Mikilvægt að fræða fjárfesta framtíðarinnar Sæunn Gísladóttir skrifar 7. október 2015 10:00 Páll Harðarson segir það miður að öll stóru fyrirtækin hafi skyggt á minni fyrirtækin fyrir hrun. Hann býst við því að First north markaðurinn muni vaxa á næstunni og hefur fundið fyrir áhuga. Vísir/Stefán Nasdaq Iceland sem í daglegu tali nefnist Kauphöllin fagnar þrjátíu ára afmæli sínu þann 9. október. Kauphöllin var stofnuð sem verðbréfaþing að frumkvæði Seðlabankans árið 1985. Hlutabréfaviðskipti hófust hins vegar ekki fyrr en árið 1991. Á næsta áratug átti gríðarleg uppbygging sér stað. „Á einum áratug fór Kauphöllin úr því að vera með ekkert skráð félag í það að vera með 75. Það er eiginlega ævintýraleg uppbygging,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Aðspurður segist Páll telja að full þörf hafi verið fyrir Kauphöllina þegar hún var fyrst sett á laggirnar og að sú þörf sé enn brýn í dag. „Fyrir þrjátíu árum var fjármálaumhverfið að vissu leyti frekar vanþróað. Þegar verðbréfaþingið var stofnað varð í fyrsta sinn til opinn markaður. Þá snerist það um að auka möguleika fyrirtækja landsins á fjármögnun. Í dag er umhverfið öðruvísi, en ég held að þörfin sé enn þá brýn. Þrátt fyrir þróaðra umhverfi, þá breytir það því ekki að við erum enn þá í sömu stöðu, að íslenskt atvinnulíf býr við takmarkaðri kosti til fjármögnunar en atvinnulíf í öðrum löndum,“ segir Páll.Smærri fyrirtæki velkomin Í dag eru samtals 19 félög skráð í íslensku Kauphöllinni, 16 á Aðalmarkaði og þrjú á Nasdaq First North. Páll telur að allt að 40 til 50 félög gætu komið inn á Aðalmarkað og vonast til að 10-15 bætist við á First North á næstu árum. Páll telur að stóra verkefnið í dag snúi að því að koma litlum og meðalstórum fyrirtækjum á markað. „Ef við berum okkur saman við Svíþjóð, sem er þróaðasti markaðurinn á Norðurlöndum, þá hafa smærri fyrirtæki nýtt sér hlutabréfamarkaðinn þar í mjög ríkum mæli. Smærri fyrirtæki hér á landi hafa ekki gert það og hafa átt í erfiðleikum með að fá fjármagn annars staðar. Þarna held ég að séu gríðarlegir möguleikar til sóknar,“ segir Páll. Í kringum aldamótin þegar fjöldi skráninga í Kauphöllinni náði hámarki voru mun fleiri smærri fyrirtæki skráð en í dag. Aðspurður telur Páll að aðgangur að ódýrara lánsfjármagni á fyrstu árum aldarinnar og sameiningar smærri fyrirtækja hafi að hluta til valdið þessari þróun. „Markaðurinn varð fyrst og fremst fyrir stærri fyrirtæki. Ég held að það hafi verið miður að þessi stóru fyrirtæki skyggðu á hin fyrirtækin. Yfirbragð markaðarins breyttist gríðarlega,“ segir Páll. Kauphöllin vill sjá fleiri smærri fyrirtæki á markaði og hefur skoðað það hvernig hægt væri að auka mögulegan ávinning þeirra á markaði. „Við höfum átt góð samtöl við stjórnvöld um að breyta þessu og fengið mjög góð viðbrögð. Þannig að ég er bjartsýnn á að þessu verði kippt í liðinn,“ segir Páll. Hann telur að First North sé ágætur staður fyrir þessi fyrirtæki til að koma inn á og síðan mætti hugsa sér eins og erlendis að þau fyrirtæki sem gengi vel á markaði færðu sig svo yfir á Aðalmarkað.Aukinn áhugi á First North Fyrr á þessu ári var frumvarp samþykkt sem leyfir lífeyrissjóðum að flokka verðbréf á First North sem skráð í eignasöfnum sínum upp að vissu marki. Páll segir frumvarpið nú þegar hafa vakið viðbrögð. „Við höfum séð aukinn áhuga á samstarfi hjá ráðgjöfum sem mögulega gætu séð um skráningar