Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Njarðvík 73-79 | Taugar Njarðvíkinga sterkari undir lokin Ingvi Þór Sæmundsson í Schenker-höllinni skrifar 11. desember 2015 21:45 Haukar unnu mikilvægan sigur á Haukum, 73-79, í hörkuleik í 10. umferð Domino's deildar karla í kvöld.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Með sigrinum jöfnuðu Njarðvíkingar Hauka að stigum en bæði lið eru nú með 12 stig. Njarðvíkingar voru Kanalausir í leiknum í kvöld en spiluðu þrátt fyrir það vel og áttu sigurinn skilið þótt Haukar hefðu átt sín augnablik. Haukur Helgi Pálsson átti risaleik fyrir Njarðvík en landsliðsmaðurinn skoraði 30 stig, tók níu fráköst, gaf sex stoðsendingar og stal boltanum fjórum sinnum. Annars var það liðsheildin sem skilaði þessum tveimur stigum fyrir Njarðvíkinga. Njarðvík byrjaði leikinn mun betur gegn sofandi Haukamönnum. Gestirnir komust í 0-9 og 2-11 og höfðu öll völd á vellinum. En Haukar rönkuðu við sér og þökk sé góðu sóknarframlagi Hauks Óskarssonar og Finns Atla Magnússonar komust þeir inn í leikinn. Haukarnir hittu illa í fyrri hálfleik (aðeins 32%) en héldu sér á lífi með sóknarfráköstum og fínum varnarleik í 1. leikhluta og framan af öðrum. Njarðvík leiddi með fjórum stigum eftir 1. leikhluta, 16-20, en Haukar komu ákveðnir til leiks í 2. leikhluta og byrjuðu hann á 6-2 kafla og komust yfir í fyrsta sinn þegar Stephen Madison, sem hafði annars hægt um sig í fyrri hálfleik (5/3/3), setti niður stökkskot. Haukarnir fengu framlag frá fleirum í sókninni á þessum kafla en þeir náðu mest fjögurra stiga forskoti, 31-27. Í stöðunni 31-28 fékk Kári Jónsson sóknarvillu, sem var hans þriðja í leiknum, og hann þurfti því að fá sér sæti á bekknum. Það virtist fara illa í heimamenn sem misstu tökin á leiknum. Undir styrkri stjórn Hauks Helga og Loga Gunnarssonar komu Njarðvíkingar með fínt áhlaup en þeir enduðu fyrri hálfleikinn á 14-5 spretti og fóru með sex stiga forskot inn í hálfleikinn, 36-42. Líkt og í upphafi leiks voru Haukar á hælunum í byrjun seinni hálfleiks. Maciej Baginski opnaði seinni hálfleikinn með þristi og Ólafur Helgi Jónsson bætti tveimur stigum við í næstu sókn og jók muninn í 11 stig, 36-47. En líkt og í upphafi leiks náðu Haukamenn fljótlega áttum, þéttu vörnina og voru duglegir að sækja villur á leikmenn Njarðvíkur - svo duglegir að þegar fimm mínútur voru eftir af 3. leikhluta voru heimamenn komnir í bónus. Haukarnir voru tíðir gestir á vítalínunni í 3. leikhluta en Maciej hélt Njarðvíkingum á floti en hann gerði 11 af 17 stigum liðsins í leikhlutanum. Þökk sé þessu ómetanlega framlagi frá Maciej leiddu gestirnir með sex stigum fyrir lokaleikhlutann, 53-59. Njarðvík komst 10 stigum yfir, 53-63, eftir þriggja stiga körfu frá Loga í byrjun 4. leikhluta. En heimamenn voru ekki af baki dottnir og þeir hófu að minnka muninn. Kári minnkaði muninn í þrjú stig, 60-63, en Njarðvík svaraði með 11-4 kafla og komst aftur 10 stigum yfir, 64-74. Þá tók Emil Barja til sinna ráða en hann skoraði sjö stig á skömmum tíma og minnkaði muninn í tvö stig, 73-75, þegar rúm mínúta var til leiksloka. En taugar gestanna voru sterkari á lokakaflanum. Vörn Njarðvíkinga hélt og Haukur kláraði leikinn með því að skora fjögur síðustu stig hans af vítalínunni. Lokatölur 73-79, Njarðvík í vil. Haukur átti sem áður sagði frábæran leik