Telur erlenda ferðmenn hafa tæmt hraðbanka um síðustu páska Jakob Bjarnar skrifar 15. apríl 2015 21:03 Þorsteinn vill skera upp herör gegn ólöglegri gistingu sem hann segir umfangsmikla og mikið mein. visir/stefán Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins flutti ræðu á Alþingi í kvöld þar sem hann upplýsti að ástandið í ferðaþjónustu væri skelfilegt, einkum í því sem varðar ólögleg gistirými. Hann hafði fyrir því margvíslegar heimildir, allt frá forsvarsmönnum ferðaþjónustunnar til leigubílstjóra. Til umræðu var frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra til laga um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahaldi. Þorsteinn kvaddi sér hljóðs og kom víða við í ræðu sinni.Herör gegn ólöglegri gistinguÚtgangspunktur Þorsteins var sá að hann telur sig hafa vissu fyrir því að óskráðar gistingar yfir allt árið á höfuðborgarsvæðinu væru verulegar, jafn margar og í hótelherbergjum. Þetta var honum tjáð af rekstraraðila í þeirri grein. Þorsteinn vill að lögreglunni verði fengið fjármagn til að rannsaka málið. „Ég vil hvetja til þess að það verði gerð gangskör í því að lögreglunni verði veitt fjármagn til þess að fara í alvöru eftirlit með þessum óskráðu gistingum. Ef maður fer í AirBnB og flettir þar tekur maður eftir því að mjög skráður hluti sem þar er er á heilsárs basís og hann er óskráður. Ég hef talað við fyrrum félaga mína í lögreglunni spurt þá að því hvort gerlegt sé að halda uppi eftirliti með þessum gististöðum samhliða hefðbundnu eftirliti, eftirlitsakstri og menn hafa fullyrt við mig að það sé alveg hægt. Heimilisföng þessara gistinga liggja fyrir á AirBnB og mér er tjáð það af hálfu forystumanna samtaka ferðaþjónustunnar að SAF hafi sent heimilisfangalista til ráðuneytisins. Mönnum ætti þá að vera hægur vandinn að taka hvert póstnúmer fyrir og ganga úr skugga um það að gistimöguleikar í þessum póstnúmerum séu rétt skráðir og sekta menn sem ekki uppfylla þetta,“ sagði Þorsteinn.Greiðslur sem aldrei sjást hér á landiOg þingmaðurinn hélt áfram: „Ég hef líka ákveðna vissu fyrir því að þessir gististaðir sem ekki eru skráðir taki við kreditkortagreiðslum en séu ekki við neina saminga við innlend kreditkortafyrirtæki. Þeir eru með samninga við kreditkortafyrirtæki erlendis, nota svokallað PayPal-kerfi, það verður til þess að þessar greiðslur sjást aldrei á Íslandi. Og þess vegna hvet ég líka til þess að farið verði út í samvinnu við kreditkortafyrirtækin svo hægt verði að stemma þessa á að ósi. Það er svo ótrúlega vont ástand í þessari grein.“Hraðbankar tæmdirOg Þorsteinn bætti því við og upplýsti að allir hraðbankar tæmdust í Reykjavík yfir páska. Þorsteinn taldi sig vita hvers vegna það hefði komið til: „Ég hvet menn líka til að taka nótis af því að um síðustu páska tæmdust allir hraðbankar í Reykjavík. Og það skyldi þá ekki vera vegna þess, ein ástæðan, að þegar ferðamenn vilja gera upp þá sé þeim sagt að posinn sé bilaður? Og að þetta með öðru hafi valdið því að hraðbankar tæmdust um síðustu páska?