Reynsluboltarnir deila uppskriftinni að hinni fullkomnu Þjóðhátíð Stefán Árni Pálsson skrifar 28. júlí 2015 16:00 Jón Gunnar, Ragga Gogga og Svava Kristín kunna að skemmta sér á Þjóðhátíð. vísir Stærsta og vinsælasta útihátíðin á Íslandi er framundan og má búast við 15.000 manns í Vestmannaeyjum um næstu helgi. Þjóðhátíð er framundan og er um einskonar trúarbrögð fyrir marga. Íslendingar fara sumir hverjir hvert einasta ár á Þjóðhátíð og tala margir um skemmtilegustu helgar lífs þeirra. Lífið fékk þrjá álitsgjafa til að lýsa hvernig þú skemmtir þér fullkomlega á hátíðinni. Hvað verður maður að taka með sér? Hverju má ekki missa af? Og hvernig er hin fullkomna Þjóðhátíð?Ragnheiður Rut Georgsdóttir, a.k.a Ragga Gogga, sem er frá í Vestmannaeyjum: „Það er algjört lykilatriði að taka með sér hlý föt og góða skó. Góða skapið er síðan nauðsynlegt. Ef fólk gistir ekki í heimahúsi, þarf auðvitað tjald og tilheyrandi. Maður má alls ekki missa af kvölddagskránni öll kvöldin, brennunni à miðnætti à föstudagskvöldinu, flugeldasýningu à laugardagskvöldinu og alls ekki missa af brekkusöng, blysum og flugeldasýningu à sunnudagskvöldinu sem byrjar kl.23:00. Ragga elskar Þjóðhátíð.Ég mæli með því að heilsa uppà hvítu tjöldin því þar er söngur og gleði allsráðandi. Ég sjálf kem heim til mömmu úr borginni, kjötsúpa, samlokur eggjabrauð er eitthvað sem hún segir mér að borða mörgum sinnum à dag, maður verður að passa uppá að nærast vel alla helgina. Hinn fullkomni búningur eru góðir gönguskór, föðurland, góðar buxur, lopapeysa eða annar hlýr jakki. Hér er öllu tjaldað til, berum virðingu fyrir því, berum virðingu fyrir hàtíðinni og fyrir hvert öðru. Það er gott að vera með það hugarfar í bakpokanum.“Svava Kristín Grétarsdóttir, íþróttafréttakona á Stöð 2, sem er frá Vestmannaeyjum : „Þú þarft fyrst og fremst góða skó, brekkan getur orðið erfið, og auðvitað sérstaklega fyrir þá sem gista í tjöldum. Þú verður því að vera við öllu búin og skoða veðurspána. Bakpoki er einnig mjög mikilvægur, það er fátt meira pirrandi en að þurfa að hafa dótið sitt í Krónu poka í brekkunni. Verkjatöflur gætu komið sér vel, sjálf drekk ég c-vítamín freyðitöflur og treo saman ef ég verð eitthvað slöpp. Síðan held ég að Selfie stick komi sterk inná þennan lista í ár, þú vilt ná góðri mynd af vinahópnum í brekkunni. Dagskráin í ár er rosalega góð, það er auðvitað persónubundið hvað fólk telur nauðsynlegt að sjá en það sem er gaman að sjá er Frumflutningur þjóðhátíðarlagsins á föstudeginum, það er eitthvað sem er alltaf hluti af hátíðinni, miðnætur tónleikarnir á laugardagskvöldið eru alltaf geggjaðir og í ár verður FM belfast á sviðinu og síðan má ekki undir neinum kringumstæðum missa af Sverri Bergmann flytja Þar sem hjartað slær eftir blysin á sunnudeginum. Þetta er auðvitað allt að frátöldu, brennu, flugeldasýningu, brekkusöng/blysin og svo er alltaf lágmark að ná allavega einu góðu gítarpartýi í einhverju hvítu tjaldi. Við fjölskyldan borðum alltaf reyktan lunda saman, það gerist því miður bara einu sinni á ári að ég fái lunda svo það er stór partur af þessu. En á hátíðinni sjálfri fer ég t.d. alltaf úr brekkunni fyrir blysin á sunnudeginum, hef gert það síðan ég var barn að þá fylgist ég með þjóðsöngnum og blysunum frá hvítu tjöldunum og þannig heyri ég 20 þúsund manns syngja þjóðsönginn og brekkuna síðan alla lýsast upp frá blysunum, hrein gæsahúð ár eftir ár. Svava Kristín er að fara á Þjóðhátíð í 25. skipti.Ég passa mig alltaf á að ná góðu gítarpartýi í hvítu tjöldunum, horfi á miðnætur tónleikana á laugardeginum með pabba í brekkunni, þetta er smá púsluspil að ætla ekki að missa af neinu, en eftir öll þessi ár er þetta komið í góða rútínu. Á daginn labba ég alltaf um bæinn og skoða lífið, enda svo á að kíkja á 900 grillhús þar sem er stanslaus stemming alla helgina. Það verður erfitt í ár að hafa ekki bekkjabílana, það eiga allir eftir að sakna þeirra Eyjamenn sem og gestir. Hið fullkona þjóðhátíðardress er allavega ekki gular 66°Norður regnbuxur og lopapeysa, það er bara komin tími á að hugsa aðeins út fyrir rammann. Þetta er auðvitað persónubundið, margir mæta alltaf í búningum, sjálf hef ég verið í búningum á hátíðinni en í ár ætla ég að hafa þetta frekar þægilegt.Jón Gunnar er enginn nýliði í þessu.Vera vel klædd og við öllu búin án þess að líta út fyrir að vera á leið í viku ferð uppá jökul. Það er auðvitað gott að vera vel klæddur, lykilatriði að vera í þykkum sokkum og góðum skóm. En það er sumar og svo lengi sem veður leyfir þá er allt í lag að vera í gallabuxum og góðum jakka.“Jón Gunnar Geirdal, almannatengill: „Þú verður að taka með þér góða skapið og skælbrosandi gleðina. Jökulkaldur Tuborg skemmir heldur ekki fyrir. Brekkusöngur er sú upplifun sem rammar inn einstakt andrúmsloft Þjóðhátíðar og má alls ekki missa af. Kjötsúpa og kaldur er lykilatriði fyrir orkuhleðsluna yfir daginn…og þræða hvítu tjöldin hjá dásamlega gestrisnum innfæddum. Þjóðhátíðardressið er bara allt frá 66°Norður, lopapeysa og dansskórnir.“ Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Sjá meira
Stærsta og vinsælasta útihátíðin á Íslandi er framundan og má búast við 15.000 manns í Vestmannaeyjum um næstu helgi. Þjóðhátíð er framundan og er um einskonar trúarbrögð fyrir marga. Íslendingar fara sumir hverjir hvert einasta ár á Þjóðhátíð og tala margir um skemmtilegustu helgar lífs þeirra. Lífið fékk þrjá álitsgjafa til að lýsa hvernig þú skemmtir þér fullkomlega á hátíðinni. Hvað verður maður að taka með sér? Hverju má ekki missa af? Og hvernig er hin fullkomna Þjóðhátíð?Ragnheiður Rut Georgsdóttir, a.k.a Ragga Gogga, sem er frá í Vestmannaeyjum: „Það er algjört lykilatriði að taka með sér hlý föt og góða skó. Góða skapið er síðan nauðsynlegt. Ef fólk gistir ekki í heimahúsi, þarf auðvitað tjald og tilheyrandi. Maður má alls ekki missa af kvölddagskránni öll kvöldin, brennunni à miðnætti à föstudagskvöldinu, flugeldasýningu à laugardagskvöldinu og alls ekki missa af brekkusöng, blysum og flugeldasýningu à sunnudagskvöldinu sem byrjar kl.23:00. Ragga elskar Þjóðhátíð.Ég mæli með því að heilsa uppà hvítu tjöldin því þar er söngur og gleði allsráðandi. Ég sjálf kem heim til mömmu úr borginni, kjötsúpa, samlokur eggjabrauð er eitthvað sem hún segir mér að borða mörgum sinnum à dag, maður verður að passa uppá að nærast vel alla helgina. Hinn fullkomni búningur eru góðir gönguskór, föðurland, góðar buxur, lopapeysa eða annar hlýr jakki. Hér er öllu tjaldað til, berum virðingu fyrir því, berum virðingu fyrir hàtíðinni og fyrir hvert öðru. Það er gott að vera með það hugarfar í bakpokanum.