í liði Njarðvíkur og þá hefur framlag Maciej verið nefnt en hann gerði alls 19 stig og tók sjö fráköst. Logi hitti illa en var duglegur að opna fyrir félaga sína í sókninni og lauk leik með 12 stig, sex fráköst, sex stoðsendingar og þrjá stolna bolta. Finnur Atli var stigahæstur í liði Hauka með 16 stig en Haukur og Madison komu næstir með 14 stig hvor. Þeir hittu þó báðir skelfilega. Emil vaknaði til lífsins í 4. leikhluta og lauk leik með 13 stig, átta fráköst og fjórar stoðsendingar. Þá skilaði Kári 10 stigum.Kári: Þeir mættu tilbúnari til leiks Kári Jónsson, leikmaður Hauka, var ósáttur með hvernig Hafnfirðingar byrjuðu leikinn gegn Njarðvík í kvöld. "Við mættum ekki tilbúnir til leiks. Við sóttum ekkert á körfuna og vorum ragir og hræddir," sagði Kári en Njarðvík komst í 0-9 í upphafi leiks. "En ég verð að hrósa þeim, þeir spiluðu hörkuvörn og lokuðu svæðum sem við vildum spila í. Við spiluðum ekki nógu góða sókn í kvöld," bætti Kári við en hvað veldur því að Haukar byrjuðu leikinn jafn illa og raun bar vitni? "Kannski héldum við að við værum orðnir svakalega góðir og myndum valta yfir þá því þeir eru Kanalausir. En þeir efldust enn meira við það að vera ekki með Kana. Þeir mættu bara tilbúnari til leiks en við." Haukar náðu góðu áhlaupi undir lok leiks og náðu að minnka muninn í tvö stig, 73-75, þegar rúm mínúta var eftir. En þá sprungu heimamenn á limminu að sögn Kára. "Ég veit það ekki alveg, við urðum kannski smá bensínlausir eftir að hafa þurft að elta. En það á ekki að vera nein afsökun. Þeir spiluðu bara betur en við í kvöld," sagði Kári að endingu.Friðrik Ingi: Besti varnarleikur sem við höfum sýnt í langan tíma Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, kvaðst stoltur af sínum mönnum eftir sex stiga sigur, 73-79, á Haukum í kvöld. "Ég er mjög ánægður. Varnarleikurinn var mjög góður og við hefðum kannski getað byggt upp meira forskot. Við vorum svolítið að missa boltann á erfiðum stöðum," sagði Friðrik. "En það sem gerði það að verkum að við unnum leikinn í dag var einfaldlega samvinna og liðsvörnin. Þetta var besti varnarleikur sem við höfum sýnt í langan tíma." Njarðvík fékk framlag frá mörgum leikmönnum í leiknum sem Friðrik var að sjálfsögðu ánægður með. "Það er ljómandi gott þegar það kemur framlag frá öllum. Ég var líka ánægður með ungu strákana, það komu þrír 17 ára strákar inn á og þeir lögðu í púkkið eins og aðrir," sagði Friðrik. Haukar minnkuðu muninn í tvö stig, 73-75, þegar rúm mínúta var eftir af leiknum en taugar Njarðvíkinga héldu á lokamínútunni. "Það er líka góðs viti. Það er styrkleiki falinn í því að missa þá ekki fram úr okkur. Það er alltaf erfitt að fá heimaliðið á fullu gasi á sig, þannig að ég var ánægður með hvernig við svöruðum fyrir okkur." Njarðvíkingar léku án bandarísks leikmanns í kvöld eftir að hafa sent Marquise Simmons heim. Friðrik segir ekki ljóst hvernig leikmann Njarðvík mun taka inn í hans stað. "Nei, það liggur ekki alveg fyrir. Við erum að skoða ýmsa möguleika en þetta mun skýrast á næstu dögum og vikum," sagði Friðrik að lokum.Bein lýsing: Haukar - NjarðvíkTweets by @VisirKarfa2 Haukur Helgi Pálsson var frábær í kvöld.Vísir/Vilhelm Dominos-deild karla Mest lesið Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Ísak á leið í atvinnumennsku Handbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Fleiri fréttir Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Sjá meira
