Endurkoma Pizza 67 ekki gengið áfallalaust: „Höfum þurft að ganga í gengum helvíti“ ingvar haraldsson skrifar 7. desember 2015 16:19 Frá opnun Pizza 67 í Grafarvogi í desember fyrir ári. mynd/pizza 67 Rekstur Pizza 67 sem opnaði sinn fyrsta pitsastað eftir nokkurra ára hlé í Grafarvogi fyrir ári hefur gengið erfiðlega. Fyrirtækið skuldar starfsmönnum nú laun auk þess að hafa hvorki greitt lífeyris- né verkalýðsfélagagreiðslur. Engu síður var öðrum pitsastað bætt við reksturinn á Grensásvegi síðasta sumar. Einar Hrafn Björnsson fyrrum starfsmaður Pizza 67, segist fyrirtækið skulda honum um 950 þúsund krónur í laun frá því í sumar og haust sem nú sé í innheimtu hjá VR.Pizza 67 opnaði nýjan stað á Grensásvegi í sumar.mynd/pizza 67„Ég og sambýliskonan mín höfum þurft að ganga í gengum helvíti vegna þess að ég fékk ekki laun og þurfum við ma að fá lán til þess að bókhald okkar gengi upp með tilheyrandi kostnaði. Ég á við hjartasjúkdóm að stríða sem allir 3 eigendur P67 ehf vissu en samt sem áður er þeim alveg sama þó ég sé að farast úr kvíða,“ segir Einar. Sjá einnig: Pítsurnar seldust upp á tveim tímum Þá segir Einar að fjármálastjórinn og eigendur fyrirtækisins hefðu látið hann svara fyrir að launagreiðslur til hans og annara starfsmanna hefðu ekki borist um hver mánaðamót.Segir að allir fái greittAnton Traustason, einn eigendi P67, sem rekur pitsastaði Pizza 67, viðurkennir að félagið skuldi honum og fleiri aðilum laun. Þá hafi félagið heldur ekki greitt lífeyrissjóðum eða verkalýðsfélögum. Hins vegar muni allir núverandi og fyrrverandi starfsmenn fá greitt, það taki hins vegar tíma. „Hann [Einar] var fullkomlega meðvitaður um þetta og vissi alveg að það var verið að berjast við að taka að sér stórt verkefni sem var miklu dýrara en við ætluðum okkur í upphafi og hann fær sína peninga, þetta bara tekur tíma að rétta þetta af.“Sjá einnig: Pizza 67 opnar á GrensásvegiAnton er ósáttur við að Einar sé að tala fyrirtækið niður sem komi niður á afkomu fyrirtækisins.Anton bætir við að honum þyki orð Einars um að bera fyrir sig hjartveiki hlægileg. „Hvað er hann að taka að sér þessa stöðu ef hjartað hans leyfir það ekki?“Of margir starfsmenn hafi verið þjálfaðir sem svo lítið sem ekkert hafi unnið fyrir fyrirtækið. Þá skýrist skuldin einnig af afturvirkum kjarasamningshækkunum Eflingar. Hann býst við að afkoman batni á næstunni þar sem desember sé stærsti mánuður ársins í skyndibitabransanum.Færslu Einars má sjá hér að neðan.Sæl öll sömul.Nú er svo komið að ég hef ákveðið að deila reynslu minni af fyrrverandi vinnustað, P67 ehf sem rekur...Posted by Einar Hrafn Björnsson on Monday, December 7, 2015 Tengdar fréttir Pizzurnar seldust upp á tveimur tímum Pizza 67 opnaði í Grafarvogi í kvöld en pizzurnar eru uppseldar. 12. desember 2014 21:35 Grafarvogur fær "nýjan“ pizzustað Á sínum tíma voru starfræktir 26 Pizza 67 staðir í sex löndum en undanfarin ár hafa þeir verið þrír. Tveir í Færeyjum og einn í Vestmannaeyjum. 12. desember 2014 16:22 Opna nýjan Pizza67 stað á Grensásvegi Margir pítsastaðir hafa áður starfað í húsnæðinu, þar á meðal Pizzahúsið, fyrsti pítsustaður landsins. 29. maí 2015 10:48 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Rekstur Pizza 67 sem opnaði sinn fyrsta pitsastað eftir nokkurra ára hlé í Grafarvogi fyrir ári hefur gengið erfiðlega. Fyrirtækið skuldar starfsmönnum nú laun auk þess að hafa hvorki greitt lífeyris- né verkalýðsfélagagreiðslur. Engu síður var öðrum pitsastað bætt við reksturinn á Grensásvegi síðasta sumar. Einar Hrafn Björnsson fyrrum starfsmaður Pizza 67, segist fyrirtækið skulda honum um 950 þúsund krónur í laun frá því í sumar og haust sem nú sé í innheimtu hjá VR.Pizza 67 opnaði nýjan stað á Grensásvegi í sumar.mynd/pizza 67„Ég og sambýliskonan mín höfum þurft að ganga í gengum helvíti vegna þess að ég fékk ekki laun og þurfum við ma að fá lán til þess að bókhald okkar gengi upp með tilheyrandi kostnaði. Ég á við hjartasjúkdóm að stríða sem allir 3 eigendur P67 ehf vissu en samt sem áður er þeim alveg sama þó ég sé að farast úr kvíða,“ segir Einar. Sjá einnig: Pítsurnar seldust upp á tveim tímum Þá segir Einar að fjármálastjórinn og eigendur fyrirtækisins hefðu látið hann svara fyrir að launagreiðslur til hans og annara starfsmanna hefðu ekki borist um hver mánaðamót.Segir að allir fái greittAnton Traustason, einn eigendi P67, sem rekur pitsastaði Pizza 67, viðurkennir að félagið skuldi honum og fleiri aðilum laun. Þá hafi félagið heldur ekki greitt lífeyrissjóðum eða verkalýðsfélögum. Hins vegar muni allir núverandi og fyrrverandi starfsmenn fá greitt, það taki hins vegar tíma. „Hann [Einar] var fullkomlega meðvitaður um þetta og vissi alveg að það var verið að berjast við að taka að sér stórt verkefni sem var miklu dýrara en við ætluðum okkur í upphafi og hann fær sína peninga, þetta bara tekur tíma að rétta þetta af.“Sjá einnig: Pizza 67 opnar á GrensásvegiAnton er ósáttur við að Einar sé að tala fyrirtækið niður sem komi niður á afkomu fyrirtækisins.Anton bætir við að honum þyki orð Einars um að bera fyrir sig hjartveiki hlægileg. „Hvað er hann að taka að sér þessa stöðu ef hjartað hans leyfir það ekki?“Of margir starfsmenn hafi verið þjálfaðir sem svo lítið sem ekkert hafi unnið fyrir fyrirtækið. Þá skýrist skuldin einnig af afturvirkum kjarasamningshækkunum Eflingar. Hann býst við að afkoman batni á næstunni þar sem desember sé stærsti mánuður ársins í skyndibitabransanum.Færslu Einars má sjá hér að neðan.Sæl öll sömul.Nú er svo komið að ég hef ákveðið að deila reynslu minni af fyrrverandi vinnustað, P67 ehf sem rekur...Posted by Einar Hrafn Björnsson on Monday, December 7, 2015
Tengdar fréttir Pizzurnar seldust upp á tveimur tímum Pizza 67 opnaði í Grafarvogi í kvöld en pizzurnar eru uppseldar. 12. desember 2014 21:35 Grafarvogur fær "nýjan“ pizzustað Á sínum tíma voru starfræktir 26 Pizza 67 staðir í sex löndum en undanfarin ár hafa þeir verið þrír. Tveir í Færeyjum og einn í Vestmannaeyjum. 12. desember 2014 16:22 Opna nýjan Pizza67 stað á Grensásvegi Margir pítsastaðir hafa áður starfað í húsnæðinu, þar á meðal Pizzahúsið, fyrsti pítsustaður landsins. 29. maí 2015 10:48 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Pizzurnar seldust upp á tveimur tímum Pizza 67 opnaði í Grafarvogi í kvöld en pizzurnar eru uppseldar. 12. desember 2014 21:35
Grafarvogur fær "nýjan“ pizzustað Á sínum tíma voru starfræktir 26 Pizza 67 staðir í sex löndum en undanfarin ár hafa þeir verið þrír. Tveir í Færeyjum og einn í Vestmannaeyjum. 12. desember 2014 16:22
Opna nýjan Pizza67 stað á Grensásvegi Margir pítsastaðir hafa áður starfað í húsnæðinu, þar á meðal Pizzahúsið, fyrsti pítsustaður landsins. 29. maí 2015 10:48