Birkir Már Sævarsson og Ögmundur Kristinsson í Hammarby höfðu betur gegn Hauki Heiðari Haukssyni og félögum í AIK í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Erik Israelsson skoraði eina mark leiksins rétt undir lokin og tryggði Hammarby sigurinn á heimavelli en AIK tapaði þar með gríðarlega mikilvægum stigum í toppbaráttunni.
Íslendingarnir léku allir allan tímann fyrir sitt lið. AIK er í þriðja sætinu með 54 stig en Hammarby í því 10. með 27 stig.