“Lögreglumenn fari hús úr húsiÞorsteinn sagðist vilja gera sitt til að frumvarp ráðherra ætti greiða leið í gegnum þingið en ítrekað hvatningu sína til Ragnheiðar Elínar, og vildi að hún tæki höndum saman við innanríkisráðherra, og tryggði ráðherra fjármagn. „Til þess að fara hús úr húsi eftirlit með þessari starfsemi. Það skiptir okkur öll það miklu máli. Ástandið eins og það er núna er óþolandi. Mér finnst eins og við séum að byrja á öfugum enda. Við verðum að ráðast gegn þeim sem eru með heilsársgistingar og fá þá uppá yfirborðið.“ Alþingi Tengdar fréttir Fyrstu Airbnb-íbúðunum lokað Fjórum gistheimilum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lokað í tengslum við rannsókn lögreglunnar og Ríkisskattstjóra á rekstri gistiheimila án tilskilinna réttinda. 17. september 2014 15:41 Ríkisskattstjóri kannaði um 1.500 fyrirtæki og einstaklinga sem selja þjónustu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði leigu á fjórum íbúðum, í ágúst og september, sem voru leigðar ferðamönnum í gegnum samfélagsmiðla. Eigendurnir gátu ekki framvísað tilskildum leyfum fyrir starfseminni. 18. september 2014 07:00 Airbnb opnar fyrir heimagistingar á Kúbu Rúmlega þúsund eignir á Kúbu eru þegar á lista Airbnb, en enn sem komið er er einungis mögulegt að bóka slíkar eignir í Bandaríkjunum. 2. apríl 2015 13:59 Föstudagstilvitnunin: Fran Lebowitz um Airbnb Fran Lebowitz er einn af uppáhalds höfundum og viðföngum ritstjórnar Glamour. 27. mars 2015 00:01 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins flutti ræðu á Alþingi í kvöld þar sem hann upplýsti að ástandið í ferðaþjónustu væri skelfilegt, einkum í því sem varðar ólögleg gistirými. Hann hafði fyrir því margvíslegar heimildir, allt frá forsvarsmönnum ferðaþjónustunnar til leigubílstjóra. Til umræðu var frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra til laga um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahaldi. Þorsteinn kvaddi sér hljóðs og kom víða við í ræðu sinni.Herör gegn ólöglegri gistinguÚtgangspunktur Þorsteins var sá að hann telur sig hafa vissu fyrir því að óskráðar gistingar yfir allt árið á höfuðborgarsvæðinu væru verulegar, jafn margar og í hótelherbergjum. Þetta var honum tjáð af rekstraraðila í þeirri grein. Þorsteinn vill að lögreglunni verði fengið fjármagn til að rannsaka málið. „Ég vil hvetja til þess að það verði gerð gangskör í því að lögreglunni verði veitt fjármagn til þess að fara í alvöru eftirlit með þessum óskráðu gistingum. Ef maður fer í AirBnB og flettir þar tekur maður eftir því að mjög skráður hluti sem þar er er á heilsárs basís og hann er óskráður. Ég hef talað við fyrrum félaga mína í lögreglunni spurt þá að því hvort gerlegt sé að halda uppi eftirliti með þessum gististöðum samhliða hefðbundnu eftirliti, eftirlitsakstri og menn hafa fullyrt við mig að það sé alveg hægt. Heimilisföng þessara gistinga liggja fyrir á AirBnB og mér er tjáð það af hálfu forystumanna samtaka ferðaþjónustunnar að SAF hafi sent heimilisfangalista til ráðuneytisins. Mönnum ætti þá að vera hægur vandinn að taka hvert póstnúmer fyrir og ganga úr skugga um það að gistimöguleikar í þessum póstnúmerum séu rétt skráðir og sekta menn sem ekki uppfylla þetta,“ sagði Þorsteinn.Greiðslur sem aldrei sjást hér á landiOg þingmaðurinn hélt áfram: „Ég hef líka ákveðna vissu fyrir því að þessir gististaðir sem ekki eru skráðir taki við kreditkortagreiðslum en séu ekki við neina saminga við innlend kreditkortafyrirtæki. Þeir eru með samninga við kreditkortafyrirtæki erlendis, nota svokallað PayPal-kerfi, það verður til þess að þessar greiðslur sjást aldrei á Íslandi. Og þess vegna hvet ég líka til þess að farið verði út í samvinnu við kreditkortafyrirtækin svo hægt verði að stemma þessa á að ósi. Það er svo ótrúlega vont ástand í þessari grein.