Innlent

Fjöltengi geti skapað eldhættu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/sks/vilhelm
Varasamt getur verið að tengja of mörg tæki í fjöltengi og fjölmörg dæmi eru um að kviknað hafi í út frá þeim. Þá eru dæmi um að fólk misnoti tengin og tengi saman tvö eða fleiri fjöltengi en út frá því getur skapast mikil hætta. Jóhann Ólafsson, fagstjóri rafmagnsöryggissviðs hjá Mannvirkjastofnun, segir að tilefni sé til að vekja fólk til umhugsunar um þessi mál því auðveldlega sé hægt að komast hjá brunatjónum sem þessum.

„Þetta á oftast við um eldri húsnæði. Þar eru oft of fáir tenglar eða innstungur og þá er fólk oft að setja fullt af fjöltengjum og öðru sem getur valdið hættu. Við leggjum áherslu á að fólk fái sér löggiltan rafverktaka til að fjölga innstungum svo hægt sé að fækka fjöltengjunum,“ segir Jóhann. Fjöltengi geti hitnað en á vef Brunavarna Árnessýslu segir að góð regla sé að setja ekki meira en en 2000 wött á hvern 10Ampera tengil.

Þá segir Jóhann að mikilvægt sé að gæta hófs í þessum málum, og gæta þessa að setja ekki of mörg orkufrek tæki í fjöltengið hverju sinni. Hann ítrekar jafnframt mikilvægi þess að fá faglega úttekt á raflögnum, þær þurfi ekki að vera hættulegar en að ekki eigi að bjóða hættunni heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×