“Svava Kristín Grétarsdóttir, íþróttafréttakona á Stöð 2, sem er frá Vestmannaeyjum : „Þú þarft fyrst og fremst góða skó, brekkan getur orðið erfið, og auðvitað sérstaklega fyrir þá sem gista í tjöldum. Þú verður því að vera við öllu búin og skoða veðurspána. Bakpoki er einnig mjög mikilvægur, það er fátt meira pirrandi en að þurfa að hafa dótið sitt í Krónu poka í brekkunni. Verkjatöflur gætu komið sér vel, sjálf drekk ég c-vítamín freyðitöflur og treo saman ef ég verð eitthvað slöpp. Síðan held ég að Selfie stick komi sterk inná þennan lista í ár, þú vilt ná góðri mynd af vinahópnum í brekkunni. Dagskráin í ár er rosalega góð, það er auðvitað persónubundið hvað fólk telur nauðsynlegt að sjá en það sem er gaman að sjá er Frumflutningur þjóðhátíðarlagsins á föstudeginum, það er eitthvað sem er alltaf hluti af hátíðinni, miðnætur tónleikarnir á laugardagskvöldið eru alltaf geggjaðir og í ár verður FM belfast á sviðinu og síðan má ekki undir neinum kringumstæðum missa af Sverri Bergmann flytja Þar sem hjartað slær eftir blysin á sunnudeginum. Þetta er auðvitað allt að frátöldu, brennu, flugeldasýningu, brekkusöng/blysin og svo er alltaf lágmark að ná allavega einu góðu gítarpartýi í einhverju hvítu tjaldi. Við fjölskyldan borðum alltaf reyktan lunda saman, það gerist því miður bara einu sinni á ári að ég fái lunda svo það er stór partur af þessu. En á hátíðinni sjálfri fer ég t.d. alltaf úr brekkunni fyrir blysin á sunnudeginum, hef gert það síðan ég var barn að þá fylgist ég með þjóðsöngnum og blysunum frá hvítu tjöldunum og þannig heyri ég 20 þúsund manns syngja þjóðsönginn og brekkuna síðan alla lýsast upp frá blysunum, hrein gæsahúð ár eftir ár. Svava Kristín er að fara á Þjóðhátíð í 25. skipti.Ég passa mig alltaf á að ná góðu gítarpartýi í hvítu tjöldunum, horfi á miðnætur tónleikana á laugardeginum með pabba í brekkunni, þetta er smá púsluspil að ætla ekki að missa af neinu, en eftir öll þessi ár er þetta komið í góða rútínu. Á daginn labba ég alltaf um bæinn og skoða lífið, enda svo á að kíkja á 900 grillhús þar sem er stanslaus stemming alla helgina. Það verður erfitt í ár að hafa ekki bekkjabílana, það eiga allir eftir að sakna þeirra Eyjamenn sem og gestir. Hið fullkona þjóðhátíðardress er allavega ekki gular 66°Norður regnbuxur og lopapeysa, það er bara komin tími á að hugsa aðeins út fyrir rammann. Þetta er auðvitað persónubundið, margir mæta alltaf í búningum, sjálf hef ég verið í búningum á hátíðinni en í ár ætla ég að hafa þetta frekar þægilegt.Jón Gunnar er enginn nýliði í þessu.Vera vel klædd og við öllu búin án þess að líta út fyrir að vera á leið í viku ferð uppá jökul. Það er auðvitað gott að vera vel klæddur, lykilatriði að vera í þykkum sokkum og góðum skóm. En það er sumar og svo lengi sem veður leyfir þá er allt í lag að vera í gallabuxum og góðum jakka.“Jón Gunnar Geirdal, almannatengill: „Þú verður að taka með þér góða skapið og skælbrosandi gleðina. Jökulkaldur Tuborg skemmir heldur ekki fyrir. Brekkusöngur er sú upplifun sem rammar inn einstakt andrúmsloft Þjóðhátíðar og má alls ekki missa af. Kjötsúpa og kaldur er lykilatriði fyrir orkuhleðsluna yfir daginn…og þræða hvítu tjöldin hjá dásamlega gestrisnum innfæddum. Þjóðhátíðardressið er bara allt frá 66°Norður, lopapeysa og dansskórnir.“
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Sjá meira