á First North. Jafnframt höfum við átt samtöl við og fengið fyrirspurnir frá nokkrum fyrirtækjum sem eru að velta skráningu fyrir sér á næsta ári. Ég held að við munum sjá einhverjar skráningar á First North á næsta ári, það eru nokkur fyrirtæki sem eru mjög áhugasöm um að skoða þennan möguleika og stafar það beint af þessari lagabreytingu,“ segir Páll. Spurður um framtíðarsýn segist Páll vilja sjá First North markaðinn fara í 10-15 félög á nokkrum árum og sjá sæmilega líflega veltu og fá margbreytileg félög á markaðinn. Ég geri mér miklar vonir um að nýsköpunar- og sprotafyrirtæki nýti sér þennan vettvang,“ segir Páll.Þátttaka almennings mikilvæg Viðskiptamannahópur Kauphallarinnar hefur breyst í samsetningu undanfarin misseri. Í dag nemur bein þátttaka almennings af heildarvirði tæplega 6%, samanborið við 10-15% fyrir hrun. „Þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri. Stærri fagfjárfestar, sjóðir, meðal annars verðbréfasjóðir og lífeyrissjóðir, eru að verða fyrirferðarmeiri á markaðnum. Þátttaka almennings er því að verða meiri óbein,“ segir Páll. Aðspurður segist Páll vilja sjá beina þátttöku almennings aukast. „Ég held að markaðurinn missi út mikilvægan þátt við það að hafa ekki meiri beina þátttöku almennings. Ég tel að aukin þátttaka almennings sé mikilvæg einfaldlega til þess að almenningur skilji markaðinn betur. Þegar maður fjárfestir beint er maður líklegur til að fræðast meira um markaðinn og kynna sér hann betur. Það er að vissu leyti ákveðið aðhald fyrir markaðinn að almenningur sé inni á honum og sýni honum áhuga. Þetta er líka mikilvægt upp á tengsl almennings og atvinnulífsins að almenningur eigi beinna, ekki bara óbeinna, hagsmuna að gæta. Það hvetur sennilega líka fyrirtæki til að gefa almennum fjárfestum meiri gaum ef þeir eru fyrirferðarmiklir,“ segir Páll. Aðspurður segist hann telja að fólk sé ennþá hrætt við það að fjárfesta á hlutabréfamörkuðum, eftir hrunið. „Við höfum séð aukinn áhuga á markaðnum, en enn eru einhverjir hikandi við að koma inn á hann,“ segir Páll.Hrifin af Ungum fjárfestum Undanfarin ár hefur Kauphöllin beitt sér fyrir verkefni sem heitir Fjölbreytni á markaði. Konur skipa þriðjung einstaklinga á markaði en karlar tvo þriðju ef hluthafaskrá er skoðuð. „Við höfum beint sjónum okkar sérstaklega að konum. Við vildum sjá þetta hlutfall hækka. Við höfum í samstarfi við VÍB beitt okkur fyrir því að reyna að laða konur í auknum mæli inn á námskeið og svara kalli eftir aukinni fræðslu. Við höfum jafnframt talað fyrir aukinni þátttöku kvenna á markaði, til dæmis í stjórnum. Við höfum stutt kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja, sem við töldum nauðsynlegt en vonandi tímabundið skref,“ segir Páll. Kauphöllin hefur einnig lagt mikið upp úr því að fræða unga fjárfesta. Ungar konur og karlar fóru í auknum mæli að sækja þessi námskeið og Ungir fjárfestar urðu til upp úr þeim. „Við höfum átt í mjög góðum samskiptum við Unga fjárfesta og reynt að styðja við þau samtök, við erum afskaplega hrifin af því sem þau eru að gera,“ segir Páll. „Með þessu starfi með Ungum fjárfestum er verið að byggja hér upp fjárfesta framtíðarinnar og ég held að það sé mikilvægt að við gerum þetta svona núna. Fræðslu um fjárfestingar var lítill gaumur gefinn síðast.