Stöð 2 á COP21: „Það verður hart samið“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 7. desember 2015 20:30 Í rúmlega tvo áratugi hafa þjóðirnar tekist á um hvernig skuli draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stemma stigu við hnattrænni hlýnun. Á meðan hafa áhrif loftslagsbreytinga stigmagnast. Öfgar í veðráttu magnast, jöklar hopa og íshellur bráðna, sjávarstaða hækkar. Á þessum 20 árum losaði maðurinn meira af gróðurhúsalofttegundum en hann hafði gert yfir hundrað ára tímabil. Raunveruleg ógn loftslagsbreytinga hefur hreyft við þjóðarleiðtogum heimsins. Í París eru vísindin ekki til umræðu, heldur hvað þarf að gera til að vernda samfélag mannanna. Hundrað og áttatíu þjóðir hafa skoðun á því og hafa lagt fram sínar tillögur og markmið í baráttunni gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Mikill þröskuldur var yfirstiginn í síðustu viku þegar hin formlega samninganefnd, sem starfað hefur í fjögur ár, birti drög nýs loftslagssamnings sem byggð eru á þessum tillögum. Þegar slík drög voru kynnt á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn árið 2009 voru þau um 300 blaðsíður. Parísardrögin eru tæpar 50 blaðsíður, sem þó eru yfirfullar af hornklofum, sem í einföldu máli þýða átakamál. Hugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands.Vísir/UNFCCCHugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands, er minnugur átakanna í Kaupmannahöfn, en er sem fyrr vongóður um niðurstöðuna í París. „Maður skynjar andann að menn telja sig ekki geta komist upp með að það að ná ekki samkomulagi hérna,“ segir Hugi. „Það eru miklir hagsmunir í húfi og í raun er þetta pólitísk grettistak sem þarf að lyfta, menn þurfa að slá af kröfum á síðustu stundu. Það verður hart samið.“ Hugi segir áherslur Íslands vera að ná sterku samkomulagi með umgjörð um markmiðin svo þau verði enn öflugri með tímanum. Það er lykilatriði, enda eru samanlögð áhrif landsframlaganna fjarri því að tryggja komandi kynslóðum öruggt skjól.Eiffel turninn í París.Vísir/Kjartan Hreinn„Það sem skiptir svo miklu máli er að þetta er hnattrænt vandamál og það þarf hnattræna nálgun. Þess vegna skiptir það grundvallar máli að það sé alþjóðlegur samningur og skilningur á því að öll ríki þurfa að setja sér markmið og við þurfum sameiginlegt kerfi til að geta rýnt þessi markmið og ýtt á aukin metnað,“ segir Hugi. „En hinn raunverulegi árangur fer fram hjá einstökum ríkjum. Þar koma að atvinnulífið, félagasamtök, almenningur, borgir og annað. En með þetta í veganesti þá fá þessir aðilar skýr skilaboð.“ Ráðstefnusvæðið í París er risavaxið og verður næstu daga heimili fjörutíu þúsund ráðherra, samningamanna, umhverfisverndarsinna og blaðamanna. En það má í raun segja að loftslagsæði hafa gripið um sig um alla borgina. Það eru ekki bara samningamenn eins og Hugi sem eru fullir af orku fyrir viku samningagerða. Sjálf Parísarborg iðar af endurnýjanlegri orku og það má segja að heimsbyggðin hvetji samningamenn áfram í gegnum Eiffel-turninn. Hver færsla á Facebook og hvert tíst á Twitter ratar á hlið turnsins og um leið magnast geislarnir á toppi turnsins. Svo þjóðirnar sjái nú ljósið. Loftslagsmál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira
Í rúmlega tvo áratugi hafa þjóðirnar tekist á um hvernig skuli draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stemma stigu við hnattrænni hlýnun. Á meðan hafa áhrif loftslagsbreytinga stigmagnast. Öfgar í veðráttu magnast, jöklar hopa og íshellur bráðna, sjávarstaða hækkar. Á þessum 20 árum losaði maðurinn meira af gróðurhúsalofttegundum en hann hafði gert yfir hundrað ára tímabil. Raunveruleg ógn loftslagsbreytinga hefur hreyft við þjóðarleiðtogum heimsins. Í París eru vísindin ekki til umræðu, heldur hvað þarf að gera til að vernda samfélag mannanna. Hundrað og áttatíu þjóðir hafa skoðun á því og hafa lagt fram sínar tillögur og markmið í baráttunni gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Mikill þröskuldur var yfirstiginn í síðustu viku þegar hin formlega samninganefnd, sem starfað hefur í fjögur ár, birti drög nýs loftslagssamnings sem byggð eru á þessum tillögum. Þegar slík drög voru kynnt á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn árið 2009 voru þau um 300 blaðsíður. Parísardrögin eru tæpar 50 blaðsíður, sem þó eru yfirfullar af hornklofum, sem í einföldu máli þýða átakamál. Hugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands.Vísir/UNFCCCHugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands, er minnugur átakanna í Kaupmannahöfn, en er sem fyrr vongóður um niðurstöðuna í París. „Maður skynjar andann að menn telja sig ekki geta komist upp með að það að ná ekki samkomulagi hérna,“ segir Hugi. „Það eru miklir hagsmunir í húfi og í raun er þetta pólitísk grettistak sem þarf að lyfta, menn þurfa að slá af kröfum á síðustu stundu. Það verður hart samið.“ Hugi segir áherslur Íslands vera að ná sterku samkomulagi með umgjörð um markmiðin svo þau verði enn öflugri með tímanum. Það er lykilatriði, enda eru samanlögð áhrif landsframlaganna fjarri því að tryggja komandi kynslóðum öruggt skjól.Eiffel turninn í París.Vísir/Kjartan Hreinn„Það sem skiptir svo miklu máli er að þetta er hnattrænt vandamál og það þarf hnattræna nálgun. Þess vegna skiptir það grundvallar máli að það sé alþjóðlegur samningur og skilningur á því að öll ríki þurfa að setja sér markmið og við þurfum sameiginlegt kerfi til að geta rýnt þessi markmið og ýtt á aukin metnað,“ segir Hugi. „En hinn raunverulegi árangur fer fram hjá einstökum ríkjum. Þar koma að atvinnulífið, félagasamtök, almenningur, borgir og annað. En með þetta í veganesti þá fá þessir aðilar skýr skilaboð.“ Ráðstefnusvæðið í París er risavaxið og verður næstu daga heimili fjörutíu þúsund ráðherra, samningamanna, umhverfisverndarsinna og blaðamanna. En það má í raun segja að loftslagsæði hafa gripið um sig um alla borgina. Það eru ekki bara samningamenn eins og Hugi sem eru fullir af orku fyrir viku samningagerða. Sjálf Parísarborg iðar af endurnýjanlegri orku og það má segja að heimsbyggðin hvetji samningamenn áfram í gegnum Eiffel-turninn. Hver færsla á Facebook og hvert tíst á Twitter ratar á hlið turnsins og um leið magnast geislarnir á toppi turnsins. Svo þjóðirnar sjái nú ljósið.
Loftslagsmál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira