Vulnicura ein af plötum ársins í erlendum miðlum Gunnar Leó Pálsson skrifar 22. desember 2015 09:00 Í heimi tónlistargagnrýnenda er Vulnicura ein af plötum ársins. Mynd/Getty Árið 2015 hefur sannarlega verið ár Bjarkar en hún hefur komið víða við. Umfjöllun hefur verið mikil og í fjölmiðlum á breiðum grundvelli. Í janúar á þessu ári kom út áttunda breiðskífa Bjarkar sem ber titilinn Vulnicura og hefur hún fengið mikla umfjöllum þetta árið. Eins og menn muna lak platan út í lok janúar en samhliða því var hún einnig gefin út stafrænt. Vulnicura er gefin út af One Little Indian og hefur hún fengið frábæra dóma og skorar hátt á mörgum listum yfir plötur ársins hjá hinum ýmsu miðlum. Platan er talin í mörgum af helstu fjölmiðlum heimsins, sem fjalla um menningu, á meðal áhugaverðust listaverka á sviði tónlistarinnar árið 2015. „Mér finnst þetta vera ein af bestu plötum Bjarkar frá upphafi, ákveðin fullkomnun birtist í tónlistarsköpun hennar á þessari plötu. Hún fer í hóp bestu platna ársins hjá mér. Annars á hver og ein plata sitt móment í núinu en út frá mörgu finnst mér þessi plata vera alveg stórkostleg,“ segir Ásmundur Jónsson, útgáfustjóri Smekkleysu. Í heimi tónlistargagnrýnenda er Vulnicura ein af plötum ársins.Björk GuðmundsdóttirÞetta var þó ekki eina útgáfan hennar á árinu því einnig komu út plöturnar Vulnicura Strings, níu útgáfur af 12 tommu Vulnicura Remix og Vulnicura Live sem inniheldur upptökur af tónleikum á árinu. Vulnicura Live kom þó eingöngu út á LP í mjög takmörkuðu upplagi í nóvember og var aðeins seld í Rough Trade-búðunum, þegar þær verslanir höfðu tilkynnt að Vulnicura væri plata ársins. Hún kemur þó út á almennan markað í kringum Grammy-verðlaunahátíðina í febrúar, til að fagna tilnefningu Bjarkar. Platan hennar, Vulnicura, er tilnefnd til Grammy-verðlaunanna í flokki alternative-platna en þetta er í fjórtánda sinn sem hún er tilnefnd til Grammy-verðlauna. Fyrir utan plötuútgáfurnar og tónleikaferðir var sett upp sýning tileinkuð Björk í MoMa, nýlistasafninu í New York. Á sýningunni var blandað saman tónlist, myndefni, hljóðfærum og búningum Bjarkar. Þar var meðal annars að finna ýmis hljóðfæri sem Björk hefur unnið með, athyglisverða búninga, myndefni og upptökur af tónleikum. Sýningin, sem var opnuð í vor, stóð yfir í þrjá mánuði. Björk kom fram á fjölda tónleika víða um heim á árinu en þurfti því miður að aflýsa fyrirhuguðum tónleikum sínum síðastliðið sumar og haust. Fréttablaðið tók saman niðurstöður nokkurra fjölmiðla erlendis sem settu plötuna á lista yfir plötur ársins. Í nokkrum bandarískum miðlum er Vulnicura í eftirfarandi sætum yfir plötur ársins:2. sæti - Time Out New York5. sæti - The New York Times6. sæti – NPR7. sæti - The Washington Post9. sæti - The Denver Post15. sæti – Pitchfork16. sæti - Consequence of Sound28. sæti – Spin Magazine33. sæti - American Songwriter42. sæti - Rolling StoneÍ nokkurm breskum miðlum er Vulnicura í eftirfarandi sætum yfir plötur ársins:2. sæti - Crack Magazine5. sæti – The Guardian5. sæti – The Line Of Best Fit5. sæti - Dazed6. sæti – The Sun11. sæti - Uncut12. sæti – Elle13. sæti – The Wire25. sæti – NME38. sæti – Noisey Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Sjá meira
Árið 2015 hefur sannarlega verið ár Bjarkar en hún hefur komið víða við. Umfjöllun hefur verið mikil og í fjölmiðlum á breiðum grundvelli. Í janúar á þessu ári kom út áttunda breiðskífa Bjarkar sem ber titilinn Vulnicura og hefur hún fengið mikla umfjöllum þetta árið. Eins og menn muna lak platan út í lok janúar en samhliða því var hún einnig gefin út stafrænt. Vulnicura er gefin út af One Little Indian og hefur hún fengið frábæra dóma og skorar hátt á mörgum listum yfir plötur ársins hjá hinum ýmsu miðlum. Platan er talin í mörgum af helstu fjölmiðlum heimsins, sem fjalla um menningu, á meðal áhugaverðust listaverka á sviði tónlistarinnar árið 2015. „Mér finnst þetta vera ein af bestu plötum Bjarkar frá upphafi, ákveðin fullkomnun birtist í tónlistarsköpun hennar á þessari plötu. Hún fer í hóp bestu platna ársins hjá mér. Annars á hver og ein plata sitt móment í núinu en út frá mörgu finnst mér þessi plata vera alveg stórkostleg,“ segir Ásmundur Jónsson, útgáfustjóri Smekkleysu. Í heimi tónlistargagnrýnenda er Vulnicura ein af plötum ársins.Björk GuðmundsdóttirÞetta var þó ekki eina útgáfan hennar á árinu því einnig komu út plöturnar Vulnicura Strings, níu útgáfur af 12 tommu Vulnicura Remix og Vulnicura Live sem inniheldur upptökur af tónleikum á árinu. Vulnicura Live kom þó eingöngu út á LP í mjög takmörkuðu upplagi í nóvember og var aðeins seld í Rough Trade-búðunum, þegar þær verslanir höfðu tilkynnt að Vulnicura væri plata ársins. Hún kemur þó út á almennan markað í kringum Grammy-verðlaunahátíðina í febrúar, til að fagna tilnefningu Bjarkar. Platan hennar, Vulnicura, er tilnefnd til Grammy-verðlaunanna í flokki alternative-platna en þetta er í fjórtánda sinn sem hún er tilnefnd til Grammy-verðlauna. Fyrir utan plötuútgáfurnar og tónleikaferðir var sett upp sýning tileinkuð Björk í MoMa, nýlistasafninu í New York. Á sýningunni var blandað saman tónlist, myndefni, hljóðfærum og búningum Bjarkar. Þar var meðal annars að finna ýmis hljóðfæri sem Björk hefur unnið með, athyglisverða búninga, myndefni og upptökur af tónleikum. Sýningin, sem var opnuð í vor, stóð yfir í þrjá mánuði. Björk kom fram á fjölda tónleika víða um heim á árinu en þurfti því miður að aflýsa fyrirhuguðum tónleikum sínum síðastliðið sumar og haust. Fréttablaðið tók saman niðurstöður nokkurra fjölmiðla erlendis sem settu plötuna á lista yfir plötur ársins. Í nokkrum bandarískum miðlum er Vulnicura í eftirfarandi sætum yfir plötur ársins:2. sæti - Time Out New York5. sæti - The New York Times6. sæti – NPR7. sæti - The Washington Post9. sæti - The Denver Post15. sæti – Pitchfork16. sæti - Consequence of Sound28. sæti – Spin Magazine33. sæti - American Songwriter42. sæti - Rolling StoneÍ nokkurm breskum miðlum er Vulnicura í eftirfarandi sætum yfir plötur ársins:2. sæti - Crack Magazine5. sæti – The Guardian5. sæti – The Line Of Best Fit5. sæti - Dazed6. sæti – The Sun11. sæti - Uncut12. sæti – Elle13. sæti – The Wire25. sæti – NME38. sæti – Noisey
Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Sjá meira