Velta því fyrir sér hvort Sigmundur og Bjarni séu enn í páskafríi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 13. apríl 2015 16:24 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra voru fjarverandi fyrsta þingfund eftir tveggja vikna páskaleyfi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja það sæta furðu að bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skuli vera fjarverandi á fyrsta þingfundi Alþingis eftir tveggja vikna páskaleyfi. Skýringa sé þörf á fréttum síðastliðinna daga.Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.„Verkfall BHM stendur yfir. Við lesum fréttir um að þar ríki ástand sem geti ekki talist öruggt fyrir sjúklinga og hæstvirtan forsætisráðherra sem nýtir flokksþing Framsóknarflokksins til að tilkynna okkur hinum, hvort sem er öðrum þingmönnum og almenningi í landinu, að ætlunin sé að aflétta höftum fyrir þinglok. Til þess höfum við hvað? Átján þingfundadaga,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.„Hér er á ferðinni svo ævintýralega léleg ríkisstjórn að annað eins hefur ekki sést í stjórnmálasögu Íslands,“ sagði Róbert Marshall.vísir/gvaEinar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sagðist hafa freistað þess að fá ráðherrana tvo í þingsal í dag en að hvorugur hefði haft á því kost. „Ævintýralega léleg ríkisstjórn“ Þingmenn Samfylkingarinnar, Helgi Hjörvar og Katrín Júlíusdóttir, kölluðu bæði eftir því að annar óundirbúinn fyrirspurnartími verði haldinn í upphafi þingfundar á morgun þar sem Sigmundi og Bjarna verði gefinn kostur á að svara spurningum. Þeir þurfi í það minnsta að svara fyrir fjarveru sína. Þá veltu því margir fyrir sér hvort þeir væru enn í páskafríi. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði það algjörlega ótækt að forystumenn skyldu vera fjarverandi á þingi eftir svo stórar yfirlýsingar eins og á föstudag. „Það er að teiknast upp sú mynd hér, enn og aftur, að hér er á ferðinni svo ævintýralega léleg ríkisstjórn að annað eins hefur ekki sést í stjórnmálasögu Íslands,“ sagði hann. Fleiri lögðu orð í belg og sammæltust um það að brýnt væri að halda starfsáætlun. Annað væri vanvirðing við Alþingi. Alþingi Tengdar fréttir Segist hafa greint frá afnámi gjaldeyrishafta í samráði við Bjarna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tekur fyrir það að hann hafi reynt að grýluvæða kröfuhafa. 11. apríl 2015 19:00 „Við munum áfram hafa nóg að gera, framsóknarmenn“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti yfirlitsræðu á 33. flokksþingi framsóknarmanna sem hófst í dag. 10. apríl 2015 15:30 Kallar eftir því að Sigmundur birti sálfræðigreiningar sem hann hefur undir höndum Össur Skarphéðinsson segir sálfræðigreingar á stjórnmálamönnum skemmtilega lesningu en sjálfur hefur hann lesið greiningu CIA á sér. 12. apríl 2015 14:03 Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í ræðu sinni á flokksþingi framsóknarmanna að kröfuhafar hafi tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra. 10. apríl 2015 14:44 Slitastjórnir kannast ekki við njósnir og sálgreiningar Forsætisráðherra vitnaði óvart í Ásmund Einar en ekki kröfuhafa. 12. apríl 2015 19:13 Framsóknarmenn ekki séð útfærslu stöðugleikaskattsins Forsætisráðherra boðaði á flokksþingi Framsóknarflokksins að lagður yrði á stöðugleikaskattur við afnám gjaldeyrishafta. Vigdís Hauksdóttir og Frosti Sigurjónsson, þingmenn Framsóknarflokksins, hafa ekki séð útfærslu skattsins. 13. apríl 2015 07:15 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja það sæta furðu að bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skuli vera fjarverandi á fyrsta þingfundi Alþingis eftir tveggja vikna páskaleyfi. Skýringa sé þörf á fréttum síðastliðinna daga.Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.„Verkfall BHM stendur yfir. Við lesum fréttir um að þar ríki ástand sem geti ekki talist öruggt fyrir sjúklinga og hæstvirtan forsætisráðherra sem nýtir flokksþing Framsóknarflokksins til að tilkynna okkur hinum, hvort sem er öðrum þingmönnum og almenningi í landinu, að ætlunin sé að aflétta höftum fyrir þinglok. Til þess höfum við hvað? Átján þingfundadaga,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.