“ Páll ítrekar þó að þau ráðleggi aldrei neinum sérstaklega að fjárfesta í hlutabréfum. „Þetta snýst fyrst og fremst um fræðsluna. Þessi fræðsla gegnsýrir alla okkar hugsun bæði hvað varðar fjárfesta en einnig fyrirtæki. Við viljum að fólk fræðist um þennan kost og taki svo meðvitaða og upplýsta ákvörðun um hvort þetta sé fyrir það. Það er alltaf áhætta í hlutabréfum og maður á ekki að leggja aleiguna að veði eða það sem getur komið fjármálunum úr jafnvægi,“ segir Páll. En Kauphöllin hélt meðal annars kúrs um hvað bæri að varast í hlutabréfaviðskiptum.Hik er heilbrigðismerki Aðspurður segir Páll áhuga einstaklinga og fyrirtækja á Kauphöllinni hafa farið vaxandi að undanförnu, eftir mikið hik á mörgum eftir allt sem á undan gekk. „Við erum að sjá stigvaxandi áhuga. Því er ekki að leyna að almenningur hefur ekki komið í sama mæli inn á markaðinn eins og var á fyrstu árum þessarar aldar, það er langur vegur enn þá. Við viljum auðvitað sjá stigvaxandi þátttöku, en ekki á hvaða forsendum sem er. Við viljum hafa þetta markvissa og örugga uppbyggingu. Það er heilbrigðismerki að það sé hik eftir svona áföll og fólk hugsi sinn gang og sumir ákveði að fjárfesta á markaðnum og aðrir ekki. Það er heilbrigt að taka svona meðvitaða ákvörðun, að þátttaka verði ekki hjarðhegðun,“ segir Páll.Rúm fyrir 40-50 fyrirtækiKauphöllin hefur gefið það út að hún vilji sjá fjölgun fyrirtækja á Aðalmarkaði, og telur að markaðurinn rúmi allt að 40 til 50 fyrirtæki. Spurður um hvers kyns fyrirtæki hann vilji sjá bætast við nefnir Páll ferðaþjónustufyrirtækin. „Þetta er orðin ein aðalundirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar og við erum bara með eitt ferðaþjónustufyrirtæki, Icelandair Group, í Kauphöllinni. Ég held að það sé fullt efni til þess að sjá fleiri fyrirtæki úr þessum geira koma inn. Nærtækasta dæmið eru hótelkeðjur, þar er fyrirséður mikill vöxtur á næstu árum. Þar eru not fyrir fjármagnið og held ég áhugi. Þetta eru í mörgum tilfellum vel þekkt fyrirtæki sem almenningur þekkir og þetta er vaxtargrein. Við höfum traust og góð fyrirtæki á markaði en höfum í sjálfu sér ekki mörg vaxtarfyrirtæki. Það væri áhugaverð viðbót við markaðinn. Ég held það væri gagnkvæmur ávinningur af því fyrir fyrirtækin og fjárfesta,“ segir Páll.Samkeppni á markaði jákvæðPáll segist einnig telja jákvætt að hafa keppinauta á markaði. „Margt verður betra þegar fyrirtæki hafa samanburðaraðila. Fjárfestar geta borið saman fyrirtækin og það er ákveðið aðhald. Líklega styður það við fyrirtæki innan geirans. Ég held til dæmis að það að Síminn sé að koma á markað styðji við skráningu Vodafone. Ef maður hugsar skráningu út frá gegnsæi, þá er þetta æskilegt út frá þjóðhagslegum sjónarmiðum. Það að koma inn á markaðinn er yfirlýsing fyrirtækjanna um að þau séu tilbúin í þetta gagnsæi. Ég held að þessi skráðu fyrirtæki fái ekki nógu mikið klapp á bakið fyrir það að vera tilbúin að vinna í þessu umhverfi,“ segir Páll.Vill sjá fleiri fyrirtæki koma afturSíminn stefnir aftur á markað í mánuðinum. Páll segist aðspurður vilja sjá fleiri fyrirtæki sem fóru koma aftur. „Sjávarútvegsgeirinn er önnur undirstöðugrein þar sem er bara eitt fyrirtæki á markaði. Þarna held ég líka að séu gagnkvæmir hagsmunir. Það er mikil umræða um sjávarútveginn og deilt á þessi fyrirtæki. Ég held að það væri einfaldlega mjög æskilegt fyrir sjávarútvegsfyrirtæki að fá almenning inn þannig að almenningur nyti meira beint góðs af velgengni þessara greina. Ég held að það væri mjög gott fyrir fyrirtækin,“ segir Páll. Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Fleiri fréttir Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Sjá meira
