Lífið

Þóttist vera Jim Carrey á tékkneskri verðlaunahátíð

Birgir Olgeirsson skrifar
Maðurinn sem þóttist vera Jim Carrey á tékkneskri verðlaunahátíð.
Maðurinn sem þóttist vera Jim Carrey á tékkneskri verðlaunahátíð. Vísir/YouTube/Getty
Það átti sér stað heldur einkennileg uppákoma á tékknesku kvikmyndaverðlaunum síðstliðið sunnudagskvöld þegar bandaríski leikarinn Jim Carrey gekk inn á sviðið og heilsaði áhorfendum. Allavega stóðu skipuleggjendur hátíðarinnar í þeirri trú að um Carrey væri að ræða en sú var ekki í raunin.

Maðurinn heitir í raun Hari Zinhasovic sem náði að telja skipuleggjendum hátíðarinnar að hann væri í raun Jim Carrey og mætti í fylgd lífvarða og túlks áður en hann steig á sviðið sem Jim Carrey.

„Að sjálfsögðu var þetta Jim Carrey á sviðinu,“ sagði kynnir verðlaunahátíðarinnar, Lucie Vyborna, við dagblaðið Blesk í Tékklandi eftir hátíðina.

Kvikmynda- og sjónvarpsakademía Tékklands viðurkenndi að lokum mistökin í tilkynningu þar sem hún sagðist vera fórnarlamb vandaðs hrekks.

Jim Carrey tjáði sig um málið á Twitter þegar hann deildi frétt breska dagblaðsins The Daily Mail og sagði: „Ég er áhugaverðari en Óskarsverðlaunin á meðan ég sit á sófanum og borða snakk,“ skrifaði Carrey.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×