Haukar unnu mikilvægan sigur á Haukum, 73-79, í hörkuleik í 10. umferð Domino's deildar karla í kvöld.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Með sigrinum jöfnuðu Njarðvíkingar Hauka að stigum en bæði lið eru nú með 12 stig. Njarðvíkingar voru Kanalausir í leiknum í kvöld en spiluðu þrátt fyrir það vel og áttu sigurinn skilið þótt Haukar hefðu átt sín augnablik. Haukur Helgi Pálsson átti risaleik fyrir Njarðvík en landsliðsmaðurinn skoraði 30 stig, tók níu fráköst, gaf sex stoðsendingar og stal boltanum fjórum sinnum. Annars var það liðsheildin sem skilaði þessum tveimur stigum fyrir Njarðvíkinga. Njarðvík byrjaði leikinn mun betur gegn sofandi Haukamönnum. Gestirnir komust í 0-9 og 2-11 og höfðu öll völd á vellinum. En Haukar rönkuðu við sér og þökk sé góðu sóknarframlagi Hauks Óskarssonar og Finns Atla Magnússonar komust þeir inn í leikinn. Haukarnir hittu illa í fyrri hálfleik (aðeins 32%) en héldu sér á lífi með sóknarfráköstum og fínum varnarleik í 1. leikhluta og framan af öðrum. Njarðvík leiddi með fjórum stigum eftir 1. leikhluta, 16-20, en Haukar komu ákveðnir til leiks í 2. leikhluta og byrjuðu hann á 6-2 kafla og komust yfir í fyrsta sinn þegar Stephen Madison, sem hafði annars hægt um sig í fyrri hálfleik (5/3/3), setti niður stökkskot. Haukarnir fengu framlag frá fleirum í sókninni á þessum kafla en þeir náðu mest fjögurra stiga forskoti, 31-27. Í stöðunni 31-28 fékk Kári Jónsson sóknarvillu, sem var hans þriðja í leiknum, og hann þurfti því að fá sér sæti á bekknum. Það virtist fara illa í heimamenn sem misstu tökin á leiknum. Undir styrkri stjórn Hauks Helga og Loga Gunnarssonar komu Njarðvíkingar með fínt áhlaup en þeir enduðu fyrri hálfleikinn á 14-5 spretti og fóru með sex stiga forskot inn í hálfleikinn, 36-42. Líkt og í upphafi leiks voru Haukar á hælunum í byrjun seinni hálfleiks. Maciej Baginski opnaði seinni hálfleikinn með þristi og Ólafur Helgi Jónsson bætti tveimur stigum við í næstu sókn og jók muninn í 11 stig, 36-47. En líkt og í upphafi leiks náðu Haukamenn fljótlega áttum, þéttu vörnina og voru duglegir að sækja villur á leikmenn Njarðvíkur - svo duglegir að þegar fimm mínútur voru eftir af 3. leikhluta voru heimamenn komnir í bónus. Haukarnir voru tíðir gestir á vítalínunni í 3. leikhluta en Maciej hélt Njarðvíkingum á floti en hann gerði 11 af 17 stigum liðsins í leikhlutanum. Þökk sé þessu ómetanlega framlagi frá Maciej leiddu gestirnir með sex stigum fyrir lokaleikhlutann, 53-59. Njarðvík komst 10 stigum yfir, 53-63, eftir þriggja stiga körfu frá Loga í byrjun 4. leikhluta. En heimamenn voru ekki af baki dottnir og þeir hófu að minnka muninn. Kári minnkaði muninn í þrjú stig, 60-63, en Njarðvík svaraði með 11-4 kafla og komst aftur 10 stigum yfir, 64-74. Þá tók Emil Barja til sinna ráða en hann skoraði sjö stig á skömmum tíma og minnkaði muninn í tvö stig, 73-75, þegar rúm mínúta var til leiksloka. En taugar gestanna voru sterkari á lokakaflanum. Vörn Njarðvíkinga hélt og Haukur kláraði leikinn með því að skora fjögur síðustu stig hans af vítalínunni. Lokatölur 73-79, Njarðvík í vil. Haukur átti sem áður sagði frábæran leik í liði Njarðvíkur og þá hefur framlag Maciej verið nefnt en hann gerði alls 19 stig og tók sjö fráköst. Logi hitti illa en var duglegur að opna fyrir félaga sína í sókninni og lauk leik með 12 stig, sex fráköst, sex stoðsendingar og þrjá stolna bolta. Finnur Atli var stigahæstur í liði Hauka með 16 stig en Haukur og Madison komu næstir með 14 stig hvor. Þeir hittu þó báðir skelfilega. Emil vaknaði til lífsins í 4. leikhluta og lauk leik með 13 stig, átta fráköst og fjórar stoðsendingar. Þá skilaði Kári 10 stigum.Kári: Þeir mættu tilbúnari til leiks Kári Jónsson, leikmaður Hauka, var ósáttur með hvernig Hafnfirðingar byrjuðu leikinn gegn Njarðvík í kvöld. "Við mættum ekki tilbúnir til leiks. Við sóttum ekkert á körfuna og vorum ragir og hræddir," sagði Kári en Njarðvík komst í 0-9 í upphafi leiks. "En ég verð að hrósa þeim, þeir spiluðu hörkuvörn og lokuðu svæðum sem við vildum spila í. Við spiluðum ekki nógu góða sókn í kvöld," bætti Kári við en hvað veldur því að Haukar byrjuðu leikinn jafn illa og raun bar vitni? "Kannski héldum við að við værum orðnir svakalega góðir og myndum valta yfir þá því þeir eru Kanalausir. En þeir efldust enn meira við það að vera ekki með Kana. Þeir mættu bara tilbúnari til leiks en við." Haukar náðu góðu áhlaupi undir lok leiks og náðu að minnka muninn í tvö stig, 73-75, þegar rúm mínúta var eftir. En þá sprungu heimamenn á limminu að sögn Kára. "Ég veit það ekki alveg, við urðum kannski smá bensínlausir eftir að hafa þurft að elta. En það á ekki að vera nein afsökun. Þeir spiluðu bara betur en við í kvöld," sagði Kári að endingu.Friðrik Ingi: Besti varnarleikur sem við höfum sýnt í langan tíma Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, kvaðst stoltur af sínum mönnum eftir sex stiga sigur, 73-79, á Haukum í kvöld. "Ég er mjög ánægður. Varnarleikurinn var mjög góður og við hefðum kannski getað byggt upp meira forskot. Við vorum svolítið að missa boltann á erfiðum stöðum," sagði Friðrik. "En það sem gerði það að verkum að við unnum leikinn í dag var einfaldlega samvinna og liðsvörnin. Þetta var besti varnarleikur sem við höfum sýnt í langan tíma." Njarðvík fékk framlag frá mörgum leikmönnum í leiknum sem Friðrik var að sjálfsögðu ánægður með. "Það er ljómandi gott þegar það kemur framlag frá öllum. Ég var líka ánægður með ungu strákana, það komu þrír 17 ára strákar inn á og þeir lögðu í púkkið eins og aðrir," sagði Friðrik. Haukar minnkuðu muninn í tvö stig, 73-75, þegar rúm mínúta var eftir af leiknum en taugar Njarðvíkinga héldu á lokamínútunni. "Það er líka góðs viti. Það er styrkleiki falinn í því að missa þá ekki fram úr okkur. Það er alltaf erfitt að fá heimaliðið á fullu gasi á sig, þannig að ég var ánægður með hvernig við svöruðum fyrir okkur." Njarðvíkingar léku án bandarísks leikmanns í kvöld eftir að hafa sent Marquise Simmons heim. Friðrik segir ekki ljóst hvernig leikmann Njarðvík mun taka inn í hans stað. "Nei, það liggur ekki alveg fyrir. Við erum að skoða ýmsa möguleika en þetta mun skýrast á næstu dögum og vikum," sagði Friðrik að lokum.Bein lýsing: Haukar - NjarðvíkTweets by @VisirKarfa2 Haukur Helgi Pálsson var frábær í kvöld.Vísir/Vilhelm
Dominos-deild karla Mest lesið Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Ísak á leið í atvinnumennsku Handbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Fleiri fréttir Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Sjá meira