Nasdaq Iceland sem í daglegu tali nefnist Kauphöllin fagnar þrjátíu ára afmæli sínu þann 9. október. Kauphöllin var stofnuð sem verðbréfaþing að frumkvæði Seðlabankans árið 1985. Hlutabréfaviðskipti hófust hins vegar ekki fyrr en árið 1991. Á næsta áratug átti gríðarleg uppbygging sér stað. „Á einum áratug fór Kauphöllin úr því að vera með ekkert skráð félag í það að vera með 75. Það er eiginlega ævintýraleg uppbygging,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Aðspurður segist Páll telja að full þörf hafi verið fyrir Kauphöllina þegar hún var fyrst sett á laggirnar og að sú þörf sé enn brýn í dag. „Fyrir þrjátíu árum var fjármálaumhverfið að vissu leyti frekar vanþróað. Þegar verðbréfaþingið var stofnað varð í fyrsta sinn til opinn markaður. Þá snerist það um að auka möguleika fyrirtækja landsins á fjármögnun. Í dag er umhverfið öðruvísi, en ég held að þörfin sé enn þá brýn. Þrátt fyrir þróaðra umhverfi, þá breytir það því ekki að við erum enn þá í sömu stöðu, að íslenskt atvinnulíf býr við takmarkaðri kosti til fjármögnunar en atvinnulíf í öðrum löndum,“ segir Páll.Smærri fyrirtæki velkomin Í dag eru samtals 19 félög skráð í íslensku Kauphöllinni, 16 á Aðalmarkaði og þrjú á Nasdaq First North. Páll telur að allt að 40 til 50 félög gætu komið inn á Aðalmarkað og vonast til að 10-15 bætist við á First North á næstu árum. Páll telur að stóra verkefnið í dag snúi að því að koma litlum og meðalstórum fyrirtækjum á markað. „Ef við berum okkur saman við Svíþjóð, sem er þróaðasti markaðurinn á Norðurlöndum, þá hafa smærri fyrirtæki nýtt sér hlutabréfamarkaðinn þar í mjög ríkum mæli. Smærri fyrirtæki hér á landi hafa ekki gert það og hafa átt í erfiðleikum með að fá fjármagn annars staðar. Þarna held ég að séu gríðarlegir möguleikar til sóknar,“ segir Páll. Í kringum aldamótin þegar fjöldi skráninga í Kauphöllinni náði hámarki voru mun fleiri smærri fyrirtæki skráð en í dag. Aðspurður telur Páll að aðgangur að ódýrara lánsfjármagni á fyrstu árum aldarinnar og sameiningar smærri fyrirtækja hafi að hluta til valdið þessari þróun. „Markaðurinn varð fyrst og fremst fyrir stærri fyrirtæki. Ég held að það hafi verið miður að þessi stóru fyrirtæki skyggðu á hin fyrirtækin. Yfirbragð markaðarins breyttist gríðarlega,“ segir Páll. Kauphöllin vill sjá fleiri smærri fyrirtæki á markaði og hefur skoðað það hvernig hægt væri að auka mögulegan ávinning þeirra á markaði. „Við höfum átt góð samtöl við stjórnvöld um að breyta þessu og fengið mjög góð viðbrögð. Þannig að ég er bjartsýnn á að þessu verði kippt í liðinn,“ segir Páll. Hann telur að First North sé ágætur staður fyrir þessi fyrirtæki til að koma inn á og síðan mætti hugsa sér eins og erlendis að þau fyrirtæki sem gengi vel á markaði færðu sig svo yfir á Aðalmarkað.Aukinn áhugi á First North Fyrr á þessu ári var frumvarp samþykkt sem leyfir lífeyrissjóðum að flokka verðbréf á First North sem skráð í eignasöfnum sínum upp að vissu marki. Páll segir frumvarpið nú þegar hafa vakið viðbrögð. „Við höfum séð aukinn áhuga á samstarfi hjá ráðgjöfum sem mögulega gætu séð um skráningar á First North. Jafnframt höfum við átt samtöl við og fengið fyrirspurnir frá nokkrum fyrirtækjum sem eru að velta skráningu fyrir sér á næsta ári. Ég held að við munum sjá einhverjar skráningar á First North á næsta ári, það eru nokkur fyrirtæki sem eru mjög áhugasöm um að skoða þennan möguleika og stafar það beint af þessari lagabreytingu,“ segir Páll. Spurður um framtíðarsýn segist Páll vilja sjá First North markaðinn fara í 10-15 félög á nokkrum árum og sjá sæmilega líflega veltu og fá margbreytileg félög á markaðinn. Ég geri mér miklar vonir um að nýsköpunar- og sprotafyrirtæki nýti sér þennan vettvang,“ segir Páll.Þátttaka almennings mikilvæg Viðskiptamannahópur Kauphallarinnar hefur breyst í samsetningu undanfarin misseri. Í dag nemur bein þátttaka almennings af heildarvirði tæplega 6%, samanborið við 10-15% fyrir hrun. „Þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri. Stærri fagfjárfestar, sjóðir, meðal annars verðbréfasjóðir og lífeyrissjóðir, eru að verða fyrirferðarmeiri á markaðnum. Þátttaka almennings er því að verða meiri óbein,“ segir Páll. Aðspurður segist Páll vilja sjá beina þátttöku almennings aukast. „Ég held að markaðurinn missi út mikilvægan þátt við það að hafa ekki meiri beina þátttöku almennings. Ég tel að aukin þátttaka almennings sé mikilvæg einfaldlega til þess að almenningur skilji markaðinn betur. Þegar maður fjárfestir beint er maður líklegur til að fræðast meira um markaðinn og kynna sér hann betur. Það er að vissu leyti ákveðið aðhald fyrir markaðinn að almenningur sé inni á honum og sýni honum áhuga. Þetta er líka mikilvægt upp á tengsl almennings og atvinnulífsins að almenningur eigi beinna, ekki bara óbeinna, hagsmuna að gæta. Það hvetur sennilega líka fyrirtæki til að gefa almennum fjárfestum meiri gaum ef þeir eru fyrirferðarmiklir,“ segir Páll. Aðspurður segist hann telja að fólk sé ennþá hrætt við það að fjárfesta á hlutabréfamörkuðum, eftir hrunið. „Við höfum séð aukinn áhuga á markaðnum, en enn eru einhverjir hikandi við að koma inn á hann,“ segir Páll.Hrifin af Ungum fjárfestum Undanfarin ár hefur Kauphöllin beitt sér fyrir verkefni sem heitir Fjölbreytni á markaði. Konur skipa þriðjung einstaklinga á markaði en karlar tvo þriðju ef hluthafaskrá er skoðuð. „Við höfum beint sjónum okkar sérstaklega að konum. Við vildum sjá þetta hlutfall hækka. Við höfum í samstarfi við VÍB beitt okkur fyrir því að reyna að laða konur í auknum mæli inn á námskeið og svara kalli eftir aukinni fræðslu. Við höfum jafnframt talað fyrir aukinni þátttöku kvenna á markaði, til dæmis í stjórnum. Við höfum stutt kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja, sem við töldum nauðsynlegt en vonandi tímabundið skref,“ segir Páll. Kauphöllin hefur einnig lagt mikið upp úr því að fræða unga fjárfesta. Ungar konur og karlar fóru í auknum mæli að sækja þessi námskeið og Ungir fjárfestar urðu til upp úr þeim. „Við höfum átt í mjög góðum samskiptum við Unga fjárfesta og reynt að styðja við þau samtök, við erum afskaplega hrifin af því sem þau eru að gera,“ segir Páll. „Með þessu starfi með Ungum fjárfestum er verið að byggja hér upp fjárfesta framtíðarinnar og ég held að það sé mikilvægt að við gerum þetta svona núna. Fræðslu um fjárfestingar var lítill gaumur gefinn síðast.