Fótbolti

Emil og félagar steinlágu fyrir Sampdoria

Stefán Árni Pálsson skrifar
Artur Ionita og Francelino fagna marki í dag.
Artur Ionita og Francelino fagna marki í dag. vísir/getty images
Sampdoria vann nokkuð auðveldan sigur á Hellas Verona 4 - 1 í ítölsku seríu A-deildinni í knattspyrnu í dag.

Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Hellas Verona en var skipt af velli á 58. mínútu leiksins.

Luis Muriel kom heimamönnum yfir eftir um tíu mínútna leik og það var síðan Ervin Zukanovic sem skoraði annað mark liðsins eftir um hálftíma leik.

Rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins var staðan orðin 3-0 fyrir Sampdoria þegar Roberto Soriano kom boltanum í netið.

Eder kom síðan heimamönnum í 4-0 í upphafi síðari hálfleiksins. Emil virtist meiðast eftir um klukkustunda leik og bað hann um skiptingu.  Artur Ionita minnkaði muninn fyrir Hellas Verona þegar korter var eftir af leiknum.

Sampdoria er í sjöunda sæti deildarinnar með 14 stig en Hellas Verona í því næst neðsta með aðeins fimm stig. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×