Lífið

Óskarinn 2015: Frammistaðan sem allir eru að tala um

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Common og Legend að flutningi loknum.
Common og Legend að flutningi loknum. vísir/getty
Það sem allir eru að tala um eftir Óskarsverðlaunahátíðina er flutningur John Legend og Common á laginu Glory. Lagið var aðallag kvikmyndarinnar Selma sem fjallar um göngu þeldökkra frá bænum Selma í Alabama til höfuðborgar ríkisins, Montgomery. Lagið fékk að lokum Óskarinn fyrir besta lag ársins.

Frammistaða félagana var slík að hún skildi marga í salnum eftir í tárum. Þeirra á meðal var David Oyelowo en hann fór með hlutverk Martin Luther King í kvikmyndinni. Hann þurfti að lokum hughreystingu frá Oprah Winfrey til að jafna sig.



Í þakkarræðu sinni urðu Legend og Common nokkuð pólitískir. „Baráttan fyrir frelsi og réttlæti er í gangi akkúrat núna,“ sagði Legend. „Við búum í landi sem er mjög gjarnt á að fangelsa fólk. Í augnablikinu eru fleiri þeldökkir menn í prísund heldur þegar þrælahald var enn við lýði árið 1850.“

„Þessi brú var eitt sinn kennimerki klofinnar þjóðar en er nú tákn breytinga. Hún nær yfir kynþátt, kyn, trú, kynhneigð og samfélagsstöðu. Hún nær frá strák í Chicago sem dreymir um betra líf við Frakka að berjast fyrir tjáningarfrelsi sínu og þaðan til íbúa Hong Kong sem berjast fyrir auknu lýðræði.“ Brúin sem um ræðir er Edmund Pettus brúin að leiðinni frá Selma til Montgomery.

Upptöku frá hátíðinni má sjá hér að ofan en upptöku af ræðunni og hljóðversútgáfu lagsins má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×