Íslamska ríkið hefur birt myndband þar sem börn taka þátt í aftöku átta manna. Átta drengir vopnaðir árásarrifflum leiða fangana til aftöku og ungur drengur dreifir hnífum til böðlanna áður en mennirnir eru myrtir.
Mennirnir átta eru myrtir á mjög svo ógeðfelldan hátt, en þeir eru sagðir vera sjítar frá Hama héraði í Sýrlandi.
Á vef AP fréttaveitunnar segir að vígamaður kalli mennina „óhreina heiðingja“. Þá sagði hann að árásir gegn ISIS gerðu samtökin einungis öflugari.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ISIS notar börn í álíka myndböndum og jafnvel hafa börn verið látin skjóta fanga til bana. Þá hafa samtökin tekið fjölda fólks af lífi frá því að þau hertóku stóra hluta Sýrlands og Írak í fyrra.
Börn látin taka þátt í enn einu ISIS myndbandi

Tengdar fréttir

Boko Haram birtir myndband af aftöku tveggja manna
Þetta er fyrsta slíka myndbandið sem liðsmenn Boko Haram birta, en það minnir óneitanlega á aftökumyndbönd ISIS.

Stækka í skugga ISIS
Vígahópurinn Nusra Front, sem er hluti af hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda, hefur styrkt stöðu sína á stóru svæði í Sýrlandi.

Böðlarnir eru franskir ríkisborgarar
Íslamska ríkið birti í gær myndband af ungum dreng taka ungan mann af lífi.

ISIS æfa aftökur á gíslum sínum
Liðhlaupi frá ISIS segir það gert til að halda gíslunum rólegum í mynd.

Ungur piltur drepur gísl í nýju ISIS-myndbandi
Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa birt nýtt myndband sem sýnir aftöku á ísraelskum araba.

ISIS nota þroskaskert börn til sjálfsmorðsárása
Börn sem hryðjuverkasamtökin hafa handsamað eru seld í kynlífsánauð og myrt samkvæmt Sameinuðu þjóðunum.

Drengurinn sem varð að hataðasta manni Bretlands
Breskir fjölmiðlar hafa nú dregið upp mynd af hinum 27 ára Mohammed Emwazi, manninum sem birst hefur í aftökumyndböndum ISIS.