Viðskipti innlent

Már telur Ísland sönnun þess að gjaldeyrishöft geti virkað

ingvar haraldsson skrifar
Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. vísir/gva
Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur Ísland vera sönnun þess að gjaldeyrishöft geti virkað. Þetta sagði Már í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Bloomberg.

Már sagði þó að ekki ætti að leggja á gjaldeyrishöft af neinni léttúð. Hann hefði óskað þess að Ísland hefði verið í þeirri stöðu að ekki hefði þurft að leggja gjaldeyrishöft.

Már nefndi nokkrar ástæður fyrir því að gjaldeyrishöftin hefðu virkað. Bankarnir væru fáir og hefðu sýnt samstarfsvilja og Ísland væri fámenn eyja. Þá hefðu gjaldeyrishöftin verið studd af almenningi sem áttaði sig á að gengið myndi hrynja ef þeim yrði aflétt í hvelli.

Seðlabankastjóri útskýrði hver næstu skref við afnám gjaldeyrishafta yrðu. Þá sagði Már að innlendar eignir þrotabúa föllnu bankanna væru verðmætari en áður vegna efnahagslegs uppgangs á Íslandi. Þess vegna hefðu kröfuhafar sætt sig við að eignir þrotabúanna yrðu skertar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×