Messan: Jamie Vardy eins og Gary Martin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2015 16:00 Leicester City er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og Hjörvar Hafliðason og félagar fóru yfir leik Leicester-liðsins í Messunni í gær. Þeir ræddu líka um Jamie Vardy og þar kom KR-ingurinn Gary Martin við sögu. Gestir Hjörvars í Messunni voru þeir Arnar Gunnlaugsson og Jóhannes Karl Guðjónsson sem báðir léku á sínum tíma í ensku úrvalsdeildinni. Umræðuefnið var frammistaða Leicester City og 3-2 sigur liðsins á móti Everton á Goodison Park á laugardaginn var. Jamie Vardy skoraði ekki í leiknum en fiskaði víti sem gaf mark og átti síðan stoðsendingu á Shinji Okazaki í síðasta markinu. „Hann hefur yfirsýn og er alls ekki markagráðugur heldur," sagði Arnar Gunnlaugsson um Jamie Vardy. „Þetta er frábært dæmi um leik Leicester-liðsins á þessu tímabili. Everton á innkast en leikmenn Leicester er mjög ákveðnir og grimmir í að vinna boltann aftur. Þeir vinna hann hátt á vellinum og þá er stutt í mark andstæðinganna," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson. Hjörvar Hafliðason segir Jamie Vardy gott dæmi um leikmann sem var ótrúlega öflugur í fótbolta en vantaði hausinn. Allt í einu fóru hlutirnir að detta fyrir hann. „Það eru ekki nema fjögur ár síðan að Jamie Vardy var á netinu rífandi kjaft," sagði Hjörvar og kom með dæmi sem sjá má í myndbandinu sem er í spilaranum fyrir ofan. „Þetta er í anda þess sem við sjáum í Gary Martin. Þar er strákur frá Norður-Englandi sem kemur til Íslands og fer oft bara í tölvuna þegar hann verður ósáttur," sagði Hjövar. Það er hægt að sjá allt spjall strákanna um Jamie Vardy og Leicester City í spilaranum hér fyrir ofan. Enski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Leicester City er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og Hjörvar Hafliðason og félagar fóru yfir leik Leicester-liðsins í Messunni í gær. Þeir ræddu líka um Jamie Vardy og þar kom KR-ingurinn Gary Martin við sögu. Gestir Hjörvars í Messunni voru þeir Arnar Gunnlaugsson og Jóhannes Karl Guðjónsson sem báðir léku á sínum tíma í ensku úrvalsdeildinni. Umræðuefnið var frammistaða Leicester City og 3-2 sigur liðsins á móti Everton á Goodison Park á laugardaginn var. Jamie Vardy skoraði ekki í leiknum en fiskaði víti sem gaf mark og átti síðan stoðsendingu á Shinji Okazaki í síðasta markinu. „Hann hefur yfirsýn og er alls ekki markagráðugur heldur," sagði Arnar Gunnlaugsson um Jamie Vardy. „Þetta er frábært dæmi um leik Leicester-liðsins á þessu tímabili. Everton á innkast en leikmenn Leicester er mjög ákveðnir og grimmir í að vinna boltann aftur. Þeir vinna hann hátt á vellinum og þá er stutt í mark andstæðinganna," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson. Hjörvar Hafliðason segir Jamie Vardy gott dæmi um leikmann sem var ótrúlega öflugur í fótbolta en vantaði hausinn. Allt í einu fóru hlutirnir að detta fyrir hann. „Það eru ekki nema fjögur ár síðan að Jamie Vardy var á netinu rífandi kjaft," sagði Hjörvar og kom með dæmi sem sjá má í myndbandinu sem er í spilaranum fyrir ofan. „Þetta er í anda þess sem við sjáum í Gary Martin. Þar er strákur frá Norður-Englandi sem kemur til Íslands og fer oft bara í tölvuna þegar hann verður ósáttur," sagði Hjövar. Það er hægt að sjá allt spjall strákanna um Jamie Vardy og Leicester City í spilaranum hér fyrir ofan.
Enski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira