Mótun nýs landsliðskjarna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2015 07:30 Freyr Alexandersson ætlar að byrja að móta framtíð íslenska landsliðsins á Algarve. fréttablaðið/vilhelm Freyr Alexandersson valdi í gær 23 manna leikmannahóp sem heldur til Portúgals um helgina til að taka þátt í hinu árlega Algarve-móti. Freyr sagði á blaðamannafundi í gær að mótið markaði tímamót hjá íslenska landsliðinu. „Við lítum á mótið fyrst og fremst sem upphaf undirbúnings okkar fyrir undankeppni EM 2017,“ segir Freyr en úrslitakeppni EM fer fram í Hollandi. „Þangað ætlum við okkur að komast,“ bætti Freyr við en Ísland verður í efsta styrkleikaflokki í fyrsta sinn frá upphafi þegar dregið verður í riðla í undankeppninni þann 20. apríl. Undankeppnin sjálf hefst svo í september.Minni reynsla í liðinu Eins og Freyr bendir á hafa margir af leikreyndustu leikmönnum Íslands kvatt íslenska landsliðið. „Allir leikmenn sem eiga meira en 100 landsleiki að baki eru hættir,“ segir hann en Freyr og Ásmundur Haraldsson aðstoðarþjálfari vörðu miklum tíma í síðustu undankeppni til að skoða leikmenn og þróa leikaðferðir. „Við þurfum að koma nýliðum og leikmönnum sem hafa litla leikreynslu betur inn í okkar leikstíl. Við viljum gefa þeim meiri reynslu, stærra hlutverk og fleiri mínútur. Þá eru aðrir reyndir leikmenn, eins og Margrét Lára, Gunnhildur Yrsa og Hólmfríður, að koma til baka og við viljum koma þeim betur inn í málin.“ Hann vonast til að sá leikmannahópur sem haldi nú til Algarve komi til með að mynda kjarna nýs landsliðs næstu árin. „Leikmenn munu áfram þurfa að berjast fyrir sínu sæti og eins og alltaf munu leikmenn detta út og aðrir koma inn. Margir leikmenn fengu tækifæri í síðustu undankeppni og ég hef myndað mér skoðun á ákveðnum kjarna sem ég vona að muni halda sér næstu árin,“ segir Freyr.Hafa bæði vopn í búrinu Freyr hefur lagt ríka áherslu á að liðið spili kröftugan varnarleik og beitt svokallaðri „hápressu“ á andstæðinginn með því að verjast framarlega á vellinum. „Okkur hefur gengið vel að koma okkar hugmyndum til skila. Það fór mikill tími í það og það tókst vel. En að sama skapi höfum við oft á tíðum verið í vandræðum með að verjast nær okkar eigin marki. Það helgast af því að við höfum ekki varið nægilega miklum tíma í að æfa það. Við munum gera það núna og undirbúa okkur þannig að við getum haft bæði vopn í okkar búri.“ Forveri Freys hjá landsliðinu, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, gagnrýndi slæmt leikform leikmanna á undirbúningstímabilinu síðustu ár sín með landsliðinu og lagði Freyr ríka áherslu á að huga vel að því. „Ég fylgdist vel með þessari umræðu á sínum tíma og hann lét mig fá allar þær upplýsingar sem ég bað um. Ég var sammála honum að flestu leyti og því ákváðum við nú að veita leikmönnum mikið aðhald og fengum stuðning KSÍ til þess,“ segir Freyr en hann sagði á fundinum í gær að fyrstu tölur hefðu bent til þess að form leikmanna væri ekki nógu gott. „En leikmenn brugðust vel við því og við fengum síðustu niðurstöður úr mælingum í gær [sunnudag]. Niðurstaðan var frábær. Það sýnir hversu gott hugarfar leikmanna er og það er mikilvægt fyrir landsliðið. Við erum ekki með eins mikla breidd og í öðrum löndum og því þurfum við að vera með leikmenn sem vilja æfa vel og vera í toppstandi.“Verður erfitt á Algarve Ísland verður í sterkum riðli á Algarve, með Bandaríkjunum, Noregi og Sviss. Öll þau lið eru í miðju kafi að búa sig undir úrslitakeppni HM í sumar á meðan Freyr er að stíga fyrstu skrefin í nýju verkefni með sitt lið. „Þetta verður án nokkurs vafa mjög erfitt. Það gæti samt verið gott fyrir okkur því allir okkar vankantar og veikleikar verða berskjaldaðir. Að því leyti getur þetta verið hættulegt en það er frábært tækifæri að fá að vera með liðinu í tíu daga samfleytt og ég vildi ekki skipta þessu móti út fyrir neitt annað.