Lífið

Hildur Líf flutti til Bandaríkjanna á Valentínusardaginn

Guðrún Ansnes skrifar
Úr brúðkaupi Hildar og Albert
Úr brúðkaupi Hildar og Albert
Förðunarfræðingurinn og stílistinn Hildur Líf Higgins hefur flust búferlum til Bandaríkjanna. Hún flutti út til bandarísks eiginmanns síns á Valentínusardaginn og eiga þau von á sínu fyrsta barni. Eiginmaður hennar er lögfræðingurinn Albert Higgins, sem á ættir að rekja til Arizona.

Parið lét pússa sig saman í byrjun síðasta hausts og hefur Hildur Líf tekið mormónatrú. Hildur Líf starfaði áður í snyrtivöruversluninni Make up Gallery á Glerártorgi á Akureyri og komst í fréttirnar þegar hún yfirbugaði þjóf sem mætti í búðina með hníf. 


Tengdar fréttir

Hildur Líf stöðvaði vopnað rán með hlýju og kærleika

21 árs gömul kona ógnaði starfsfólki Make Up Gallery á Glerártorgi í gær með hnífi og seildist eftir peningum í versluninni. Hildur Líf sýndi fádæma yfirvegun að mati verslunarstjóra og róaði konuna niður.

Fann rétta farðann til að hylja örin

Hildur Líf förðunarfræðingur opnaði snyrtibudduna fyrir okkur. Hún er með ör í andliti og fann frábæran hyljara frá MAC sem hún notar daglega til að hylja örin. Svo er hún aðdáandi kókosolíunnar sem hún notar bæði í hár og á líkamann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×