Ban Ki-moon segir viðræðurnar á COP21 þær erfiðustu sem hann hefur komið að Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. desember 2015 16:30 Ban Ki-moon segist hafa tekið þátt í mörgum flóknum samningaviðræðum en viðræður á Loftlagsráðstefnunni í París séu þær erfiðustu. Vísir/Getty Ban Ki-moon aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir að samningaviðræðurnar á Loftlagsráðstefnunni í París séu þær flóknustu og erfiðustu sem hann hafi nokkurn tíma tekið þátt í. Hann segir að enn sé ágreiningur á milli þeirra tæplega 200 ríkja sem taka þátt í ráðstefnunni en segir að það sé mikilvægt að þau leggi til hliðar hagsmuni sína svo hægt sér að komast að sameiginlegri niðurstöðu.Sjá einnig: Stöð 2 á COP21: „Við höfum bara 15 ár“„Þetta er ekki augnablikið til þess að tala um hagsmuni einstakra ríkja. Góð hnattræn lausn mun styðja góðar lausnir heima fyrir,“ sagði Ban Ki-moon. „Ég kalla á ríki heimsins til þess að komast að lokaniðurstöðu fyrir mannkynið allt.“ „Ég hef tekið þátt í mörgum erfiðum samningaviðræðum en það er alveg sama hvaða mælikvarða er beitt, þessar samningaviðræður eru þær erfiðustu, en jafnframt þær mikilvægustu fyrir mannkynið,“ bætti hann við.Sjá einnig: Stöð 2 á COP21: Ísland leiðarvísir í orkubúskap og landgræðsluBan hélt ræðuna á lokaspretti ráðstefnunnar sem staðið hefur yfir í tvær vikur en mun ljúka um helgina. Fulltrúar þeirra ríkja sem taka þátt hafa reynt að semja um lagalega bindandi alþjóðasamning sem fær ríki heimsins til þess að draga úr kolefnisútblæstri.Unnið fram á nótt Um 150 leiðtogar, þar á meðal Barack Obama og Xi Jinping sem fara fyrir tveimur helstu útblástursríkjum jarðarinnar, Bandaríkjunum og Kína, mættu á ráðstefnuna en létu eftir sviðið fyrir samningamenn og sérfræðinga sem sjá um viðræðurnar. „Við erum alveg að koma að enda vegsins,“ sagði Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands og forseti ráðstefnunnar, sem var vakandi í alla nótt til þess að liðka fyrir samningaviðræðunum.Sjá einnig: Bandaríkin til liðs við ESB-ríkin og fleiriLord Stern, hagfræðingur og sérfræðingur í loftlagsmálum segir að andrúmsloftið sé mun betri á þessari loftlagsráðstefnu en þeim sem áður hafa farið fram. „Ég held að hér geri allir sér grein fyrir því að mannkynið standi frammi fyrir mikilli hættu.“ Loftslagsmál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Ban Ki-moon aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir að samningaviðræðurnar á Loftlagsráðstefnunni í París séu þær flóknustu og erfiðustu sem hann hafi nokkurn tíma tekið þátt í. Hann segir að enn sé ágreiningur á milli þeirra tæplega 200 ríkja sem taka þátt í ráðstefnunni en segir að það sé mikilvægt að þau leggi til hliðar hagsmuni sína svo hægt sér að komast að sameiginlegri niðurstöðu.Sjá einnig: Stöð 2 á COP21: „Við höfum bara 15 ár“„Þetta er ekki augnablikið til þess að tala um hagsmuni einstakra ríkja. Góð hnattræn lausn mun styðja góðar lausnir heima fyrir,“ sagði Ban Ki-moon. „Ég kalla á ríki heimsins til þess að komast að lokaniðurstöðu fyrir mannkynið allt.“ „Ég hef tekið þátt í mörgum erfiðum samningaviðræðum en það er alveg sama hvaða mælikvarða er beitt, þessar samningaviðræður eru þær erfiðustu, en jafnframt þær mikilvægustu fyrir mannkynið,“ bætti hann við.Sjá einnig: Stöð 2 á COP21: Ísland leiðarvísir í orkubúskap og landgræðsluBan hélt ræðuna á lokaspretti ráðstefnunnar sem staðið hefur yfir í tvær vikur en mun ljúka um helgina. Fulltrúar þeirra ríkja sem taka þátt hafa reynt að semja um lagalega bindandi alþjóðasamning sem fær ríki heimsins til þess að draga úr kolefnisútblæstri.Unnið fram á nótt Um 150 leiðtogar, þar á meðal Barack Obama og Xi Jinping sem fara fyrir tveimur helstu útblástursríkjum jarðarinnar, Bandaríkjunum og Kína, mættu á ráðstefnuna en létu eftir sviðið fyrir samningamenn og sérfræðinga sem sjá um viðræðurnar. „Við erum alveg að koma að enda vegsins,“ sagði Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands og forseti ráðstefnunnar, sem var vakandi í alla nótt til þess að liðka fyrir samningaviðræðunum.Sjá einnig: Bandaríkin til liðs við ESB-ríkin og fleiriLord Stern, hagfræðingur og sérfræðingur í loftlagsmálum segir að andrúmsloftið sé mun betri á þessari loftlagsráðstefnu en þeim sem áður hafa farið fram. „Ég held að hér geri allir sér grein fyrir því að mannkynið standi frammi fyrir mikilli hættu.“
Loftslagsmál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira