Sumarþing ef með þarf til að ljúka húsnæðismálunum kolbeinn óttarsson proppé skrifar 27. mars 2015 07:00 Eygló Harðardóttir velferðarráðherra segir að það verði að afgreiða frumvörp um húsnæðismál áður en Alþingi fer í frí. vísir/gva Húsnæðisfrumvörp Eyglóar Harðardóttur velferðarráðherra verða tekin fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar í dag eða á þriðjudag. Frumvörpin eru í hefðbundnu kostnaðarmati hjá fjármálaráðuneytinu og yfirlestri hjá forsætisráðuneytinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var unnið í þeim fram eftir degi í gær til að reyna að koma þeim fyrir ríkisstjórn í dag. Velferðarráðherra boðaði í upphafi kjörtímabils að farið yrði í umfangsmiklar aðgerðir í húsnæðismálum. Þrjú frumvörp um málið er að finna á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir yfirstandandi þing; um húsnæðisbætur, húsnæðismál og húsnæðissamvinnufélög. Yfirstandandi kjarasamningar auka pressuna á það að málin komi fram og Eygló leggur ríka áherslu á að þau verði kláruð á yfirstandandi þingi. Hún vonast til þess að Alþingi nái að ljúka afgreiðslu frumvarpanna fyrir þingfrestun í vor. Ef það náist ekki verði að halda sumarþing. „Ef einhvern tíma er ástæða til þess að halda sumarþing er það vegna þessara mála. Alþingi verður að starfa eins lengi og þarf til að klára þessi mikilvægu mál. Allur vinnumarkaðurinn er undir og við verðum að afgreiða þessi mál áður en Alþingi fer í frí,“ segir Eygló. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snúa frumvörpin að stuðningi vegna félagslegs húsnæðis, húsaleigubótakerfi, húsaleigusamningum og málefnum tekjulágra leigjenda. Þá verður tekið á ólíku búsetuformi. Nokkuð hefur verið beðið eftir frumvörpunum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur fyrst og fremst staðið í mönnum hvernig eigi að fjármagna aðgerðirnar, sem búast má við að verði kostnaðarsamar, og lúti að forgangsröðun fjármuna. Alþingi Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Fleiri fréttir Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Sjá meira
Húsnæðisfrumvörp Eyglóar Harðardóttur velferðarráðherra verða tekin fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar í dag eða á þriðjudag. Frumvörpin eru í hefðbundnu kostnaðarmati hjá fjármálaráðuneytinu og yfirlestri hjá forsætisráðuneytinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var unnið í þeim fram eftir degi í gær til að reyna að koma þeim fyrir ríkisstjórn í dag. Velferðarráðherra boðaði í upphafi kjörtímabils að farið yrði í umfangsmiklar aðgerðir í húsnæðismálum. Þrjú frumvörp um málið er að finna á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir yfirstandandi þing; um húsnæðisbætur, húsnæðismál og húsnæðissamvinnufélög. Yfirstandandi kjarasamningar auka pressuna á það að málin komi fram og Eygló leggur ríka áherslu á að þau verði kláruð á yfirstandandi þingi. Hún vonast til þess að Alþingi nái að ljúka afgreiðslu frumvarpanna fyrir þingfrestun í vor. Ef það náist ekki verði að halda sumarþing. „Ef einhvern tíma er ástæða til þess að halda sumarþing er það vegna þessara mála. Alþingi verður að starfa eins lengi og þarf til að klára þessi mikilvægu mál. Allur vinnumarkaðurinn er undir og við verðum að afgreiða þessi mál áður en Alþingi fer í frí,“ segir Eygló. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snúa frumvörpin að stuðningi vegna félagslegs húsnæðis, húsaleigubótakerfi, húsaleigusamningum og málefnum tekjulágra leigjenda. Þá verður tekið á ólíku búsetuformi. Nokkuð hefur verið beðið eftir frumvörpunum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur fyrst og fremst staðið í mönnum hvernig eigi að fjármagna aðgerðirnar, sem búast má við að verði kostnaðarsamar, og lúti að forgangsröðun fjármuna.
Alþingi Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Fleiri fréttir Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Sjá meira