Fótbolti

Verona varð af dýrmætum stigum | Toppliðið tapaði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pazzini fagnar marki sínu í dag.
Pazzini fagnar marki sínu í dag. Vísir/Getty
Emil Hallfreðsson spilaði allan leikinn er Hellas Verona mátti sætta sig við 1-1 jafntefli við Udinese í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.

Verona, hefur hefur átt erfitt uppdráttar í deildinni í haust, komst yfir með marki Giampaolo Pazzini úr vítaspyrnu á 41. mínútu.

Cyril Thereau jafnaði hins vegar metin fyrir Udinese á 84. mínútu og sá þar með til þess að Verona er enn í fallsæti með einungis fimm stig eftir átta leiki. Verona er enn að bíða eftir sínum fyrsta sigri á tímabilinu.

Napoli lagði topplið Fiorentina, 2-1, í dag með mö-rkum þeirra Lorenzo Insigne og Gonzalo Higuain. Nikola Kalinic skoraði mark Fiorentina og jafnaði þá metin á 73. mínútu en Higuain skoraði sigurmark Napoli aðeins tveimur mínútum síðar.

Napoli er í fjórða sæti deildarinnar með fimmtán stig en Roma er í öðru sæti með sautján og Inter er í því þriðja með sextán.

Inter getur því komist á topp deildarinnar í kvöld ef liðið hefur betur gegn meisturum Juventus á heimavelli. Sá leikur hefst klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3.

Úrslit dagsins:

Bologna - Palermo 0-1

Atalanta - Carpi 3-0

Frosinone - Sampdoria 2-0

Genoa - Chievo 3-2

Sassuolo - Lazio 2-1

Verona - Udinese 1-1

Napoli - Fiorentina 2-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×