015 10:15 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Útlendingastofnun vinnur nú að því í samráði við Hafnarfjarðarbæ að koma tólf börnum, sem eru með stöðu hælisleitenda, í grunnskóla. Stofnunin sótti í dag um skólavist fyrir fimm börn í Reykjavík, og þar af hafa þrjú þeirra fengið samþykki og hefja skólagöngu sína í næstu viku. „Það eru tólf börn búsett í Hafnarfjarðarbæ en eru í þjónustu Útlendingastofnunar. Það standa yfir viðræður við Hafnarfjarðarbæ um hvernig staðið verði að skólagöngu þeirra, þannig að það er verið að vinna að því að koma málunum í samt lag. En þetta er eitthvað sem er að gerast í dag og á morgun,“ segir Skúli Á. Sigurðsson, verkefnastjóri hælissviðs hjá Útlendingastofnun. Fjallað var um systkinin þrjú, sem nú hafa fengið inni í grunnskóla, í Fréttablaðinu í dag. Þau hafa verið búsett hér á landi frá því í júní en Útlendingastofnun lét hjá líða að sækja fyrir þau um skólavist, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir umboðsmanns barna og lögmanns fjölskyldu þeirra.Sjá einnig: Systkinin komin inn í grunnskóla Skúli segir að unnið sé að því að koma málunum í eðlilegra horf. Mál sem þessi séu nú í fyrsta sinn á borði Útlendingastofnunar. „Slík mál hafa alltaf farið til sveitarfélaganna. Við teljum okkur ekki þurfa að breyta okkar verklagsreglum, því við erum að gera þetta í fyrsta skipti, heldur frekar koma upp þessu verklagi. Hingað til höfum við lagt áherslu á að finna fólki þak yfir höfuðið og koma því í grunnþjónustu,“ segir hann. Núna hins vegar sé fjöldi slíkra mála orðinn umtalsvert meiri en áður. „Það varð sprenging í ágúst mánuði og fram í september en núna vinnum við að koma hlutunum í betra ferli,“ segir Skúli.Sjá einnig: Fjölmargir vilja rétta fjölskyldunni hjálparhöndReglum breytt í fyrra Börn hælisleitenda hafa alltaf átt rétt á að ganga í grunnskóla landins, þrátt fyrir kennitöluleysi, samkvæmt mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Sú hefur hins vegar ekki alltaf verið raunin með börn á leikskólaaldri, en í nóvember í fyrra varð sú breyting að öll börn ættu rétt á að ganga í leikskóla; með kennitölu eða ekki. Alls eru sjö leikskólabörn í Reykjavík án kennitölu, fjögur þeirra eru komin inn í leikskóla, en skólavist hinna þriggja í ferli, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg.
Flóttamenn Tengdar fréttir Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52 Fjölmargir vilja rétta albönsku fjölskyldunni hjálparhönd Íbúð fjölskyldunnar er nánast tóm. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda. 30. september 2015 11:45 Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. 30. september 2015 10:15 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52
Fjölmargir vilja rétta albönsku fjölskyldunni hjálparhönd Íbúð fjölskyldunnar er nánast tóm. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda. 30. september 2015 11:45
Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. 30. september 2015 10:15
Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00