„Hér er á ferðinni svo ævintýralega léleg ríkisstjórn að annað eins hefur ekki sést í stjórnmálasögu Íslands,“ sagði Róbert Marshall.vísir/gvaEinar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sagðist hafa freistað þess að fá ráðherrana tvo í þingsal í dag en að hvorugur hefði haft á því kost. „Ævintýralega léleg ríkisstjórn“ Þingmenn Samfylkingarinnar, Helgi Hjörvar og Katrín Júlíusdóttir, kölluðu bæði eftir því að annar óundirbúinn fyrirspurnartími verði haldinn í upphafi þingfundar á morgun þar sem Sigmundi og Bjarna verði gefinn kostur á að svara spurningum. Þeir þurfi í það minnsta að svara fyrir fjarveru sína. Þá veltu því margir fyrir sér hvort þeir væru enn í páskafríi. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði það algjörlega ótækt að forystumenn skyldu vera fjarverandi á þingi eftir svo stórar yfirlýsingar eins og á föstudag. „Það er að teiknast upp sú mynd hér, enn og aftur, að hér er á ferðinni svo ævintýralega léleg ríkisstjórn að annað eins hefur ekki sést í stjórnmálasögu Íslands,“ sagði hann. Fleiri lögðu orð í belg og sammæltust um það að brýnt væri að halda starfsáætlun. Annað væri vanvirðing við Alþingi.
Alþingi Tengdar fréttir Segist hafa greint frá afnámi gjaldeyrishafta í samráði við Bjarna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tekur fyrir það að hann hafi reynt að grýluvæða kröfuhafa. 11. apríl 2015 19:00 „Við munum áfram hafa nóg að gera, framsóknarmenn“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti yfirlitsræðu á 33. flokksþingi framsóknarmanna sem hófst í dag. 10. apríl 2015 15:30 Kallar eftir því að Sigmundur birti sálfræðigreiningar sem hann hefur undir höndum Össur Skarphéðinsson segir sálfræðigreingar á stjórnmálamönnum skemmtilega lesningu en sjálfur hefur hann lesið greiningu CIA á sér. 12. apríl 2015 14:03 Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í ræðu sinni á flokksþingi framsóknarmanna að kröfuhafar hafi tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra. 10. apríl 2015 14:44 Slitastjórnir kannast ekki við njósnir og sálgreiningar Forsætisráðherra vitnaði óvart í Ásmund Einar en ekki kröfuhafa. 12. apríl 2015 19:13 Framsóknarmenn ekki séð útfærslu stöðugleikaskattsins Forsætisráðherra boðaði á flokksþingi Framsóknarflokksins að lagður yrði á stöðugleikaskattur við afnám gjaldeyrishafta. Vigdís Hauksdóttir og Frosti Sigurjónsson, þingmenn Framsóknarflokksins, hafa ekki séð útfærslu skattsins. 13. apríl 2015 07:15 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Segist hafa greint frá afnámi gjaldeyrishafta í samráði við Bjarna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tekur fyrir það að hann hafi reynt að grýluvæða kröfuhafa. 11. apríl 2015 19:00
„Við munum áfram hafa nóg að gera, framsóknarmenn“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti yfirlitsræðu á 33. flokksþingi framsóknarmanna sem hófst í dag. 10. apríl 2015 15:30
Kallar eftir því að Sigmundur birti sálfræðigreiningar sem hann hefur undir höndum Össur Skarphéðinsson segir sálfræðigreingar á stjórnmálamönnum skemmtilega lesningu en sjálfur hefur hann lesið greiningu CIA á sér. 12. apríl 2015 14:03
Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í ræðu sinni á flokksþingi framsóknarmanna að kröfuhafar hafi tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra. 10. apríl 2015 14:44
Slitastjórnir kannast ekki við njósnir og sálgreiningar Forsætisráðherra vitnaði óvart í Ásmund Einar en ekki kröfuhafa. 12. apríl 2015 19:13
Framsóknarmenn ekki séð útfærslu stöðugleikaskattsins Forsætisráðherra boðaði á flokksþingi Framsóknarflokksins að lagður yrði á stöðugleikaskattur við afnám gjaldeyrishafta. Vigdís Hauksdóttir og Frosti Sigurjónsson, þingmenn Framsóknarflokksins, hafa ekki séð útfærslu skattsins. 13. apríl 2015 07:15