Elvar var með 20 stig og 17 stoðsendingar en Maroussi varð engu að síður að sætta sig við naumt tveggja stiga tap 94-92.
Elvar tók metið af þremur köppum sem áttu metið saman. Anthony Hickey, Vassilis Mouratos og Jordan Walker náðu allir að gefa sextán stoðsendingar í einum og sama leiknum.
Elvar bætti auðvitað félagsmetið hjá Maroussi en það var áður tólf stoðsendingar og þetta var því fimm stoðsendinga bæting. Elvar hafði sjálfur gefið mest 11 stoðsendingar í einum leik liðsins í vetur.
Elvar er með 10,7 stig og 5,7 stoðsendingar að meðaltali á 26 mínútum í leik.
Það er bara einn leikmaður í deildinni sem hefur gefið fleiri stoðsendingar en Njarðvíkingurinn.
Hér fyrir neðan má sjá eitthvað að þessum sautján stoðsendingum hjá Elvari í leiknum í gær.
Elvar Fridriksson @ElvarFridriks sets a new record in the Greek Basketball League @StoiximanGBL dishing 1⃣7⃣assists in the game between Maroussi @maroussibc and Lavrio @LAVRIO_BC
— Tangram Sports (@TangramSports) February 10, 2025
09 February 2025
20 POINTS + 17 ASSISTS for 34 EVALUATION pic.twitter.com/FizvxYxcws