“ Páll ítrekar þó að þau ráðleggi aldrei neinum sérstaklega að fjárfesta í hlutabréfum. „Þetta snýst fyrst og fremst um fræðsluna. Þessi fræðsla gegnsýrir alla okkar hugsun bæði hvað varðar fjárfesta en einnig fyrirtæki. Við viljum að fólk fræðist um þennan kost og taki svo meðvitaða og upplýsta ákvörðun um hvort þetta sé fyrir það. Það er alltaf áhætta í hlutabréfum og maður á ekki að leggja aleiguna að veði eða það sem getur komið fjármálunum úr jafnvægi,“ segir Páll. En Kauphöllin hélt meðal annars kúrs um hvað bæri að varast í hlutabréfaviðskiptum.Hik er heilbrigðismerki Aðspurður segir Páll áhuga einstaklinga og fyrirtækja á Kauphöllinni hafa farið vaxandi að undanförnu, eftir mikið hik á mörgum eftir allt sem á undan gekk. „Við erum að sjá stigvaxandi áhuga. Því er ekki að leyna að almenningur hefur ekki komið í sama mæli inn á markaðinn eins og var á fyrstu árum þessarar aldar, það er langur vegur enn þá. Við viljum auðvitað sjá stigvaxandi þátttöku, en ekki á hvaða forsendum sem er. Við viljum hafa þetta markvissa og örugga uppbyggingu. Það er heilbrigðismerki að það sé hik eftir svona áföll og fólk hugsi sinn gang og sumir ákveði að fjárfesta á markaðnum og aðrir ekki. Það er heilbrigt að taka svona meðvitaða ákvörðun, að þátttaka verði ekki hjarðhegðun,“ segir Páll.Rúm fyrir 40-50 fyrirtækiKauphöllin hefur gefið það út að hún vilji sjá fjölgun fyrirtækja á Aðalmarkaði, og telur að markaðurinn rúmi allt að 40 til 50 fyrirtæki. Spurður um hvers kyns fyrirtæki hann vilji sjá bætast við nefnir Páll ferðaþjónustufyrirtækin. „Þetta er orðin ein aðalundirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar og við erum bara með eitt ferðaþjónustufyrirtæki, Icelandair Group, í Kauphöllinni. Ég held að það sé fullt efni til þess að sjá fleiri fyrirtæki úr þessum geira koma inn. Nærtækasta dæmið eru hótelkeðjur, þar er fyrirséður mikill vöxtur á næstu árum. Þar eru not fyrir fjármagnið og held ég áhugi. Þetta eru í mörgum tilfellum vel þekkt fyrirtæki sem almenningur þekkir og þetta er vaxtargrein. Við höfum traust og góð fyrirtæki á markaði en höfum í sjálfu sér ekki mörg vaxtarfyrirtæki. Það væri áhugaverð viðbót við markaðinn. Ég held það væri gagnkvæmur ávinningur af því fyrir fyrirtækin og fjárfesta,“ segir Páll.Samkeppni á markaði jákvæðPáll segist einnig telja jákvætt að hafa keppinauta á markaði. „Margt verður betra þegar fyrirtæki hafa samanburðaraðila. Fjárfestar geta borið saman fyrirtækin og það er ákveðið aðhald. Líklega styður það við fyrirtæki innan geirans. Ég held til dæmis að það að Síminn sé að koma á markað styðji við skráningu Vodafone. Ef maður hugsar skráningu út frá gegnsæi, þá er þetta æskilegt út frá þjóðhagslegum sjónarmiðum. Það að koma inn á markaðinn er yfirlýsing fyrirtækjanna um að þau séu tilbúin í þetta gagnsæi. Ég held að þessi skráðu fyrirtæki fái ekki nógu mikið klapp á bakið fyrir það að vera tilbúin að vinna í þessu umhverfi,“ segir Páll.Vill sjá fleiri fyrirtæki koma afturSíminn stefnir aftur á markað í mánuðinum. Páll segist aðspurður vilja sjá fleiri fyrirtæki sem fóru koma aftur. „Sjávarútvegsgeirinn er önnur undirstöðugrein þar sem er bara eitt fyrirtæki á markaði. Þarna held ég líka að séu gagnkvæmir hagsmunir. Það er mikil umræða um sjávarútveginn og deilt á þessi fyrirtæki. Ég held að það væri einfaldlega mjög æskilegt fyrir sjávarútvegsfyrirtæki að fá almenning inn þannig að almenningur nyti meira beint góðs af velgengni þessara greina. Ég held að það væri mjög gott fyrir fyrirtækin,“ segir Páll.
Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Fleiri fréttir Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Sjá meira