“Hraðbankar tæmdirOg Þorsteinn bætti því við og upplýsti að allir hraðbankar tæmdust í Reykjavík yfir páska. Þorsteinn taldi sig vita hvers vegna það hefði komið til: „Ég hvet menn líka til að taka nótis af því að um síðustu páska tæmdust allir hraðbankar í Reykjavík. Og það skyldi þá ekki vera vegna þess, ein ástæðan, að þegar ferðamenn vilja gera upp þá sé þeim sagt að posinn sé bilaður? Og að þetta með öðru hafi valdið því að hraðbankar tæmdust um síðustu páska?“Lögreglumenn fari hús úr húsiÞorsteinn sagðist vilja gera sitt til að frumvarp ráðherra ætti greiða leið í gegnum þingið en ítrekað hvatningu sína til Ragnheiðar Elínar, og vildi að hún tæki höndum saman við innanríkisráðherra, og tryggði ráðherra fjármagn. „Til þess að fara hús úr húsi eftirlit með þessari starfsemi. Það skiptir okkur öll það miklu máli. Ástandið eins og það er núna er óþolandi. Mér finnst eins og við séum að byrja á öfugum enda. Við verðum að ráðast gegn þeim sem eru með heilsársgistingar og fá þá uppá yfirborðið.“
Alþingi Tengdar fréttir Fyrstu Airbnb-íbúðunum lokað Fjórum gistheimilum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lokað í tengslum við rannsókn lögreglunnar og Ríkisskattstjóra á rekstri gistiheimila án tilskilinna réttinda. 17. september 2014 15:41 Ríkisskattstjóri kannaði um 1.500 fyrirtæki og einstaklinga sem selja þjónustu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði leigu á fjórum íbúðum, í ágúst og september, sem voru leigðar ferðamönnum í gegnum samfélagsmiðla. Eigendurnir gátu ekki framvísað tilskildum leyfum fyrir starfseminni. 18. september 2014 07:00 Airbnb opnar fyrir heimagistingar á Kúbu Rúmlega þúsund eignir á Kúbu eru þegar á lista Airbnb, en enn sem komið er er einungis mögulegt að bóka slíkar eignir í Bandaríkjunum. 2. apríl 2015 13:59 Föstudagstilvitnunin: Fran Lebowitz um Airbnb Fran Lebowitz er einn af uppáhalds höfundum og viðföngum ritstjórnar Glamour. 27. mars 2015 00:01 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Sjá meira
Fyrstu Airbnb-íbúðunum lokað Fjórum gistheimilum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lokað í tengslum við rannsókn lögreglunnar og Ríkisskattstjóra á rekstri gistiheimila án tilskilinna réttinda. 17. september 2014 15:41
Ríkisskattstjóri kannaði um 1.500 fyrirtæki og einstaklinga sem selja þjónustu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði leigu á fjórum íbúðum, í ágúst og september, sem voru leigðar ferðamönnum í gegnum samfélagsmiðla. Eigendurnir gátu ekki framvísað tilskildum leyfum fyrir starfseminni. 18. september 2014 07:00
Airbnb opnar fyrir heimagistingar á Kúbu Rúmlega þúsund eignir á Kúbu eru þegar á lista Airbnb, en enn sem komið er er einungis mögulegt að bóka slíkar eignir í Bandaríkjunum. 2. apríl 2015 13:59
Föstudagstilvitnunin: Fran Lebowitz um Airbnb Fran Lebowitz er einn af uppáhalds höfundum og viðföngum ritstjórnar Glamour. 27. mars 2015 00:01