Lífið

Safna fyrir Frú Ragnheiði og Konukot

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Reykjavíkurdætrum finnst mikilvægt að leggja málefni sem þessu lið.
Reykjavíkurdætrum finnst mikilvægt að leggja málefni sem þessu lið.
Skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiður, heilsugæsla á hjólum fyrir jaðarhópa, og Konukot, sem er næturathvarf fyrir heimilislausar konur, njóta góðs af styrktartónleikunum sem haldnir verða í kvöld. Fram koma Vicious And Delicious, Blaz Roca, Alvia Islandia, Emmsjé Gauti, Úlfur Úlfur og Reykjavíkurdætur.

Emmsjé Gauti
„Rauði krossinn kom til okkar með þetta verkefni og okkur Reykjavíkurdætrum fannst þetta skemmtilegt og markvert málefni sem er þarft í samfélaginu í dag. Það vita flestir sem eiga aðstandendur sem eru í neyslu,“ segir Sólveig Pálsdóttir, ein Reykjavíkurdætra. „Það er í okkar manifesto að styrkja góð málefni, sérstaklega ef um konur eða börn er að ræða. Og þegar ríkisstjórnin er ekki að sinna fólkinu, þarf fólkið að sinna fólkinu sínu.“ 

„Mér finnst algjört must að ýta undir svona starfsemi. Þegar fólk þarf á hjálp að halda þá er bara svo sjálfsagt að taka þátt,“ segir rapparinn Emmsjé Gauti, sem einnig kemur fram á tónleikunum og gefa allir listamenn vinnuna sína. Verkefnin eru bæði rekin af Rauða krossinum með aðstoð velferðarráðuneytis og Reykjavíkurborgar sem fjármagna um helming rekstrarkostnaðar. 

Húsið opnar klukkan 19.00 og kostar 1.500 krónur inn.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×