ASÍ mótmælir "aðför Primera Air að réttindum launafólks“ Atli Ísleifsson skrifar 4. febrúar 2015 15:58 Alþýðusamböndin á öllum Norðurlöndunum líta þennan rekstur og aðferðafræði lággjaldaflugfélaganna alvarlegum augum og hyggjast hindra brot þeirra með öllum tiltækum ráðum. Vísir/Hörður Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega það sem hún kallar „aðför Primera Air að réttindum launafólks“. ASÍ vísar þar í fréttir af því að íslenska flugfélagið Primera hefði sagt upp öllum flugfreyjum og flugþjónum sínum í Svíþjóð í kjölfar þess að bækistöðinni á Arlanda flugvellinum í Stokkhólmi hefur verið lokað. Primera boðaði í byrjun janúar til fundar með fulltrúum starfsmanna til að ræða launakjör. Meðal þess sem Primera er sagst hafa krafist af starfsfólkinu var að lækka laun sín til jafns við starfsfólk flugfélagsins í Lettlandi eða um 23 prósent. Þá átti vinnuvikan að lengjast úr 47,5 klukkustundum í 60 klukkustundir. Í ályktun miðstjórnar ASÍ segir að upplýst hafi verið að Primera Air „byggi starfsemi sína og flug héðan frá Íslandi á grófum félagslegum undirboðum gagnvart áhöfnum þeirra flugvélaga sem notaðar eru í rekstri félagsins. Miðstjórn ASÍ áréttar að um kaup og kjör þessara áhafna fer skv. íslenskum lögum og kjarasamningum, hvort heldur litið er til laga um starfsmannaleigur nr. 139/2005 eða laga um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands nr. 45/2007. Primera Air stundar reglubundið flug frá Íslandi til nokkurra áfangastaða í Evrópu með flugvélum skráðum utan Íslands en á EES-svæðinu sem leigðar eru með áhöfn til þess að sinna þessu flugi. Áhafnir þessara flugvéla, alveg eða að hluta, eiga tímabundið eða varanlega aðalstarfsstöð sína hér á landi þar sem vinna þeirra hefst og endar. Alþýðusamböndin á öllum Norðurlöndunum líta þennan rekstur og aðferðafræði Primera Air, Ryanair og annarra álíka flugfélaga alvarlegum augum og hyggjast hindra brot þeirra með öllum tiltækum ráðum. ASÍ mun ekki liggja á liði sínu í því efni og leitað verður allra leiða til þess að stöðva hina ólögmætu starfsemi. ASÍ skorar á íslensk að stjórnvöld að nýta lögbundnar heimildir sínar til þess að stöðva þessa brotastarfsemi félagsins þegar í stað en til þess eru heimildir bæði í lögum nr. 139/2005 og 45/2007,“ segir í ályktuninni. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Primera segir upp öllum flugliðum í Svíþjóð Íslenska flugfélagið Primera hefur sagt upp öllum flugfreyjum og flugþjónum sínum í Svíþjóð í kjölfar þess að bækistöðinni á Arlanda flugvellinum í Stokkhólmi hefur verið lokað. 30. janúar 2015 13:14 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega það sem hún kallar „aðför Primera Air að réttindum launafólks“. ASÍ vísar þar í fréttir af því að íslenska flugfélagið Primera hefði sagt upp öllum flugfreyjum og flugþjónum sínum í Svíþjóð í kjölfar þess að bækistöðinni á Arlanda flugvellinum í Stokkhólmi hefur verið lokað. Primera boðaði í byrjun janúar til fundar með fulltrúum starfsmanna til að ræða launakjör. Meðal þess sem Primera er sagst hafa krafist af starfsfólkinu var að lækka laun sín til jafns við starfsfólk flugfélagsins í Lettlandi eða um 23 prósent. Þá átti vinnuvikan að lengjast úr 47,5 klukkustundum í 60 klukkustundir. Í ályktun miðstjórnar ASÍ segir að upplýst hafi verið að Primera Air „byggi starfsemi sína og flug héðan frá Íslandi á grófum félagslegum undirboðum gagnvart áhöfnum þeirra flugvélaga sem notaðar eru í rekstri félagsins. Miðstjórn ASÍ áréttar að um kaup og kjör þessara áhafna fer skv. íslenskum lögum og kjarasamningum, hvort heldur litið er til laga um starfsmannaleigur nr. 139/2005 eða laga um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands nr. 45/2007. Primera Air stundar reglubundið flug frá Íslandi til nokkurra áfangastaða í Evrópu með flugvélum skráðum utan Íslands en á EES-svæðinu sem leigðar eru með áhöfn til þess að sinna þessu flugi. Áhafnir þessara flugvéla, alveg eða að hluta, eiga tímabundið eða varanlega aðalstarfsstöð sína hér á landi þar sem vinna þeirra hefst og endar. Alþýðusamböndin á öllum Norðurlöndunum líta þennan rekstur og aðferðafræði Primera Air, Ryanair og annarra álíka flugfélaga alvarlegum augum og hyggjast hindra brot þeirra með öllum tiltækum ráðum. ASÍ mun ekki liggja á liði sínu í því efni og leitað verður allra leiða til þess að stöðva hina ólögmætu starfsemi. ASÍ skorar á íslensk að stjórnvöld að nýta lögbundnar heimildir sínar til þess að stöðva þessa brotastarfsemi félagsins þegar í stað en til þess eru heimildir bæði í lögum nr. 139/2005 og 45/2007,“ segir í ályktuninni.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Primera segir upp öllum flugliðum í Svíþjóð Íslenska flugfélagið Primera hefur sagt upp öllum flugfreyjum og flugþjónum sínum í Svíþjóð í kjölfar þess að bækistöðinni á Arlanda flugvellinum í Stokkhólmi hefur verið lokað. 30. janúar 2015 13:14 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Primera segir upp öllum flugliðum í Svíþjóð Íslenska flugfélagið Primera hefur sagt upp öllum flugfreyjum og flugþjónum sínum í Svíþjóð í kjölfar þess að bækistöðinni á Arlanda flugvellinum í Stokkhólmi hefur verið lokað. 30. janúar 2015 13:14