Óttast að hluthafar HB Granda flýðu ef arðgreiðslunum yrði breytt Birgir Olgeirsson skrifar 15. apríl 2015 23:57 Kristján Loftsson. Vísir/Anton Ekki kemur til greina að draga til baka ákvörðun um tæplega þriggja milljarða arðgreiðslu og þriðjungshækkun á þóknun stjórnarmanna til baka hjá útgerðarfyrirtækinu HB Granda. Þetta sagði Kristján Loftsson, stjórnarformaður fyrirtækisins, í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í kvöld.Vísir.is greindi frá því fyrr í dag að mikill hiti sé í fiskverkafólki hjá HB GRanda vegna þessarar ákvörðunar en Kristján sagði við RÚV í kvöld að arðgreiðslurnar væru samkvæmt sömu stefnu í áratug.Sjá einnig:Sýður á starfsfólki HB Granda „Hvað varðar stjórnarlaunin á voru þetta 150 þúsund í fyrra, þetta hefur verið tiltölulega lágt hjá HB Granda, og hækkuðu þarna upp í 200 þúsund. Það var gerð tillaga sem allir samþykktu á aðalfundi. Ég held að það sé ekkert óhóf í þessu að mínu mati og ef þú færir yfir listann í þessu í Kauphöllinni þá held ég að Grandi sé í einu af neðstu sætunum,“ sagði Kristján. Hann sagði útilokað að fyrirtækið breyti stefnu sinni varðandi arðgreiðslur í ljós samfélagsaðstæðna. „Nei, ég held að hluthafarnir myndu flýja margir hverjir,“ sagði Kristján og sagði lífeyrissjóðina eflaust ekki óánægða með þessar arðgreiðslur. Þegar hann var spurður hvort þessi ákvörðun boði ekki gott fyrir starfsfólk HB Granda og kjaraviðræður sagðist hann ekki vita það og geta engu lofað. „Það var einn sem var mikill forkólfur fyrir sjómenn hér í gamla daga, hann var spurður að því hvort hann væri ekki ánægður með þessa samninga: „Ég var aldrei ánægður með það sem ég fæ,“ hafði Kristján eftir forkólfinum í fréttum RÚV. Tengdar fréttir Laun stjórnarmanna hækkuð um 33 prósent: „Það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk“ Laun stjórnarmanna HB Granda voru hækkuð um 33,3 prósent á síðasta aðalfundi og fara úr 150 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund. 14. apríl 2015 16:18 Greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða í arð Aðalfundur HB Granda samþykkti í gær að greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða króna í arð. 11. apríl 2015 12:59 Sýður á starfsfólki HB Granda: „Erum alltaf að setja ný met en fáum aldrei neitt“ Fiskverkafólk hjá HB Granda er verulega ósátt við 33 prósenta launahækkanir stjórnarmanna HB Granda. 15. apríl 2015 13:52 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Ekki kemur til greina að draga til baka ákvörðun um tæplega þriggja milljarða arðgreiðslu og þriðjungshækkun á þóknun stjórnarmanna til baka hjá útgerðarfyrirtækinu HB Granda. Þetta sagði Kristján Loftsson, stjórnarformaður fyrirtækisins, í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í kvöld.Vísir.is greindi frá því fyrr í dag að mikill hiti sé í fiskverkafólki hjá HB GRanda vegna þessarar ákvörðunar en Kristján sagði við RÚV í kvöld að arðgreiðslurnar væru samkvæmt sömu stefnu í áratug.Sjá einnig:Sýður á starfsfólki HB Granda „Hvað varðar stjórnarlaunin á voru þetta 150 þúsund í fyrra, þetta hefur verið tiltölulega lágt hjá HB Granda, og hækkuðu þarna upp í 200 þúsund. Það var gerð tillaga sem allir samþykktu á aðalfundi. Ég held að það sé ekkert óhóf í þessu að mínu mati og ef þú færir yfir listann í þessu í Kauphöllinni þá held ég að Grandi sé í einu af neðstu sætunum,“ sagði Kristján. Hann sagði útilokað að fyrirtækið breyti stefnu sinni varðandi arðgreiðslur í ljós samfélagsaðstæðna. „Nei, ég held að hluthafarnir myndu flýja margir hverjir,“ sagði Kristján og sagði lífeyrissjóðina eflaust ekki óánægða með þessar arðgreiðslur. Þegar hann var spurður hvort þessi ákvörðun boði ekki gott fyrir starfsfólk HB Granda og kjaraviðræður sagðist hann ekki vita það og geta engu lofað. „Það var einn sem var mikill forkólfur fyrir sjómenn hér í gamla daga, hann var spurður að því hvort hann væri ekki ánægður með þessa samninga: „Ég var aldrei ánægður með það sem ég fæ,“ hafði Kristján eftir forkólfinum í fréttum RÚV.
Tengdar fréttir Laun stjórnarmanna hækkuð um 33 prósent: „Það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk“ Laun stjórnarmanna HB Granda voru hækkuð um 33,3 prósent á síðasta aðalfundi og fara úr 150 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund. 14. apríl 2015 16:18 Greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða í arð Aðalfundur HB Granda samþykkti í gær að greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða króna í arð. 11. apríl 2015 12:59 Sýður á starfsfólki HB Granda: „Erum alltaf að setja ný met en fáum aldrei neitt“ Fiskverkafólk hjá HB Granda er verulega ósátt við 33 prósenta launahækkanir stjórnarmanna HB Granda. 15. apríl 2015 13:52 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Laun stjórnarmanna hækkuð um 33 prósent: „Það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk“ Laun stjórnarmanna HB Granda voru hækkuð um 33,3 prósent á síðasta aðalfundi og fara úr 150 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund. 14. apríl 2015 16:18
Greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða í arð Aðalfundur HB Granda samþykkti í gær að greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða króna í arð. 11. apríl 2015 12:59
Sýður á starfsfólki HB Granda: „Erum alltaf að setja ný met en fáum aldrei neitt“ Fiskverkafólk hjá HB Granda er verulega ósátt við 33 prósenta launahækkanir stjórnarmanna HB Granda. 15. apríl 2015 13:52