Erlent

Sonur Muammar Gaddafi dæmdur til dauða

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Said al-Islam var handsamaður undir lok borgarastyrjaldarinnar árið 2011.
Said al-Islam var handsamaður undir lok borgarastyrjaldarinnar árið 2011. Vísir/AP
Elsti sonur hins fallna einræðishærra Líbíu, Muammar Gaddafi, hefur verið dæmdur til dauða fyrir stríðsglæpi í líbísku borgarastyrjöldinni árið 2011. Dómstólar í Líbíu dæmdu Saif al-Islam Gaddafi en Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hafði áður birt honum ákæru vegna stríðsglæpa. Gaddafi var handtekinn í nóvember 2011 af líbískum yfirvöldum sem neituðu að afhenda hann til Alþjóðlega sakamáladómstólsins.

Saif al-Islam Gaddafi var ekki viðstaddur réttarhaldið en hann er staddur í borginni Zintan, um 140 kílómetrum suðvestan af Tripoli, höfuðborg Líbíu. Þar er honum haldið föngum af einum af uppreisnarhópunum sem risu upp gegn stjórn föðurs Saif-al Islam. Fyrrverandi forsætisráðherra í stjórn Gaddafi og fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu hans voru einnig dæmdir til dauða.

Saif al-Islam Gaddafi var meðlimur í innsta hring föður síns og útskrifaðist meðal annars með doktorsgráðu frá London School of Economics. Fjallaði doktorsverkefni hans um þátt borgaralegs samfélags í lýðræðisvæðingu.

Gaddafi og hinir meðdæmdu eiga rétt á því að áfrýja dómnum að því er kemur fram í frétt BBC.


Tengdar fréttir

Sonur Gaddafis gæti átt dauðadóm yfir höfði sér

Saif Gaddafi, sonur fyrrverandi einræðisherrans Muammars Gaddafi, gæti átt yfir höfði sér dauðadóm verði réttað yfir honum í Líbíu. Mannréttindasamtökin Amnesty International kröfðust þess að Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Hag myndi annast réttarhöldin.

Sonur Gaddafis handsamaður

Saif Gaddafi, sonur Muammars Gaddafis, hefur verið handtekinn samkvæmt líbíska þjóðarráðinu og BBC greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×