Lífið

Óskarinn 2015: Setti ræðuna aftur í vasann

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Eddie Redmayne og Michael Keaton
Eddie Redmayne og Michael Keaton vísir/getty
Óskarsverðlaunin voru afhent síðastliðinn sunnudag með tilheyrandi glamúr og látum. Meðal þeirra sem fór heim með styttuna eftirsóttu var Eddie Redmayne. Hann hlaut hana fyrir túlkun sína á Stephen Hawking í myndinni The Theory Of Everything. Jóhann Jóhannsson var tilnefndur fyrir tónlistina í þeirri mynd en laut í lægra haldi fyrir tónlist Alexandre Deplat úr The Grand Budapest Hotel.

Jóhann var ekki sá eini sem fór tómhentur heim því sömu sögu má segja um Bradley Cooper (American Sniper), Benedict Cumberbatch (Imitation Game), Steve Carrell (Foxcather) og Michael Keaton (Birdman) voru allir tilnefndir fyrir besta leik. Glöggur áhorfandi kom auga á að Michael Keaton virðist hafa verið nokkuð sigurviss því þegar Redmayne steig á svið var Keaton kominn með ræðu sína í hendurnar!

Atvikið má sjá hér fyrir neðan auk þakkarræðu Redmayne.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×