“ Íslenski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Freyr Alexandersson valdi í gær 23 manna leikmannahóp sem heldur til Portúgals um helgina til að taka þátt í hinu árlega Algarve-móti. Freyr sagði á blaðamannafundi í gær að mótið markaði tímamót hjá íslenska landsliðinu. „Við lítum á mótið fyrst og fremst sem upphaf undirbúnings okkar fyrir undankeppni EM 2017,“ segir Freyr en úrslitakeppni EM fer fram í Hollandi. „Þangað ætlum við okkur að komast,“ bætti Freyr við en Ísland verður í efsta styrkleikaflokki í fyrsta sinn frá upphafi þegar dregið verður í riðla í undankeppninni þann 20. apríl. Undankeppnin sjálf hefst svo í september.Minni reynsla í liðinu Eins og Freyr bendir á hafa margir af leikreyndustu leikmönnum Íslands kvatt íslenska landsliðið. „Allir leikmenn sem eiga meira en 100 landsleiki að baki eru hættir,“ segir hann en Freyr og Ásmundur Haraldsson aðstoðarþjálfari vörðu miklum tíma í síðustu undankeppni til að skoða leikmenn og þróa leikaðferðir. „Við þurfum að koma nýliðum og leikmönnum sem hafa litla leikreynslu betur inn í okkar leikstíl. Við viljum gefa þeim meiri reynslu, stærra hlutverk og fleiri mínútur. Þá eru aðrir reyndir leikmenn, eins og Margrét Lára, Gunnhildur Yrsa og Hólmfríður, að koma til baka og við viljum koma þeim betur inn í málin.“ Hann vonast til að sá leikmannahópur sem haldi nú til Algarve komi til með að mynda kjarna nýs landsliðs næstu árin. „Leikmenn munu áfram þurfa að berjast fyrir sínu sæti og eins og alltaf munu leikmenn detta út og aðrir koma inn. Margir leikmenn fengu tækifæri í síðustu undankeppni og ég hef myndað mér skoðun á ákveðnum kjarna sem ég vona að muni halda sér næstu árin,“ segir Freyr.Hafa bæði vopn í búrinu Freyr hefur lagt ríka áherslu á að liðið spili kröftugan varnarleik og beitt svokallaðri „hápressu“ á andstæðinginn með því að verjast framarlega á vellinum. „Okkur hefur gengið vel að koma okkar hugmyndum til skila. Það fór mikill tími í það og það tókst vel. En að sama skapi höfum við oft á tíðum verið í vandræðum með að verjast nær okkar eigin marki. Það helgast af því að við höfum ekki varið nægilega miklum tíma í að æfa það. Við munum gera það núna og undirbúa okkur þannig að við getum haft bæði vopn í okkar búri.“ Forveri Freys hjá landsliðinu, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, gagnrýndi slæmt leikform leikmanna á undirbúningstímabilinu síðustu ár sín með landsliðinu og lagði Freyr ríka áherslu á að huga vel að því. „Ég fylgdist vel með þessari umræðu á sínum tíma og hann lét mig fá allar þær upplýsingar sem ég bað um. Ég var sammála honum að flestu leyti og því ákváðum við nú að veita leikmönnum mikið aðhald og fengum stuðning KSÍ til þess,“ segir Freyr en hann sagði á fundinum í gær að fyrstu tölur hefðu bent til þess að form leikmanna væri ekki nógu gott. „En leikmenn brugðust vel við því og við fengum síðustu niðurstöður úr mælingum í gær [sunnudag]. Niðurstaðan var frábær. Það sýnir hversu gott hugarfar leikmanna er og það er mikilvægt fyrir landsliðið. Við erum ekki með eins mikla breidd og í öðrum löndum og því þurfum við að vera með leikmenn sem vilja æfa vel og vera í toppstandi.“Verður erfitt á Algarve Ísland verður í sterkum riðli á Algarve, með Bandaríkjunum, Noregi og Sviss. Öll þau lið eru í miðju kafi að búa sig undir úrslitakeppni HM í sumar á meðan Freyr er að stíga fyrstu skrefin í nýju verkefni með sitt lið. „Þetta verður án nokkurs vafa mjög erfitt. Það gæti samt verið gott fyrir okkur því allir okkar vankantar og veikleikar verða berskjaldaðir. Að því leyti getur þetta verið hættulegt en það er frábært tækifæri að fá að vera með liðinu í tíu daga samfleytt og ég vildi ekki skipta þessu móti út fyrir neitt annað.“
Íslenski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira